| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool spilar sinn síðasta útileik á tímabilinu gegn nýliðum Crystal Palace. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins en liðið þarf fyrst og fremst að einbeita sér að sínum leikjum og sjá svo hvað gerist í lokaumferðinni.
Leikurinn fer fram á Selhurst Park mánudaginn 5. maí næstkomandi og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Brendan Rodgers sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrr í dag. Hann sagði að Daniel Sturridge hefði ekkert æft í vikunni en að hann myndi æfa á laugardaginn og svo yrði séð til með hvort hann gæti spilað gegn Palace. Hann kom inná gegn Chelsea en greinilegt var að hann virtist ekki vera í neinu standi til að hafa áhrif á leikinn. Aðrir leikmenn eru heilir heilsu samkvæmt Rodgers, Jordan Henderson tekur út sinn síðasta leik í banni og er ekki laust við að hans hafi verið saknað í síðsta leik.
Af heimamönnum í Crystal Palace er það að frétta að enginn af leikmönnum félagsins er meiddur. Tony Pulis stjóri þeirra getur því stillt upp sínu sterkasta liði og mun hann örugglega gera það. Palace hafa náð frábærum árangri síðan að Pulis tók við og eru búnir að tryggja sér áframhaldandi veru í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili, eitthvað sem fáir bjuggust við fyrr í vetur.
Lið Pulis hafa oftar en ekki náð að stríða Liverpool í gegnum árin og margir horfa með hryllingi til margar viðureigna Liverpool og Stoke undanfarin ár þar sem okkar menn lágu oftar en ekki í valnum eða þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. En nú er um annað lið að ræða og vonandi hefur Rodgers og þjálfaralið hans náð að undirbúa sína menn fyrir komandi átök.
Síðast mættust liðin í deildinni á heimavelli Palace árið 2005, nánar tiltekið 23. apríl og fóru heimamenn með sigur 1-0. Sé litið til síðustu sex leikja liðanna á heimavelli í deildinni hafa Palace unnið þrjá, tveir hafa endað með sigri Liverpool og einu sinni skildu liðin jöfn. Palace hafa ekki verið tíðir gestir í Úrvalsdeild og síðasti sigurleikur Liverpool gegn þeim á útivelli kom árið 1997 í 3-0 sigri.
Staða liðanna í deildinni er þannig að okkar menn sitja sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 80 stig eftir 36 leiki. Þó gæti staðan verið þannig þegar liðin mætast að Liverpool sitji í þriðja sæti deildarinnar en bæði Manchester City og Chelsea spila á undan og ef þau vinna sína leiki fara þau uppfyrir Liverpool. Palace eru í 11. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 36 leiki, þeir hafa verið á góðu skriði undanfarið, síðasti leikur þeirra tapaðist gegn Manchester City en þar áður höfðu þeir unnið 5 leiki í röð.
Spáin að þessu sinni er svona: Tony Pulis og hans menn munu gera allt sem þeir geta til að pirra okkar menn með því að liggja aftarlega og freistast til þess að nýta föst leikatriði. Liverpool menn mæta hinsvegar vel stemmdir til leiks og ná að knýja fram erfiðan sigur, 1-2 og halda þar með vonandi draumnum lifandi fyrir lokaumferðina.
Fróðleikur:
- Jordan Henderson er leikjahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu með 39 leiki í öllum keppnum.
- Simon Mignolet jafnar Henderson á mánudaginn en hann hefur spilað 38 leiki alls.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna félagsins með 30 mörk í 31 deildarleik.
- Glen Johnson mun spila sinn 140. deildarleik fyrir félagið verði hann valinn í liðið á mánudag.
- Ef Joe Allen spilar mun það verða hans 50. deildarleikur fyrir félagið.
- Allen á enn eftir að skora mark í deild fyrir Liverpool.
- Victor Moses kemur á ný inní leikmannahópinn en hann mátti auðvitað ekki taka þátt í síðasta leik.
Leikurinn fer fram á Selhurst Park mánudaginn 5. maí næstkomandi og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Brendan Rodgers sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrr í dag. Hann sagði að Daniel Sturridge hefði ekkert æft í vikunni en að hann myndi æfa á laugardaginn og svo yrði séð til með hvort hann gæti spilað gegn Palace. Hann kom inná gegn Chelsea en greinilegt var að hann virtist ekki vera í neinu standi til að hafa áhrif á leikinn. Aðrir leikmenn eru heilir heilsu samkvæmt Rodgers, Jordan Henderson tekur út sinn síðasta leik í banni og er ekki laust við að hans hafi verið saknað í síðsta leik.
Af heimamönnum í Crystal Palace er það að frétta að enginn af leikmönnum félagsins er meiddur. Tony Pulis stjóri þeirra getur því stillt upp sínu sterkasta liði og mun hann örugglega gera það. Palace hafa náð frábærum árangri síðan að Pulis tók við og eru búnir að tryggja sér áframhaldandi veru í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili, eitthvað sem fáir bjuggust við fyrr í vetur.
Lið Pulis hafa oftar en ekki náð að stríða Liverpool í gegnum árin og margir horfa með hryllingi til margar viðureigna Liverpool og Stoke undanfarin ár þar sem okkar menn lágu oftar en ekki í valnum eða þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. En nú er um annað lið að ræða og vonandi hefur Rodgers og þjálfaralið hans náð að undirbúa sína menn fyrir komandi átök.
Síðast mættust liðin í deildinni á heimavelli Palace árið 2005, nánar tiltekið 23. apríl og fóru heimamenn með sigur 1-0. Sé litið til síðustu sex leikja liðanna á heimavelli í deildinni hafa Palace unnið þrjá, tveir hafa endað með sigri Liverpool og einu sinni skildu liðin jöfn. Palace hafa ekki verið tíðir gestir í Úrvalsdeild og síðasti sigurleikur Liverpool gegn þeim á útivelli kom árið 1997 í 3-0 sigri.
Staða liðanna í deildinni er þannig að okkar menn sitja sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 80 stig eftir 36 leiki. Þó gæti staðan verið þannig þegar liðin mætast að Liverpool sitji í þriðja sæti deildarinnar en bæði Manchester City og Chelsea spila á undan og ef þau vinna sína leiki fara þau uppfyrir Liverpool. Palace eru í 11. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 36 leiki, þeir hafa verið á góðu skriði undanfarið, síðasti leikur þeirra tapaðist gegn Manchester City en þar áður höfðu þeir unnið 5 leiki í röð.
Spáin að þessu sinni er svona: Tony Pulis og hans menn munu gera allt sem þeir geta til að pirra okkar menn með því að liggja aftarlega og freistast til þess að nýta föst leikatriði. Liverpool menn mæta hinsvegar vel stemmdir til leiks og ná að knýja fram erfiðan sigur, 1-2 og halda þar með vonandi draumnum lifandi fyrir lokaumferðina.
Fróðleikur:
- Jordan Henderson er leikjahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu með 39 leiki í öllum keppnum.
- Simon Mignolet jafnar Henderson á mánudaginn en hann hefur spilað 38 leiki alls.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna félagsins með 30 mörk í 31 deildarleik.
- Glen Johnson mun spila sinn 140. deildarleik fyrir félagið verði hann valinn í liðið á mánudag.
- Ef Joe Allen spilar mun það verða hans 50. deildarleikur fyrir félagið.
- Allen á enn eftir að skora mark í deild fyrir Liverpool.
- Victor Moses kemur á ný inní leikmannahópinn en hann mátti auðvitað ekki taka þátt í síðasta leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan