Breyttist í Ítala!
Gabriel, sem lék fyrst með Banfield í Argentínu, hafði getið sér gott orð sem efnilegur miðvörður og Liverpool fékk hann til liðs við sig árið 2006. Hann afrekaði að skora í sínum fyrsta leik með Liverpool í 4:3 Deildarbikarsigri á Reading. Hann er einn fárra varnarmanna í sögu Liverpool til að skora í sínum fyrsta leik.
Gabriel var greinilega ekki tilbúinn í ensku knattspyrnuna, lék aðeins eina leiktíð með Liverpool og fór heim til Argentínu til liðs við Boca Juniors 2007. Hann lék átta leiki með Liverpool og skoraði einu sinni. Honum vegnaði vel með Boca og sumarið 2010 var hann keyptur til Parma.
Gabriel Paletta hefur leikið mjög vel á Ítalíu og svo vel að hann var valinn í ítalska landsliðið. Þó hann væri fæddur í Argentínu og búinn að spila með yngra landsliði þar í landi var hann löglegur með Ítalíu en langafi hans var frá Ítalíu. Gabriel var svo valinn í HM hóp Ítala og stóð vaktina í vörninni á móti Englandi um daginn. Hann hefur hingað til leikið þrjá landsleiki fyrir hönd Ítala.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni