| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markið hans Daniel skráð sjálfsmark
Tilkynnt var í dag að markið sem Daniel Sturridge skoraði gegn Crystal Palace á mánudagskvöldið hafi verið dæmt sem sjálfsmark.
Sérstök nefnd enska knattspyrnusambandsins fer yfir mörk þar sem einhver vafi leikur á hver hafi skorað og úrskurðurinn liggur fyrir. Markið er skráð sem sjálfsmark Damien Delaney.
Daniel Sturridge hefur því ekki skorað 21 mark í deildinni á tímabilinu og er þar með orðinn jafn Yaya Toure með 20 mörk í 2.-3. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
Verður þessi ákvörðun nefndarinnar að teljast nokkuð skrýtin í ljósi þess að oftast þegar skot sem stefnir á markið breytir um stefnu af varnarmanni, fær sóknarmaðurinn engu að síður markið skráð á sig.
En hvað um það, vonandi bætir Sturridge við markafjöldann í síðasta leik tímabilsins á sunnudaginn kemur.
Sérstök nefnd enska knattspyrnusambandsins fer yfir mörk þar sem einhver vafi leikur á hver hafi skorað og úrskurðurinn liggur fyrir. Markið er skráð sem sjálfsmark Damien Delaney.
Daniel Sturridge hefur því ekki skorað 21 mark í deildinni á tímabilinu og er þar með orðinn jafn Yaya Toure með 20 mörk í 2.-3. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
Verður þessi ákvörðun nefndarinnar að teljast nokkuð skrýtin í ljósi þess að oftast þegar skot sem stefnir á markið breytir um stefnu af varnarmanni, fær sóknarmaðurinn engu að síður markið skráð á sig.
En hvað um það, vonandi bætir Sturridge við markafjöldann í síðasta leik tímabilsins á sunnudaginn kemur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan