| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Danny Ward meiddur!
Danny Ward verður ekki meira með á þessar leiktíð. Hann meiddist á hné á æfingu í vikunni og er úr leik.
Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Ward því það voru allar líkur á að hann fengi að spila a.m.k. einhverja af þeim þremur deildarleikjum sem eftir eru, en nú er sá draumur Walesverjans úti. Í fréttum frá Liverpool er þó talið líklegt að Ward verði orðinn leikfær fyrir EM í sumar.
Þetta þýðir að Adam Bogdán verður væntanlega í hóp gegn Watford í dag - og jafnvel í byrjunarliðiðinu - en flestir töldu alveg víst að hann hefði spilað sinn fyrsta og síðasta deildarleik fyrir Liverpool þegar liðið grúttapaði fyrir Watford á Vicarage Road í desember s.l. Frammistaða Ungverjans í þeim leik var líklega öðru fremur ástæða þess að Klopp ákvað að kalla Ward til baka úr láni frá Aberdeen í Skotlandi.
Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Ward því það voru allar líkur á að hann fengi að spila a.m.k. einhverja af þeim þremur deildarleikjum sem eftir eru, en nú er sá draumur Walesverjans úti. Í fréttum frá Liverpool er þó talið líklegt að Ward verði orðinn leikfær fyrir EM í sumar.
Þetta þýðir að Adam Bogdán verður væntanlega í hóp gegn Watford í dag - og jafnvel í byrjunarliðiðinu - en flestir töldu alveg víst að hann hefði spilað sinn fyrsta og síðasta deildarleik fyrir Liverpool þegar liðið grúttapaði fyrir Watford á Vicarage Road í desember s.l. Frammistaða Ungverjans í þeim leik var líklega öðru fremur ástæða þess að Klopp ákvað að kalla Ward til baka úr láni frá Aberdeen í Skotlandi.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan