| Sf. Gutt
Danny Ings hefur verið valinn í enska aðallandsliðið í fyrsta sinn. Þetta er góð viðurkenning fyrir Danny sem hefur verið einna skástur leikmanna Liverpool það sem af er leiktíðar.
Danny hefur áður leikið með yngri landsliðum Englands og hann lék með enska 21. árs liðinu í sumar í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þeir Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner voru líka valdir í landsliðshópinn.
Lokaumferðir í forkeppni EM fara nú í hönd. Enska landsliðið, undir stjórn Roy Hodgson, er komið áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Enska liðið á leiki eftir gegn Eystrasaltslöndunum Eistlandi og Litháen.
Joe Gomez og Jordan Ibe voru valdir í enska undir 21. árs liðið.
TIL BAKA
Danny Ings valinn í landsliðið

Danny hefur áður leikið með yngri landsliðum Englands og hann lék með enska 21. árs liðinu í sumar í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þeir Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner voru líka valdir í landsliðshópinn.
Lokaumferðir í forkeppni EM fara nú í hönd. Enska landsliðið, undir stjórn Roy Hodgson, er komið áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Enska liðið á leiki eftir gegn Eystrasaltslöndunum Eistlandi og Litháen.
Joe Gomez og Jordan Ibe voru valdir í enska undir 21. árs liðið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan