| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur á Newcastle!
Liverpool færðist nær fjórum efstu sætunum deildarinnar eftir góðan 2:0 sigur á Newcastle United á Anfield. Liðið er nú fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City.
Brendan Rodgers hélt sig við fjóra menn í vörn eins og hann hafði gert í bikarleiknum í Blackburn. Emre Can kom inn í vörnina eftir leikbannið í staðinn fyrir Mamadou Sakho. Daniel Sturridge var meiddur og Jordan Ibe kom inn eftir meiðsli.
Þar sem þetta var síðasti heimaleikur Liverpool fyrir 15. apríl var einnar mínútu þögn til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust á Hillsborough í Sheffield 15. apríl 1989.
Liverpool fékk óskabyrjun og skoraði úr sinni fyrstu almennilegu sókn á 9. mínútu. Jordan Henderson sendi langa sendingu yfir í vítateiginn frá hægri. Raheem Sterling tók frábærlega við boltanum, lék framhjá tveimur varnarmönnum og smellti boltanum út í hliðarnetið fjær. Frábær afgreiðsla hjá stráknum! Tveimur mínútum seinna fékk Alberto Moreno langa sendingu fram frá Dejan Lovren en Tom Krul varði skot hans. Spánverjinn var reyndar í frekar þröngu færi þegar hann skaut.
Philippe Coutinho fór á kostum í kvöld og á 22. mínútu lék hann á tvo varnarmenn eins og þeir væru ekki til og sendi fyrir markið frá hægri en Raheem rétt missti af boltanum við fjærstöngina. Hver leiftursókn Liveprool rak aðra og vörn Newcastle átti í miklum vandræðum með eldfljóta framherja Liverpool en fleiri mörk létu bíða eftir sér.
Gestirnir fengu styrk við að Liverpool náði ekki að bæta við marki og fóru að færa sig upp á skaftið. Á 28. mínútu áttu þeir að fá víti. Dejan hugðist hreinsa frá en hitti ekki boltann en þess í stað felldi hann Ayoze Perez en dómarinn sem var vel staðsettur dæmdi sem betur fer ekkert. Á lokamínútu hálfleiksins varði Simon Mignolet meistaralega skalla frá Ayoze. Boltinn strefndi upp í hornið en Simon kastaði sér á eftir boltanum og bjargaði í horn.
Það var kraftur í Newcastle í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu ekki að ógna marki Liverpool verulega. Liverpool fékk svo dauðafæri á 57. mínútu til að gera út um leikinn. Jordan Henderson braust fram hægri kantinn og sendi fyrir. Varnarmaður Newcastle náði ekki að hreinsa og boltinn fór til Raheem sem var í algjöru dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt skaut hann framhjá þegar auðveldara hefði verið að skora.
Það mátti svo sem ekkert út af bera en allt fór vel því sigurinn var svo til tryggður á 70. mínútu. Eftir horn frá hægri barst boltinn út fyrir vítateginn þar sem Raheem sendi inn í teiginn. Boltinn fór til Emre Can sem kom boltanum enn lengra áleiðis að markinu. Það endaði á því að boltinn datt niður fyrir framan Joe Allen og hann smellti honum viðstöðulaust í markið fyrir framan Kop. Vel gert hjá Veilsverjanum!
Þegar um fimm mínútur voru eftir var Moussa Sissoko rekinn af velli fyrir groddalega tæklingu á Lucas Leiva. Liverpool fékk aukaspyrnu eftir brotið. Jordan sendi fyrir markið úr aukaspyrnunni og Raheem fékk boltann frír á silfurfati en mokaði honum yfir. Strákurinn hefði átt að leika sér að því að skora þrennu! En sigur Liverpool var í höfn og nú er sjá hvort hægt verður að komast nær fjórum efstu sætinum. En fyrst eru það undanúrslit í F.A. bikarnum á Wembley næsta sunnudag. Þar verður líka að vinna!
Liverpool: Mignolet, Can, Lovren, Johnson, Moreno, Allen , Lucas, Henderson, Ibe (Borini 59 mín.), Coutinho og Sterling (Lambert 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Brannagan og Markovic.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (9. mín.) og Joe Allen (70. mín.).
Gul spjöld: Glen Johnson og Alberto Moreno.
Newcastle United: Krul, R.Taylor, Janmaat, Williamson, Colback, Anita, Abeid (Armstrong 75. mín.), Sissoko, Cabella, Obertan (Gutierrez 67. mín.) og Perez. Ónotaðir varamenn: Elliot, Sterry, Gouffran, Gutierrez, Ameobi, Armstong og Riviere.
Rautt spjald: Moussa Sissoko.
Gult spjald: Moussa Sissoko.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.611.
Maður leiksins: Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn sýndi stórkostlega takta á köflum og það var hrein unun að horfa á hann leika sér með boltann.
Brendan Rodgers: Mér fannst við vera mjög sókndjarfir í leiknum. Við unnum boltann fljótt af þeim og stjórnuðum leiknum þangað til kom að fimm, sex síðustu mínútunum í fyrri hálfleik. Við munum berjast þar til yfir lýkur.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði ellefta mark sitt á leiktíðinni.
- Joe Allen skoraði í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili.
- Nú hafa átján leikmenn skorað fyrir Liverpool á leiktíðinni.
- Þetta er jöfnun á félagsmeti.
- Rickie Lambert lék sinn 650. leik á ferlinum. Af þeim hefur hann spilað 30 fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá myndskeið af minningarathöfninni fyrir leikinn.
Brendan Rodgers hélt sig við fjóra menn í vörn eins og hann hafði gert í bikarleiknum í Blackburn. Emre Can kom inn í vörnina eftir leikbannið í staðinn fyrir Mamadou Sakho. Daniel Sturridge var meiddur og Jordan Ibe kom inn eftir meiðsli.
Þar sem þetta var síðasti heimaleikur Liverpool fyrir 15. apríl var einnar mínútu þögn til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust á Hillsborough í Sheffield 15. apríl 1989.
Liverpool fékk óskabyrjun og skoraði úr sinni fyrstu almennilegu sókn á 9. mínútu. Jordan Henderson sendi langa sendingu yfir í vítateiginn frá hægri. Raheem Sterling tók frábærlega við boltanum, lék framhjá tveimur varnarmönnum og smellti boltanum út í hliðarnetið fjær. Frábær afgreiðsla hjá stráknum! Tveimur mínútum seinna fékk Alberto Moreno langa sendingu fram frá Dejan Lovren en Tom Krul varði skot hans. Spánverjinn var reyndar í frekar þröngu færi þegar hann skaut.
Philippe Coutinho fór á kostum í kvöld og á 22. mínútu lék hann á tvo varnarmenn eins og þeir væru ekki til og sendi fyrir markið frá hægri en Raheem rétt missti af boltanum við fjærstöngina. Hver leiftursókn Liveprool rak aðra og vörn Newcastle átti í miklum vandræðum með eldfljóta framherja Liverpool en fleiri mörk létu bíða eftir sér.
Gestirnir fengu styrk við að Liverpool náði ekki að bæta við marki og fóru að færa sig upp á skaftið. Á 28. mínútu áttu þeir að fá víti. Dejan hugðist hreinsa frá en hitti ekki boltann en þess í stað felldi hann Ayoze Perez en dómarinn sem var vel staðsettur dæmdi sem betur fer ekkert. Á lokamínútu hálfleiksins varði Simon Mignolet meistaralega skalla frá Ayoze. Boltinn strefndi upp í hornið en Simon kastaði sér á eftir boltanum og bjargaði í horn.
Það var kraftur í Newcastle í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu ekki að ógna marki Liverpool verulega. Liverpool fékk svo dauðafæri á 57. mínútu til að gera út um leikinn. Jordan Henderson braust fram hægri kantinn og sendi fyrir. Varnarmaður Newcastle náði ekki að hreinsa og boltinn fór til Raheem sem var í algjöru dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt skaut hann framhjá þegar auðveldara hefði verið að skora.
Það mátti svo sem ekkert út af bera en allt fór vel því sigurinn var svo til tryggður á 70. mínútu. Eftir horn frá hægri barst boltinn út fyrir vítateginn þar sem Raheem sendi inn í teiginn. Boltinn fór til Emre Can sem kom boltanum enn lengra áleiðis að markinu. Það endaði á því að boltinn datt niður fyrir framan Joe Allen og hann smellti honum viðstöðulaust í markið fyrir framan Kop. Vel gert hjá Veilsverjanum!
Þegar um fimm mínútur voru eftir var Moussa Sissoko rekinn af velli fyrir groddalega tæklingu á Lucas Leiva. Liverpool fékk aukaspyrnu eftir brotið. Jordan sendi fyrir markið úr aukaspyrnunni og Raheem fékk boltann frír á silfurfati en mokaði honum yfir. Strákurinn hefði átt að leika sér að því að skora þrennu! En sigur Liverpool var í höfn og nú er sjá hvort hægt verður að komast nær fjórum efstu sætinum. En fyrst eru það undanúrslit í F.A. bikarnum á Wembley næsta sunnudag. Þar verður líka að vinna!
Liverpool: Mignolet, Can, Lovren, Johnson, Moreno, Allen , Lucas, Henderson, Ibe (Borini 59 mín.), Coutinho og Sterling (Lambert 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Brannagan og Markovic.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (9. mín.) og Joe Allen (70. mín.).
Gul spjöld: Glen Johnson og Alberto Moreno.
Newcastle United: Krul, R.Taylor, Janmaat, Williamson, Colback, Anita, Abeid (Armstrong 75. mín.), Sissoko, Cabella, Obertan (Gutierrez 67. mín.) og Perez. Ónotaðir varamenn: Elliot, Sterry, Gouffran, Gutierrez, Ameobi, Armstong og Riviere.
Rautt spjald: Moussa Sissoko.
Gult spjald: Moussa Sissoko.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.611.
Maður leiksins: Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn sýndi stórkostlega takta á köflum og það var hrein unun að horfa á hann leika sér með boltann.
Brendan Rodgers: Mér fannst við vera mjög sókndjarfir í leiknum. Við unnum boltann fljótt af þeim og stjórnuðum leiknum þangað til kom að fimm, sex síðustu mínútunum í fyrri hálfleik. Við munum berjast þar til yfir lýkur.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði ellefta mark sitt á leiktíðinni.
- Joe Allen skoraði í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili.
- Nú hafa átján leikmenn skorað fyrir Liverpool á leiktíðinni.
- Þetta er jöfnun á félagsmeti.
- Rickie Lambert lék sinn 650. leik á ferlinum. Af þeim hefur hann spilað 30 fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá myndskeið af minningarathöfninni fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan