| Heimir Eyvindarson

Ibe frá í 4 vikur

Jordon Ibe var ekki í hópnum gegn Manchester City í gær vegna meiðsla. Nú hefur komið í ljós að hann verður líklega frá næstu 4 vikurnar.

Jordon Ibe fór af velli í Tyrklandi á fimmtudagskvöldið af því að hann kenndi sér meins í hné. Nú segir Liverpool Echo frá því að Ibe eigi í liðbandavandræðum sem gætu haldið honum utan vallar í u.þ.b. mánuð. 

Ibe mun því væntanlega missa af deildarleikjunum gegn Burnley, Manchester United og Swansea a.m.k. Hann lék í FA bikarnum með Derby fyrr í vetur þannig að hann hefði ekki verið gjaldgengur í leikinn gegn Blackburn um helgina. 

Þess má geta að í frétt Liverpool Echo er sagt frá því að Steven Gerrard verði orðinn leikfær í vikunni. Hugsanlega í tæka tíð fyrir leikinn við Burnley, en örugglega fyrir Blackburn leikinn á sunnudag.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan