| Sf. Gutt
Emre Can stóð sig þokkalega á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool. Flestir eru þó á því að hann hafi ekki verið að spila í sinni bestu stöðu en Brendan Rodgers notaði hann oft í vörninni. Hann vonast til að fá að spila á miðjunni á komandi keppnistímabili en þar á hann að vera bestur. Emre telur að Brendan Rodgers hugsi sér að færa hann fram á miðjuna.
,,Hann sér mig sem miðjumann og ég vona að ég fái að spila þar á næstu leiktíð. Hann spjallar auðvitað við mig á hverjum degi og leiðbeinir mér með hvað ég get gert betur. Ráð hans eru hjálpleg. Hann vill að liðið spili góða knattspyrnu og það vil ég líka. Sú er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool."
Emre segir að það hafi verið erfitt að koma til Englands úr þýsku knattspyrnunni. Hann hafi til dæmis talað litla ensku þegar hann kom til Englands frá Bayer Leverkusen fyrir ári.
,,Þetta var stórt skref fyrir mig því þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá Þýskalandi. Þetta var ekkert auðvelt því ég talaði ekki tungumálið nógu vel en nú hef ég aðeins bætt mig. Allir leikir í Úrvalsdeildinni eru erfiðir og liðið sem er á botninum getur alveg unnið efsta liðið. Deildin er miklu sterkari og það er meiri hraði. Mér finnst það reyndar gott því mér leiðist þegar dómarar dæma á allt. Ég stefni á sigur í hverjum leik og legg mig allan fram. Stuðningsmennirnir sjá þetta og það er mér mikill heiður að þeim skuli þykja vænt um mig. Mér þykir líka vænt um þá og þeir eru frábærir."
Nú er að vona að Emre Can fái að spila sína réttu stöðu á komandi leiktíð því það þýðir lítið að kaupa menn sem eru góðir í ákveðnum stöðum og láta þá svo spila annars staðar á vellinum!
TIL BAKA
Emre vill á miðjuna!
Emre Can stóð sig þokkalega á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool. Flestir eru þó á því að hann hafi ekki verið að spila í sinni bestu stöðu en Brendan Rodgers notaði hann oft í vörninni. Hann vonast til að fá að spila á miðjunni á komandi keppnistímabili en þar á hann að vera bestur. Emre telur að Brendan Rodgers hugsi sér að færa hann fram á miðjuna.
,,Hann sér mig sem miðjumann og ég vona að ég fái að spila þar á næstu leiktíð. Hann spjallar auðvitað við mig á hverjum degi og leiðbeinir mér með hvað ég get gert betur. Ráð hans eru hjálpleg. Hann vill að liðið spili góða knattspyrnu og það vil ég líka. Sú er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool."
Emre segir að það hafi verið erfitt að koma til Englands úr þýsku knattspyrnunni. Hann hafi til dæmis talað litla ensku þegar hann kom til Englands frá Bayer Leverkusen fyrir ári.
,,Þetta var stórt skref fyrir mig því þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá Þýskalandi. Þetta var ekkert auðvelt því ég talaði ekki tungumálið nógu vel en nú hef ég aðeins bætt mig. Allir leikir í Úrvalsdeildinni eru erfiðir og liðið sem er á botninum getur alveg unnið efsta liðið. Deildin er miklu sterkari og það er meiri hraði. Mér finnst það reyndar gott því mér leiðist þegar dómarar dæma á allt. Ég stefni á sigur í hverjum leik og legg mig allan fram. Stuðningsmennirnir sjá þetta og það er mér mikill heiður að þeim skuli þykja vænt um mig. Mér þykir líka vænt um þá og þeir eru frábærir."
Nú er að vona að Emre Can fái að spila sína réttu stöðu á komandi leiktíð því það þýðir lítið að kaupa menn sem eru góðir í ákveðnum stöðum og láta þá svo spila annars staðar á vellinum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan