| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Southampton á útivelli í 8-liða úrslitum deildabikarsins annað kvöld. Klopp segist taka keppnina alvarlega og gefur í skyn að hann muni stilla upp sterku liði.
Á blaðamannafundi í hádeginu var Klopp spurður út í möguleika Liverpool á sigri í deildabikarnum, sérstaklega með tilliti til þess að nokkur stórlið væru nú þegar dottin úr keppninni. Þjóðverjinn svaraði því til að það hefði enga þýðingu að vera að spá í Arsenal, Manchester United og Manchester City. Það eina sem skipti máli núna væri Southampton. Svo einfalt er það nú.
,,Til að vinna bikarkeppnir þarf maður að vinna allar umferðir. Þetta eru 8-liða úrslit, það er langt í úrslitin. Það vitlausasta sem við gætum gert væri að fara að velta næstu umferð fyrir okkur."
Þegar Klopp var spurður út í liðsvalið var heldur fátt um svör. Hann sagðist reikna með að Henderson og Sturridge yrðu í hópnum, en þeir myndu væntanlega hvorugur byrja leikinn því það væri jú alltaf hætta á því að það þyrfti að spila 120 mínútur. Þeir væru ekki tilbúnir í slík átök. Þá sagði Klopp að Coutinho væri óðum að komast í gang, en það yrði bara að koma í ljós hvort hann yrði með á morgun.
Klopp sá einnig ástæðu til að kveða niður orðróm um að Liverpool væri að leita að nýjum markverði og fór fögrum orðum um Simon Mignolet:
,,Ég hef unnið með mörgum góðum markvörðum í gegnum tíðina og Mignolet er í hópi þeirra bestu. Hann er enn ungur og getur enn bætt sig, en ég er mjög ánægður með hann."
Klopp bætti því við að Liverpool væri í góðum málum hvað varðaði markverði, því liðið ætti góðan varamarkvörð í Adam Bogdán. Klopp gat ekki staðfest að Bogdán myndi byrja leikinn annað kvöld, en Ungverjinn hefur staðið í markinu í keppninni til þessa.
,,Við tökum ákvörðun á eftir, ég á eftir að tala við John Achterberg (markmannsþjálfara). Kannski verður það Bogdan, kannski Mignolet." Svo mörg voru þau orð.
Klopp talaði um að hann myndi stilla upp sterkasta liði sem völ væri á miðað við aðstæður, en þeim ummælum fylgdi langloka skýringa um aðstæður, leikjaálag o.s.frv. þannig að það er kannski afstætt hvað getur talist sterkasta liðið hverju sinni. Það verður þó ekki annað séð en að Klopp taki þessi keppni nokkuð alvarlega. Að minnsta kosti virðast engar líkur á því að hann stilli upp eintómum kjúklingum annað kvöld.
Það eru skiptar skoðanir um það meðal stuðningsmanna hversu mikla áherslu á að leggja á deildabikarinn. Flestir líta þannig á að þessi keppni skipti minnstu máli af þeim keppnum sem liðið er að berjast í, en Klopp bendir auðvitað á hið augljósa að það er alltaf gaman að vinna titla.
Það er vitanlega rétt hjá Klopp - og gerist ekki á hverjum degi núorðið hjá Liverpool. Það var vissulega gaman að vinna deildabikarinn 2012, en það gerði félaginu svosem ekkert sérstakt gagn. Allavega ekki stjóranum, en King Kenny var látinn taka pokann sinn vorið eftir Wembley.
Ronald Koeman stjóri Southampton tekur deildabikarinn ekki síður alvarlega en Klopp og leggur jafnvel meiri áherslu á árangur í þeirri keppni en okkar maður, enda er þetta kannski eina keppnin sem Southampton á raunhæfa möguleika á að vinna. Ef út í það er farið. Koeman hefur talað vel um keppnina og sagt að hann langi á Wembley og honum er líka örugglega mikið í mun að ná góðum úrslitum annað kvöld eftir tvo tapleiki í röð, gegn Stoke og Manchester City.
Fyrir tapleikina tvo var Southampton taplaust í 8 leikjum í röð, hafði unnið sex og gert tvö jafntefli, þannig að formið á liðinu hefur verið nokkuð gott að undanförnu og mjög mikilvægt fyrir sjálfstraust Suðurstrandarmanna að stöðva taphrinuna áður en hún fer að verða vandræðaleg. Það verður því að teljast líklegt að Koeman stilli upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Hann er líka í nokkuð góðum málum hvað varðar meiðsli, en Jay Rodriguez, Fraser Forster og Florin Gardos eru þeir einu sem verða örugglega ekki tiltækir vegna meiðsla og síðan er ástandið á Jose Fonte ekki alveg ljóst, en hann varð að fara út af í leiknum gegn City um helgina.
Meiðslalistinn hjá okkar mönnum er heldur tilkomumeiri, þótt hann hafi lagast stórlega um helgina þegar bæði Henderson og Sturridge komust formlega á ferðina. Þeir eru reyndar ekki komnir í fullt leikform, þannig að hvorugur mun byrja eins og fram hefur komið. Jordan Rossiter er líka orðinn leikfær, en Danny Ings, Joe Gomez, Mamadou Sakho og Jon Flannagan eru enn meiddir. Coutinho er tæpur og svo virðist enginn vita hvernig ástandið á Jose Enrique er. Þetta væri auðvitað frábært tækifæri til að nota hann og hvíla Moreno aðeins, en það er ekkert voðalega líklegt. Í ljósi sögunnar.
Bakverðirnir okkar þurfa báðir á hvíld að halda og það væri engin óskastaða að fara í 120 mínútur á morgun með þá báða. Hugsanlega mun Connor Randall fá tækifæri í hægri bakverðinum. Hann spilaði allan leikinn gegn Bournemouth í síðustu umferð deildabikarsins. Þá setti Klopp Clyne í vinstri bakvörðinn og hvíldi Moreno. Best væri auðvitað ef Enrique væri nothæfur, þá væri hægt að hvíla báða bakverðina. En svona er þetta.
Mér finnst líklegt að Lucas spili leikinn á morgun, hann fékk hvíld um helgina vegna leikbanns og ætti að vera ferskur. Eins finnst mér trúlegt að Allen verði í byrjunarliðinu, en þá er miðjan reyndar orðin frekar óspennandi. Tala nú ekki um ef James Milner verður þriðji maðurinn á miðjunni.
Ég býst fastlega við að Can verði hvíldur, en það var mjög farið að draga af honum á lokaandartökunum gegn Swansea. Eins finnst mér líklegt að Lallana og Skrtel verði hvíldir og svo á ástandið á Coutinho eftir að koma í ljós. Ég myndi vilja sjá Texeira byrja leikinn, það er spennandi leikmaður, og eins væri ég alveg til í að fara að sjá Sinclair í framlínunni.
Leikurinn á morgun verður 101. viðureign Liverpool og Southampton í gegnum tíðina. Bikartölfræði Liverpool á St. Mary´s (áður The Dell) er fullkomlega ömurleg. Liðin hafa mæst sex sinnum í báðum bikarkeppnum þarna suðurfrá og Liverpool hefur aldrei náð sigri. Síðast þegar liðin mættust í deildabikar á heimavelli Southampton var 1999, en þá sigruðu ,,dýrlingarnir" 2-1 í 3. umferð keppninnar.
Liverpool hefur aftur á móti gengið ágætlega í undanförnum Úrvalsdeildarleikjum á St. Mary´s. Á síðasta tímabili vann Liverpool 2-0 og á tímabilinu þar áður urðu lokatölur 3-0 okkar mönnum í vil.
Jürgen Klopp og hans mönnum er vandi á höndum á morgun. Það verður vandasamt verk að finna réttu blönduna í þetta verkefni. Það er mikið leikjaálag á liðinu þessa dagana og þétt jólaprógrammið skammt undan. Hópurinn hjá okkar mönnum er ekki sá þéttasti og þegar meiðslavandræði bætast við þá er ansi þunnskipað í sumum stöðum. Ekki minnkar álagið ef liðið kemst í undanúrslit deildabikarsins því þá er leikið heima og heiman af ástæðum sem ég hef aldrei skilið almennilega.
Ég er hinsvegar handviss um það að Klopp lítur ekki léttvægum augum á þessa keppni og ég sé heldur enga ástæðu til þess að stilla upp algjöru varaliði á morgun. Liðið er í jákvæðu mótunarferli og leikmenn virðast allir sem einn tilbúnir til þess að leggja mikið á sig fyrir nýja stjórann. Ég á von á því að Klopp stilli upp hæfilegri blöndu af byrjunarliðsmönnum, bekkjarsetuliðum og kjúklingum. Bogdán, Toure, Randall, Lucas, Allen og Texeira finnst mér allir líklegir til að byrja leikinn og það læðist að mér sá grunur að Benteke verði líka látinn hefja leik. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki endanlega í ljós fyrr en klukkutíma fyrir leik á morgun, en það er nú samt gaman að velta liðsvalinu fyrir sér.
Ég er svartsýnn fyrir leikinn á morgun, ef ég á að segja alveg eins og er, en það er kannski ágætt því ég hef orð á mér fyrir að vera með eindæmum slakur spámaður. Að vísu tókst mér að spá algjörlega rétt fyrir um úrslit síðasta leiks, en það er eitthvað sem ég held að mér hafi aldrei áður tekist þannig að það er ekki mark á því takandi.
Ég hef bullandi áhyggjur af því að við förum í 120 mínútur á morgun, en ég ætla að leyfa mér að spá því að við merjum sigur á loka andartökum framlengingar. Eigum við ekki bara að segja að Sturridge setji hann.
YNWA!
Á blaðamannafundi í hádeginu var Klopp spurður út í möguleika Liverpool á sigri í deildabikarnum, sérstaklega með tilliti til þess að nokkur stórlið væru nú þegar dottin úr keppninni. Þjóðverjinn svaraði því til að það hefði enga þýðingu að vera að spá í Arsenal, Manchester United og Manchester City. Það eina sem skipti máli núna væri Southampton. Svo einfalt er það nú.
,,Til að vinna bikarkeppnir þarf maður að vinna allar umferðir. Þetta eru 8-liða úrslit, það er langt í úrslitin. Það vitlausasta sem við gætum gert væri að fara að velta næstu umferð fyrir okkur."
Þegar Klopp var spurður út í liðsvalið var heldur fátt um svör. Hann sagðist reikna með að Henderson og Sturridge yrðu í hópnum, en þeir myndu væntanlega hvorugur byrja leikinn því það væri jú alltaf hætta á því að það þyrfti að spila 120 mínútur. Þeir væru ekki tilbúnir í slík átök. Þá sagði Klopp að Coutinho væri óðum að komast í gang, en það yrði bara að koma í ljós hvort hann yrði með á morgun.
Klopp sá einnig ástæðu til að kveða niður orðróm um að Liverpool væri að leita að nýjum markverði og fór fögrum orðum um Simon Mignolet:
,,Ég hef unnið með mörgum góðum markvörðum í gegnum tíðina og Mignolet er í hópi þeirra bestu. Hann er enn ungur og getur enn bætt sig, en ég er mjög ánægður með hann."
Klopp bætti því við að Liverpool væri í góðum málum hvað varðaði markverði, því liðið ætti góðan varamarkvörð í Adam Bogdán. Klopp gat ekki staðfest að Bogdán myndi byrja leikinn annað kvöld, en Ungverjinn hefur staðið í markinu í keppninni til þessa.
,,Við tökum ákvörðun á eftir, ég á eftir að tala við John Achterberg (markmannsþjálfara). Kannski verður það Bogdan, kannski Mignolet." Svo mörg voru þau orð.
Klopp talaði um að hann myndi stilla upp sterkasta liði sem völ væri á miðað við aðstæður, en þeim ummælum fylgdi langloka skýringa um aðstæður, leikjaálag o.s.frv. þannig að það er kannski afstætt hvað getur talist sterkasta liðið hverju sinni. Það verður þó ekki annað séð en að Klopp taki þessi keppni nokkuð alvarlega. Að minnsta kosti virðast engar líkur á því að hann stilli upp eintómum kjúklingum annað kvöld.
Það eru skiptar skoðanir um það meðal stuðningsmanna hversu mikla áherslu á að leggja á deildabikarinn. Flestir líta þannig á að þessi keppni skipti minnstu máli af þeim keppnum sem liðið er að berjast í, en Klopp bendir auðvitað á hið augljósa að það er alltaf gaman að vinna titla.
Það er vitanlega rétt hjá Klopp - og gerist ekki á hverjum degi núorðið hjá Liverpool. Það var vissulega gaman að vinna deildabikarinn 2012, en það gerði félaginu svosem ekkert sérstakt gagn. Allavega ekki stjóranum, en King Kenny var látinn taka pokann sinn vorið eftir Wembley.
Ronald Koeman stjóri Southampton tekur deildabikarinn ekki síður alvarlega en Klopp og leggur jafnvel meiri áherslu á árangur í þeirri keppni en okkar maður, enda er þetta kannski eina keppnin sem Southampton á raunhæfa möguleika á að vinna. Ef út í það er farið. Koeman hefur talað vel um keppnina og sagt að hann langi á Wembley og honum er líka örugglega mikið í mun að ná góðum úrslitum annað kvöld eftir tvo tapleiki í röð, gegn Stoke og Manchester City.
Fyrir tapleikina tvo var Southampton taplaust í 8 leikjum í röð, hafði unnið sex og gert tvö jafntefli, þannig að formið á liðinu hefur verið nokkuð gott að undanförnu og mjög mikilvægt fyrir sjálfstraust Suðurstrandarmanna að stöðva taphrinuna áður en hún fer að verða vandræðaleg. Það verður því að teljast líklegt að Koeman stilli upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Hann er líka í nokkuð góðum málum hvað varðar meiðsli, en Jay Rodriguez, Fraser Forster og Florin Gardos eru þeir einu sem verða örugglega ekki tiltækir vegna meiðsla og síðan er ástandið á Jose Fonte ekki alveg ljóst, en hann varð að fara út af í leiknum gegn City um helgina.
Meiðslalistinn hjá okkar mönnum er heldur tilkomumeiri, þótt hann hafi lagast stórlega um helgina þegar bæði Henderson og Sturridge komust formlega á ferðina. Þeir eru reyndar ekki komnir í fullt leikform, þannig að hvorugur mun byrja eins og fram hefur komið. Jordan Rossiter er líka orðinn leikfær, en Danny Ings, Joe Gomez, Mamadou Sakho og Jon Flannagan eru enn meiddir. Coutinho er tæpur og svo virðist enginn vita hvernig ástandið á Jose Enrique er. Þetta væri auðvitað frábært tækifæri til að nota hann og hvíla Moreno aðeins, en það er ekkert voðalega líklegt. Í ljósi sögunnar.
Bakverðirnir okkar þurfa báðir á hvíld að halda og það væri engin óskastaða að fara í 120 mínútur á morgun með þá báða. Hugsanlega mun Connor Randall fá tækifæri í hægri bakverðinum. Hann spilaði allan leikinn gegn Bournemouth í síðustu umferð deildabikarsins. Þá setti Klopp Clyne í vinstri bakvörðinn og hvíldi Moreno. Best væri auðvitað ef Enrique væri nothæfur, þá væri hægt að hvíla báða bakverðina. En svona er þetta.
Mér finnst líklegt að Lucas spili leikinn á morgun, hann fékk hvíld um helgina vegna leikbanns og ætti að vera ferskur. Eins finnst mér trúlegt að Allen verði í byrjunarliðinu, en þá er miðjan reyndar orðin frekar óspennandi. Tala nú ekki um ef James Milner verður þriðji maðurinn á miðjunni.
Ég býst fastlega við að Can verði hvíldur, en það var mjög farið að draga af honum á lokaandartökunum gegn Swansea. Eins finnst mér líklegt að Lallana og Skrtel verði hvíldir og svo á ástandið á Coutinho eftir að koma í ljós. Ég myndi vilja sjá Texeira byrja leikinn, það er spennandi leikmaður, og eins væri ég alveg til í að fara að sjá Sinclair í framlínunni.
Leikurinn á morgun verður 101. viðureign Liverpool og Southampton í gegnum tíðina. Bikartölfræði Liverpool á St. Mary´s (áður The Dell) er fullkomlega ömurleg. Liðin hafa mæst sex sinnum í báðum bikarkeppnum þarna suðurfrá og Liverpool hefur aldrei náð sigri. Síðast þegar liðin mættust í deildabikar á heimavelli Southampton var 1999, en þá sigruðu ,,dýrlingarnir" 2-1 í 3. umferð keppninnar.
Liverpool hefur aftur á móti gengið ágætlega í undanförnum Úrvalsdeildarleikjum á St. Mary´s. Á síðasta tímabili vann Liverpool 2-0 og á tímabilinu þar áður urðu lokatölur 3-0 okkar mönnum í vil.
Jürgen Klopp og hans mönnum er vandi á höndum á morgun. Það verður vandasamt verk að finna réttu blönduna í þetta verkefni. Það er mikið leikjaálag á liðinu þessa dagana og þétt jólaprógrammið skammt undan. Hópurinn hjá okkar mönnum er ekki sá þéttasti og þegar meiðslavandræði bætast við þá er ansi þunnskipað í sumum stöðum. Ekki minnkar álagið ef liðið kemst í undanúrslit deildabikarsins því þá er leikið heima og heiman af ástæðum sem ég hef aldrei skilið almennilega.
Ég er hinsvegar handviss um það að Klopp lítur ekki léttvægum augum á þessa keppni og ég sé heldur enga ástæðu til þess að stilla upp algjöru varaliði á morgun. Liðið er í jákvæðu mótunarferli og leikmenn virðast allir sem einn tilbúnir til þess að leggja mikið á sig fyrir nýja stjórann. Ég á von á því að Klopp stilli upp hæfilegri blöndu af byrjunarliðsmönnum, bekkjarsetuliðum og kjúklingum. Bogdán, Toure, Randall, Lucas, Allen og Texeira finnst mér allir líklegir til að byrja leikinn og það læðist að mér sá grunur að Benteke verði líka látinn hefja leik. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki endanlega í ljós fyrr en klukkutíma fyrir leik á morgun, en það er nú samt gaman að velta liðsvalinu fyrir sér.
Ég er svartsýnn fyrir leikinn á morgun, ef ég á að segja alveg eins og er, en það er kannski ágætt því ég hef orð á mér fyrir að vera með eindæmum slakur spámaður. Að vísu tókst mér að spá algjörlega rétt fyrir um úrslit síðasta leiks, en það er eitthvað sem ég held að mér hafi aldrei áður tekist þannig að það er ekki mark á því takandi.
Ég hef bullandi áhyggjur af því að við förum í 120 mínútur á morgun, en ég ætla að leyfa mér að spá því að við merjum sigur á loka andartökum framlengingar. Eigum við ekki bara að segja að Sturridge setji hann.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan