| Sf. Gutt
Danny Ings hefur verið valinn í enska aðallandsliðið í fyrsta sinn. Þetta er góð viðurkenning fyrir Danny sem hefur verið einna skástur leikmanna Liverpool það sem af er leiktíðar.
Danny hefur áður leikið með yngri landsliðum Englands og hann lék með enska 21. árs liðinu í sumar í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þeir Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner voru líka valdir í landsliðshópinn.
Lokaumferðir í forkeppni EM fara nú í hönd. Enska landsliðið, undir stjórn Roy Hodgson, er komið áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Enska liðið á leiki eftir gegn Eystrasaltslöndunum Eistlandi og Litháen.
Joe Gomez og Jordan Ibe voru valdir í enska undir 21. árs liðið.
TIL BAKA
Danny Ings valinn í landsliðið

Danny hefur áður leikið með yngri landsliðum Englands og hann lék með enska 21. árs liðinu í sumar í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þeir Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner voru líka valdir í landsliðshópinn.
Lokaumferðir í forkeppni EM fara nú í hönd. Enska landsliðið, undir stjórn Roy Hodgson, er komið áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Enska liðið á leiki eftir gegn Eystrasaltslöndunum Eistlandi og Litháen.
Joe Gomez og Jordan Ibe voru valdir í enska undir 21. árs liðið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga!
Fréttageymslan