| Grétar Magnússon
Fyrr í dag ákvað sérstökt nefnd í Englandi hvað Liverpool þarf að borga fyrir Danny Ings sem var samningslaus frá Burnley síðasta sumar. Þar sem Ings var ekki orðinn 24 ára gamall þegar hann skipti um félag átti Burnley rétt á uppeldisbótum fyrir hann.
Verðið er alls 6.5 milljónir punda og 1.5 milljónir punda aukalega eru bundnar einhverskonar frammistöðubónusum hjá Ings. Þetta þýðir að verðið gæti farið uppí 8 milljónir punda en auk þess eiga Burnley rétt á 20% af þeim gróða sem skapast ef Ings verður seldur frá Liverpool í framtíðinni.
Þar sem Liverpool og Burnley gátu ekki komið sér saman um hvað ætti að borga fyrir Ings fór málið fyrir þessa ágætu nefnd í Englandi. Verðmat Liverpool var nærri 6 milljónum punda en verðmat Burnley í kringum 12 milljónir og voru rök þeirra meðal annars þau að Tottenham hafi einnig haft áhuga á Ings síðasta sumar sem hafi hækkað verðmiðann.
Er þetta hærri upphæð en Chelsea þurfti að greiða Manchester City árið 2010 fyrir Daniel Sturridge þegar hann gekk til liðs við Lundúnaliðið. Þá ákvað nefndin að Chelsea skyldi greiða 3.5 milljónir punda auk þriggja milljóna punda frammistöðutengda greiðslu.
Annars er það að frétta af Ings að hann er ekki langt frá því að snúa aftur til æfinga að fullu með liðinu eftir að hafa slitið krossbönd fyrir sex mánuðum síðan. Ferill Ings hjá félaginu byrjaði vel en hann skoraði þrjú mörk í fimmm leikjum sem hann var byrjunarliðsmaður í og spilaði sinn fyrsta leik með enska landsliðinu í október.
TIL BAKA
Upphæð fyrir Danny Ings ákveðin

Verðið er alls 6.5 milljónir punda og 1.5 milljónir punda aukalega eru bundnar einhverskonar frammistöðubónusum hjá Ings. Þetta þýðir að verðið gæti farið uppí 8 milljónir punda en auk þess eiga Burnley rétt á 20% af þeim gróða sem skapast ef Ings verður seldur frá Liverpool í framtíðinni.
Þar sem Liverpool og Burnley gátu ekki komið sér saman um hvað ætti að borga fyrir Ings fór málið fyrir þessa ágætu nefnd í Englandi. Verðmat Liverpool var nærri 6 milljónum punda en verðmat Burnley í kringum 12 milljónir og voru rök þeirra meðal annars þau að Tottenham hafi einnig haft áhuga á Ings síðasta sumar sem hafi hækkað verðmiðann.
Er þetta hærri upphæð en Chelsea þurfti að greiða Manchester City árið 2010 fyrir Daniel Sturridge þegar hann gekk til liðs við Lundúnaliðið. Þá ákvað nefndin að Chelsea skyldi greiða 3.5 milljónir punda auk þriggja milljóna punda frammistöðutengda greiðslu.
Annars er það að frétta af Ings að hann er ekki langt frá því að snúa aftur til æfinga að fullu með liðinu eftir að hafa slitið krossbönd fyrir sex mánuðum síðan. Ferill Ings hjá félaginu byrjaði vel en hann skoraði þrjú mörk í fimmm leikjum sem hann var byrjunarliðsmaður í og spilaði sinn fyrsta leik með enska landsliðinu í október.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan