| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool bíður erfitt verkefni annað kvöld þegar liðið mætir Evrópumeisturum Real Madrid á hinum fornfræga Santiago Bernabéu leikvangi.
Fyrri leikur liðanna fyrir hálfum mánuði fór illa fyrir okkar menn. Eftir sæmilegt jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar sigldu Evrópumeistararnir okkar menn hægt og rólega í kaf og gerðu út um leikinn áður en komið var að leikhléi. Lokatölur urðu 0-3.
Það er fátt sem gefur okkar mönnum tilefni til bjartsýni fyrir leikinn annað kvöld. Liverpool hefur ekki fundið fjölina sína í vetur og eiginlega ekki verið sannfærandi í nokkrum einasta leik. Real Madrid hefur aftur á móti verið í hörkuformi. Liðið er sem stendur á toppi spænsku deildarinnar og hefur unnið 11 leiki í röð. Í þessum 11 leikjum hefur liðið skorað 46 mörk og fengið á sig 7.
Veðmálafyrirtæki eru ekki heldur neitt sérstaklega bjartsýn fyrir hönd okkar manna. Líkurnar á sigri Liverpool eru 1 á móti 13, sem óstaðfestar heimildir herma að séu minnstu líkur sem nokkurn tímann hefur verið boðið upp á þegar Liverpool er annars vegar.
Sagan er reyndar okkar mönnum í vil. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í Evrópukeppni og Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum. Fyrsti sigur Real á okkar mönnum kom í fyrri umferðinni fyrir hálfum mánuði síðan. En eins og við stuðningsmenn Liverpool þekkjum orðið mæta vel af biturri reynslu gefur sagan okkur ekkert í leikjum sem þessum.
Brendan Rodgers hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er þessu tímabili. Eftir frábæra frammistöðu liðsins á síðustu leiktíð hefur hvorki gengið né rekið það sem af er vetri. Liðið sem skoraði yfir 100 mörk á síðustu leiktíð hefur átt í megnustu vandræðum með að finna leiðina í netið og mörkin eru einungis 13 það sem af er. Brendan hefur biðlað til stuðningsmanna liðsins að sýna þolinmæði. Það sé óhjákvæmilegt að það taki tíma fyrir liðið að venjast því að Luis Suarez njóti ekki lengur við og eins taki það tíma fyrir nýja leikmenn að finna taktinn á nýjum stað. Þolinmæði margra stuðningsmanna virðist hinsvegar vera á þrotum. Menn setja spurningamerki við leikkerfi stjórans og leikmannakaup. En munum það að þolinmæði er dyggð. Það má ekki gleymast að Rodgers sýndi það á síðasta tímabili að hann getur látið liðið okkar spila góðan fótbolta. Og gleymum því heldur ekki að Luis Suarez naut hreint ekki við í öllum leikjum á síðustu leiktíð. Fjarvera Daniel Sturridge hefur haft gríðarleg áhrif, því oftar en ekki var það Sturridge sem dró vagninn á síðustu leiktíð þegar Suarez var utan vallar.
Hvað sem því líður þá er frammistaða liðsins það sem af er vetri engan veginn ásættanleg. En við ráðum því hvort við teljum glasið hálffullt eða hálftómt. Hjá mér er það hálffullt og verður það eitthvað áfram. Ég trúi því að Rodgers geti komið liðinu aftur á skrið. Ég get ekki beðið eftir því að Sturridge komist aftur af stað, fyrst þá er hægt að dæma liðið af einhverju viti.
En þótt ég sé bjartsýnn á að betri tíð sé handan við hornið, er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir leikinn annað kvöld. Það væri næstum því kjánalegt að ætlast til þess að Liverpool gerði einhverjar rósir gegn Evrópumeisturunum á þeirra heimavelli. Samt sem áður leyfir maður sér alltaf að vona þegar Liverpool er annars vegar. Ég ætla því að spá 1-1 jafntefli.
YNWA!
Það er fátt sem gefur okkar mönnum tilefni til bjartsýni fyrir leikinn annað kvöld. Liverpool hefur ekki fundið fjölina sína í vetur og eiginlega ekki verið sannfærandi í nokkrum einasta leik. Real Madrid hefur aftur á móti verið í hörkuformi. Liðið er sem stendur á toppi spænsku deildarinnar og hefur unnið 11 leiki í röð. Í þessum 11 leikjum hefur liðið skorað 46 mörk og fengið á sig 7.
Veðmálafyrirtæki eru ekki heldur neitt sérstaklega bjartsýn fyrir hönd okkar manna. Líkurnar á sigri Liverpool eru 1 á móti 13, sem óstaðfestar heimildir herma að séu minnstu líkur sem nokkurn tímann hefur verið boðið upp á þegar Liverpool er annars vegar.
Sagan er reyndar okkar mönnum í vil. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í Evrópukeppni og Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum. Fyrsti sigur Real á okkar mönnum kom í fyrri umferðinni fyrir hálfum mánuði síðan. En eins og við stuðningsmenn Liverpool þekkjum orðið mæta vel af biturri reynslu gefur sagan okkur ekkert í leikjum sem þessum.
Brendan Rodgers hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er þessu tímabili. Eftir frábæra frammistöðu liðsins á síðustu leiktíð hefur hvorki gengið né rekið það sem af er vetri. Liðið sem skoraði yfir 100 mörk á síðustu leiktíð hefur átt í megnustu vandræðum með að finna leiðina í netið og mörkin eru einungis 13 það sem af er. Brendan hefur biðlað til stuðningsmanna liðsins að sýna þolinmæði. Það sé óhjákvæmilegt að það taki tíma fyrir liðið að venjast því að Luis Suarez njóti ekki lengur við og eins taki það tíma fyrir nýja leikmenn að finna taktinn á nýjum stað. Þolinmæði margra stuðningsmanna virðist hinsvegar vera á þrotum. Menn setja spurningamerki við leikkerfi stjórans og leikmannakaup. En munum það að þolinmæði er dyggð. Það má ekki gleymast að Rodgers sýndi það á síðasta tímabili að hann getur látið liðið okkar spila góðan fótbolta. Og gleymum því heldur ekki að Luis Suarez naut hreint ekki við í öllum leikjum á síðustu leiktíð. Fjarvera Daniel Sturridge hefur haft gríðarleg áhrif, því oftar en ekki var það Sturridge sem dró vagninn á síðustu leiktíð þegar Suarez var utan vallar.
Hvað sem því líður þá er frammistaða liðsins það sem af er vetri engan veginn ásættanleg. En við ráðum því hvort við teljum glasið hálffullt eða hálftómt. Hjá mér er það hálffullt og verður það eitthvað áfram. Ég trúi því að Rodgers geti komið liðinu aftur á skrið. Ég get ekki beðið eftir því að Sturridge komist aftur af stað, fyrst þá er hægt að dæma liðið af einhverju viti.
En þótt ég sé bjartsýnn á að betri tíð sé handan við hornið, er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir leikinn annað kvöld. Það væri næstum því kjánalegt að ætlast til þess að Liverpool gerði einhverjar rósir gegn Evrópumeisturunum á þeirra heimavelli. Samt sem áður leyfir maður sér alltaf að vona þegar Liverpool er annars vegar. Ég ætla því að spá 1-1 jafntefli.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan