| Heimir Eyvindarson
Danny Ings verður að öllum líkindum frá út leiktíðina eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu í gær.
Það á ekki af okkar mönnum að ganga. Í gær bárust fréttir af því að Joe Gomez hefði slitið krossbönd í hné og yrði ekki meira með á leiktíðinni og nú bætist Danny Ings í hópinn.
Ings tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu undir stjórn Jurgen Klopp, en Ings var á ferðalagi með enska landsliðinu um helgina. Hann varð fyrir lítilsháttar hnjaski á æfingunni, að því er virtist, en skoðun í morgun leiddi hið skelfilega í ljós. Samkvæmt fréttum Liverpool Echo er reiknað með að hann verði frá í 6-9 mánuði.
Þetta er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Ings og ekki síður Liverpool liðið því hann hefur verið einn sprækasti maður liðsins það sem af er leiktíðar.
TIL BAKA
Danny Ings meiddur!

Það á ekki af okkar mönnum að ganga. Í gær bárust fréttir af því að Joe Gomez hefði slitið krossbönd í hné og yrði ekki meira með á leiktíðinni og nú bætist Danny Ings í hópinn.
Ings tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu undir stjórn Jurgen Klopp, en Ings var á ferðalagi með enska landsliðinu um helgina. Hann varð fyrir lítilsháttar hnjaski á æfingunni, að því er virtist, en skoðun í morgun leiddi hið skelfilega í ljós. Samkvæmt fréttum Liverpool Echo er reiknað með að hann verði frá í 6-9 mánuði.
Þetta er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Ings og ekki síður Liverpool liðið því hann hefur verið einn sprækasti maður liðsins það sem af er leiktíðar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan