| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Michael Owen bætist í hóp sendiherra félagsins
Í dag var tilkynnt að Michael Owen hefði verið útnefndur sérstakur sendiherra félagsins, en nokkrar fyrrum Liverpool hetjur gegna slíku hlutverki. Má þar til að mynda nefna markahrókana Ian Rush og Robbie Fowler.
Tilnefning Owen kemur svolítið á óvart þar sem hann er kannski ekki beint í hópi dáðustu fyrrum leikmanna félagsins í hugum stuðningsmanna félagsins, sérstaklega eftir að hann ákvað að ganga til liðs við erkifjendur okkar í Manchester á lokametrum keppnisferilsins árið 2009.
Owen var vissulega elskaður og dáður framan af ferlinum, enda var hann alinn upp hjá félaginu og þótti eitt allra mesta efni sem hafði komið fram í Englandi þegar hann var að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Owen er eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið hin eftirsóttu Ballon d´Or verðlaun, en þau fékk hann árið 2001.
Owen skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Liverpool áður en hann var seldur til Real Madrid sumarið 2004. Hann segist himinlifandi með að fá að vera hluti af Liverpool fjölskyldunni aftur, það sé stærsta og besta „fótboltafjölskylda" í veröldinni.
Tilnefning Owen kemur svolítið á óvart þar sem hann er kannski ekki beint í hópi dáðustu fyrrum leikmanna félagsins í hugum stuðningsmanna félagsins, sérstaklega eftir að hann ákvað að ganga til liðs við erkifjendur okkar í Manchester á lokametrum keppnisferilsins árið 2009.
Owen var vissulega elskaður og dáður framan af ferlinum, enda var hann alinn upp hjá félaginu og þótti eitt allra mesta efni sem hafði komið fram í Englandi þegar hann var að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Owen er eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið hin eftirsóttu Ballon d´Or verðlaun, en þau fékk hann árið 2001.
Owen skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Liverpool áður en hann var seldur til Real Madrid sumarið 2004. Hann segist himinlifandi með að fá að vera hluti af Liverpool fjölskyldunni aftur, það sé stærsta og besta „fótboltafjölskylda" í veröldinni.
Liverpool klúbburinn á íslandi býður Michael Owen hjartanlega velkominn í hópinn á ný.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan