| Sf. Gutt
Í dag var tilkynnt að Joe Allen hafi verið seldur. Þar með er veru hans hjá Liverpool lokið. Joe kom til Liverpool síðsumars 2012 en Brendan Rodgers nældi í hann frá sínu gamla félagi Swansea City. Joe stóð sig í heildina vel hjá Liverpool en var oft gagnrýndur af stuðningsmönnunum þar sem hann þótti ekki nógu atkvæðamikill.
Joe var þó mjög vaxandi á síðustu leiktíð eftir framkvæmdastjóraskiptin og lék oft á tíðum mjög vel. Vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Liverpool jukust og eftirminnilegt var þegar hann tryggði Liverpool sæti í úrslitaleik Deildarbikarsins með úrslitaspyrnu í vítaspyrnukeppni á móti Stoke. Margir höfðu átt von á því að hann ætti framtíð fyrir sér hjá Liverpool en svo varð ekki raunin á. Joe var orðaður við nokkur félög í sumar en Stoke krækti í miðjumanninn og borgaði 13 milljónir sterlingspunda fyrir hann. Þar stjórnar auðvitað landi hans Mark Hughes.
Vistaskiptin koma kannski á óvart eftir magnaða framgöngu Joe með Wales á EM í sumar en forráðmenn Liverpool hafa greinilega talið að 13 milljónir sterlingspunda væri upphæð sem ekki væri hægt að hafna. Joe lék alls 132 leiki með Liverpool og skoraði sjö mörk. Við óskum Joe Allen alls góðs með nýja félaginu sínu.
Hér má lesa allt það helsta um feril Joe Allen á LFCHistory.net.
TIL BAKA
Joe Allen semur við Stoke City
Í dag var tilkynnt að Joe Allen hafi verið seldur. Þar með er veru hans hjá Liverpool lokið. Joe kom til Liverpool síðsumars 2012 en Brendan Rodgers nældi í hann frá sínu gamla félagi Swansea City. Joe stóð sig í heildina vel hjá Liverpool en var oft gagnrýndur af stuðningsmönnunum þar sem hann þótti ekki nógu atkvæðamikill.
Joe var þó mjög vaxandi á síðustu leiktíð eftir framkvæmdastjóraskiptin og lék oft á tíðum mjög vel. Vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Liverpool jukust og eftirminnilegt var þegar hann tryggði Liverpool sæti í úrslitaleik Deildarbikarsins með úrslitaspyrnu í vítaspyrnukeppni á móti Stoke. Margir höfðu átt von á því að hann ætti framtíð fyrir sér hjá Liverpool en svo varð ekki raunin á. Joe var orðaður við nokkur félög í sumar en Stoke krækti í miðjumanninn og borgaði 13 milljónir sterlingspunda fyrir hann. Þar stjórnar auðvitað landi hans Mark Hughes.
Vistaskiptin koma kannski á óvart eftir magnaða framgöngu Joe með Wales á EM í sumar en forráðmenn Liverpool hafa greinilega talið að 13 milljónir sterlingspunda væri upphæð sem ekki væri hægt að hafna. Joe lék alls 132 leiki með Liverpool og skoraði sjö mörk. Við óskum Joe Allen alls góðs með nýja félaginu sínu.
Hér má lesa allt það helsta um feril Joe Allen á LFCHistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan