| Grétar Magnússon
Kantmaðurinn Jordon Ibe hefur verið seldur til Úrvalsdeildarliðsins Bournemouth fyrir 15 milljónir punda.
Hann kom til Akademíu félagsins í desember árið 2011 frá Wycombe Wanderers og var félagið í harðri baráttu við önnur sterk lið í deildinni um að fá hann til liðs við sig. Hann þótti mikið efni og snemma kom í ljós að hann myndi banka á dyr aðalliðsins. Það fór svo að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni aðeins 17 ára að aldri gegn Queens Park Rangers í maí 2013.
Hann var svo lánaður til Birmingham City og Derby County í næst efstu deild þar sem hann óx frekar sem leikmaður og kom aftur til Liverpool í janúar 2015. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í Evrópudeildarleik gegn Rubin Kazan í nóvember í fyrra, í 1-0 sigri á útivelli.
Alls spilaði hann 58 leiki fyrir félagið og skoraði 4 mörk. Liverpool tryggði sig þó ágætlega með sölunni en í kaupsamningi eru klásúlur sem kveða á um að Liverpool getur keypt hann aftur sem og fengið hlut af söluverði hans fari svo að Bournemouth selji hann frá sér síðar.
Við óskum Ibe góðs gengis hjá nýju félagi.
TIL BAKA
Jordon Ibe til Bournemouth

Hann kom til Akademíu félagsins í desember árið 2011 frá Wycombe Wanderers og var félagið í harðri baráttu við önnur sterk lið í deildinni um að fá hann til liðs við sig. Hann þótti mikið efni og snemma kom í ljós að hann myndi banka á dyr aðalliðsins. Það fór svo að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni aðeins 17 ára að aldri gegn Queens Park Rangers í maí 2013.
Hann var svo lánaður til Birmingham City og Derby County í næst efstu deild þar sem hann óx frekar sem leikmaður og kom aftur til Liverpool í janúar 2015. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í Evrópudeildarleik gegn Rubin Kazan í nóvember í fyrra, í 1-0 sigri á útivelli.
Alls spilaði hann 58 leiki fyrir félagið og skoraði 4 mörk. Liverpool tryggði sig þó ágætlega með sölunni en í kaupsamningi eru klásúlur sem kveða á um að Liverpool getur keypt hann aftur sem og fengið hlut af söluverði hans fari svo að Bournemouth selji hann frá sér síðar.
Við óskum Ibe góðs gengis hjá nýju félagi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan