| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ég hugsaði um Hillsborough
Steven Gerrard segist hafa verið með hugann við Hillsborough slysið þegar hann felldi tár eftir sigurleikinn gegn Manchester City.
„Ég held að ég geti sagt með fullri vissu að ég tali fyrir hönd allra, þegar ég tileinka sigurinn á sunnudaginn öllum þeim sem létu lífið í Hillsborough harmleiknum", segir Gerrard í samtali við BBC.
Gerrard var 9 ára gamall hinn 15. apríl 1989, þegar Hillsborough harmleikurinn átti sér stað. Hann missti frænda sinn í slysinu, hinn þá 10 ára gamla Jon-Paul Gilhooley, sem var yngsta fórnarlamb slyssins.
„Tilfinningar mínar eftir leikinn snerust ekki bara um gleðina sem fylgdi því að vinna frábæran sigur í mikilvægum leik. Þessi vika snýst alltaf um miklu meira en fótbolta hjá okkur í Liverpool."
„Allt liðið verður að sjálfsögðu til staðar í dag þegar minningarathöfnin fer fram, til að votta fjölskyldum fórnarlambanna virðingu okkar."
„Ég held að ég geti sagt með fullri vissu að ég tali fyrir hönd allra, þegar ég tileinka sigurinn á sunnudaginn öllum þeim sem létu lífið í Hillsborough harmleiknum", segir Gerrard í samtali við BBC.
Gerrard var 9 ára gamall hinn 15. apríl 1989, þegar Hillsborough harmleikurinn átti sér stað. Hann missti frænda sinn í slysinu, hinn þá 10 ára gamla Jon-Paul Gilhooley, sem var yngsta fórnarlamb slyssins.
„Tilfinningar mínar eftir leikinn snerust ekki bara um gleðina sem fylgdi því að vinna frábæran sigur í mikilvægum leik. Þessi vika snýst alltaf um miklu meira en fótbolta hjá okkur í Liverpool."
„Allt liðið verður að sjálfsögðu til staðar í dag þegar minningarathöfnin fer fram, til að votta fjölskyldum fórnarlambanna virðingu okkar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan