Sigri kastað á glæ

Brendan Rodgers gerði eina breytingu frá leiknum við Chelsea. Inn kom Daniel Sturridge í stað Philippe Coutinho sem átti við smávægileg meiðsli að stríða.
Leikurinn fór frekar rólega af stað en heimamenn fengu fyrsta teljanlega færið er Jason Puncheon skaut yfir markið. Skömmu síðar fékk Mamadou Sakho frían skalla inná markteig eftir hornspyrnu en hann hitti boltann afskaplega illa og skallaði framhjá markinu. Eftir um korters leik átti Joe Allen góða sendingu innfyrir vörnina á Glen Johnson sem kom aðvífandi frá hægri kanti. Johnson skallaði boltann yfir Speroni í marki heimamanna en því miður fór boltinn yfir markið líka.

Gestirnir virkuðu ívið sterkari eftir þetta en heimamenn fengu þó sín færi, þurfti Mignolet að verja vel í markinu tvö langskot, hið fyrra frá Puncheon og það síðara frá Jedinak. Belginn var þar klárlega vel á verði því skotin voru góð. Þrem mínútum fyrir hálfleik fékk svo Suarez fínt færi eftir góðan samleik við Allen en Speroni var vel á verði í markinu.
Örskömmu síðar var staðan orðin 0-3 ! Raheem Sterling og Suarez léku vel saman uppvið vítateig, Suarez var skyndilega kominn í gott færi og nýtti það til fullnustu. Margir voru þarna farnir að hugsa um að Liverpool gæti vel bætt við fleiri mörkum og sett pressu á City hvað varðar markamun á milli liðanna. En margt fer öðruvísi en ætlað er.

Á 79. mínútu virtist lítil hætta uppvið mark gestanna en Delaney fékk of mikinn tíma á boltann fyrir utan teig og lét skotið ríða af. Boltinn fór í Johnson og breytti um stefnu sem gerði skotið óverjandi fyrir Mignolet. Staðan orðin 1-3 og heimamenn virtust ekki ætla að leggja árar í bát. Aðeins tveimur mínútum síðar voru þeir búnir að minnka muninn í eitt mark er skyndisókn eftir hornspyrnu Liverpool var nýtt eins og best verður á kosið. Bolasie skeiðaði upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið þar sem Gayle var óvaldaður á teignum og sendi hann boltann í fjærhornið. Hörmungar gestanna voru svo fullkomnaðar tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Gayle skoraði aftur eftir hörmulega varnarvinnu og staðan orðin jöfn 3-3 !
Liverpool menn náðu ekki að taka forystuna aftur en fengu ágætt færi til þess er Victor Moses hitti ekki boltann úr opnu færi eftir hornspyrnu. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli 3-3.
Mörk Crystal Palace: Damian Delaney (79. mín.) og Dwight Gayle (81. mín. og 88. mín.).
Gul spjöld: Adrian Mariappa og Scott Dann.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Gerrard, Leiva, Allen, Sterling (Coutinho, 78. mín.), Sturridge (Moses, 86. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Touré, Cissokho, Agger og Aspas.
Mörk Liverpool: Joe Allen (18. mín.), Daniel Sturridge (53. mín.) og Luis Suarez (55. mín.).
Gul spjöld: Joe Allen, Luis Suarez og Martin Skrtel.
Maður leiksins: Joe Allen. Veilsverjinn skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið í leiknum. Barðist vel á miðjunni og skapaði færi fyrir samherja sína með góðum sendingum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
Brendan Rodgers: ,,Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Í 78 mínútur vorum við framúrskarandi og gerðum allt sem við vildum gera. Við litum vel út varnarlega, þeir áttu ekki mörg færi, við stjórnuðum boltanum, skoruðum þrjú mörk og litum út fyrir að geta skorað fleiri. En ég held að við höfum misst einbeitinguna, ætluðum að sækja meira og misstum þar af leiðandi varnarskipulagið í okkar leik. Að fá á sig þrjú mörk í lokin var ótrúlega svekkjandi, eftir að hafa unnið svo mikið fyrir því að komast í 3-0."
- Joe Allen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í Úrvalsdeildinni og sitt fyrsta á leiktíðinni.
- Þetta var jafnframt 50. deildarleikur hans fyrir Liverpool.
- Daniel Sturridge skoraði sitt 21. mark á tímabilinu í deildinni.
- Þetta var 24. mark hans í öllum keppnum.
- Luis Suarez skoraði sitt 31. mark í deildinni.
- Hann jafnaði þar með markamet í 38 leikja Úrvalsdeild. Alan Shearer, Newcastle United, og Cristiano Ronaldo, Manchester United, deildu metinu þar til Luis jafnaði það.
- Liverpool fór í efsta sæti deildarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli