Brendan hefur mikið álit á Jordan Ibe
Liverpool vann öruggan stórsigur á Shamrock Rovers í Dublin í vikunni. Jordan Ibe vakti mikla athygli í leiknum, lagði upp tvö mörk og þótti bera af öðrum á vellinum. Hann hefði átt að skora sjálfur en misnotaði góð færi. Brendan Rodgers telur Jordan mikið efni.
,,Hann er mjög efnilegur. Hann hefur mikinn hlaupakraft, býr yfir hraða og hefur gott vald á boltanum. Hann þarf bara að æfa sig meira í að klára færin. Mestu skiptir þó að hann kemur sér í færi. Hann er yfirvegaður, hefur góða boltameðferð, er fljótur og segja má að miðað við strák á hans aldri þá hafi hann allt til að bera til að geta orðið framúrskarandi leikmaður."
Jordan Ibe hefur leikið þrjá leiki með aðalliði Liverpool en var lánaður til Birmingham City þar sem hann lék seinni hluta leiktíðarinnar. Hann þótti standa sig vel og átti þátt í síðasta marki Birmingham á leiktíðinni sem jafnaði 2:2 á móti Bolton og hélt liðinu uppi í næst efstu deild. Mörgum þykir Jordan minna um margt á Raheem Sterling og telja að hann geti orðið álíka góður. Það eins og annað kemur í ljós en Jordan er mjög efnilegur.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni