| Sf. Gutt
Þjóðverjinn Samed Yesil er farinn á braut. Hann þótti spennandi leikmaður þegar hann kom til Liverpool en náði sér aldrei á strik.
Samed kom til Liverpool sumarið 2012 frá Bayer Leverkusen og nokkrar væntingar voru gerðar til hans því hann hafði raðað inn mörkum fyrir yngri landslið Þýskalands en hann var búinn að spila fyrir öll yngri landsliðin upp í undir 19 ára.
Samed gekk þó ekkert hjá Liverpool og lék aðeins tvo leiki með aðalliðinu og ekki náði hann að skora í þeim. Slæm meiðsli settu strik í reikninginn en krossbönd slitnuðu tvívegis. Hann meiddist fyrst snemma árs 2013 og aftur um haustið sama ár þannig að hann missti af leiktíðinni 2013/14. Samed sýndi þó að hann gat skorað og náði að skora nokkur mörk fyrir varaliðið.
Samed lék sem lánsmaður með Luzern í Sviss keppnistímabilið 2015/16 og skoraði eitt mark á meðan hann var þar. Hann fékk frjálsa sölu frá Liverpool síðasta sumar en komast ekki að hjá neinu félagi fyrr en núna í byrjun árs að hann fékk samning hjá gríska liðinu Panionios.
Hér má lesa allt það helsta um feril Samed Yesil á LFCHISTORY.NET.
TIL BAKA
Samed Yesil á braut
Þjóðverjinn Samed Yesil er farinn á braut. Hann þótti spennandi leikmaður þegar hann kom til Liverpool en náði sér aldrei á strik.
Samed kom til Liverpool sumarið 2012 frá Bayer Leverkusen og nokkrar væntingar voru gerðar til hans því hann hafði raðað inn mörkum fyrir yngri landslið Þýskalands en hann var búinn að spila fyrir öll yngri landsliðin upp í undir 19 ára.
Samed gekk þó ekkert hjá Liverpool og lék aðeins tvo leiki með aðalliðinu og ekki náði hann að skora í þeim. Slæm meiðsli settu strik í reikninginn en krossbönd slitnuðu tvívegis. Hann meiddist fyrst snemma árs 2013 og aftur um haustið sama ár þannig að hann missti af leiktíðinni 2013/14. Samed sýndi þó að hann gat skorað og náði að skora nokkur mörk fyrir varaliðið.
Samed lék sem lánsmaður með Luzern í Sviss keppnistímabilið 2015/16 og skoraði eitt mark á meðan hann var þar. Hann fékk frjálsa sölu frá Liverpool síðasta sumar en komast ekki að hjá neinu félagi fyrr en núna í byrjun árs að hann fékk samning hjá gríska liðinu Panionios.
Hér má lesa allt það helsta um feril Samed Yesil á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan