| Sf. Gutt
Joe Allen tryggði Liverpool farmiða í Deildarbikarúrslitaleikinn á Wembley þegar hann skoraði úr sjöundu vítaspyrnu Liverpool. Joe segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg!
,,Þetta hefur svo mikla þýðingu. Tilfinningin er ótrúleg. Við fórum erfiða leið en fyrir vikið var þetta meira spennandi. Stemmningin eftir að vítaspyrnan hafnaði í markinu var ótrúleg og nú geta menn ekki beðið eftir að fara til Wembley."
En hvernig skyldi vera að taka vítaspyrnu þegar svona mikið er í húfi?
,,Ég væri að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að ég hefði verið svolítið taugaóstyrkur en ég valdi mér stað til að skjóta á og sem betur fer hitti ég í markið. Allt brjálaðist á Anfield, knattspyrnan snýst um svona augnablik og þetta var mögnuð tilfinning. Svona virðumst við gera allt núna um þessar mundir. Líklega er þetta ekki heppilegt út af öllu stressinu sem fylgir en þetta er sannarlega spennandi."
Joe Allen hefur stundum verið gagnrýndur fyrir slælega framgöngu með Liverpool en hann er kominn í sögubækurnar fyrir að koma Liverpool í úrslitaleik á Wembley. Það verður aldrei af honum tekið!
TIL BAKA
Ótrúleg tilfinning!

Joe Allen tryggði Liverpool farmiða í Deildarbikarúrslitaleikinn á Wembley þegar hann skoraði úr sjöundu vítaspyrnu Liverpool. Joe segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg!
,,Þetta hefur svo mikla þýðingu. Tilfinningin er ótrúleg. Við fórum erfiða leið en fyrir vikið var þetta meira spennandi. Stemmningin eftir að vítaspyrnan hafnaði í markinu var ótrúleg og nú geta menn ekki beðið eftir að fara til Wembley."
En hvernig skyldi vera að taka vítaspyrnu þegar svona mikið er í húfi?
,,Ég væri að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að ég hefði verið svolítið taugaóstyrkur en ég valdi mér stað til að skjóta á og sem betur fer hitti ég í markið. Allt brjálaðist á Anfield, knattspyrnan snýst um svona augnablik og þetta var mögnuð tilfinning. Svona virðumst við gera allt núna um þessar mundir. Líklega er þetta ekki heppilegt út af öllu stressinu sem fylgir en þetta er sannarlega spennandi."

Joe Allen hefur stundum verið gagnrýndur fyrir slælega framgöngu með Liverpool en hann er kominn í sögubækurnar fyrir að koma Liverpool í úrslitaleik á Wembley. Það verður aldrei af honum tekið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan