| Sf. Gutt
Philippe Coutinho er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir fyrstu umferðina. Hann skoraði tvö mörk gegn Arsenal og ætlar að reyna að skora fleiri mörk en hann hefur áður gert. Hann skoraði 12 mörk á síðasta keppnistímabili en heldur að hann geti skorað enn fleiri.
,,Já, ég held að ég geti skorað fleiri mörk á þessari leiktíð. Ég hef alltaf haldið því fram að ég þyrfti helst að bæta mig í einu og það er að skora meira. Mér tókst það á síðasta keppnistímabili og nú stefni ég að því að bæta mig enn meira. Liðið skiptir mestu en það hjálpar liðinu ef ég skora mörk. Ég er ekki bara ánægður með að skora tvö mörk því liðið spilaði vel og við náðum þremur stigum eins og við ætluðum okkur."
,,Okkur líður vel. Þetta var erfður leikur en við spiluðum vel í síðari hálfleik. Þetta er fyrsta skrefið sem við tökum. Það er gott fyrir sjálfstraustið okkar að vinna á útisigur gegn einum af helstu keppinautum okkar."
Philippe hefur nú skorað 30 mörk fyrir Liverpool frá því hann kom til félagsins í ársbyrjun 2013. Margir telja að hann ætti að vera búinn að skora fleiri mörk og vonandi bætist vel við til loka leiktíðarinnar.
TIL BAKA
Ætla að reyna að skora meira
Philippe Coutinho er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir fyrstu umferðina. Hann skoraði tvö mörk gegn Arsenal og ætlar að reyna að skora fleiri mörk en hann hefur áður gert. Hann skoraði 12 mörk á síðasta keppnistímabili en heldur að hann geti skorað enn fleiri.
,,Já, ég held að ég geti skorað fleiri mörk á þessari leiktíð. Ég hef alltaf haldið því fram að ég þyrfti helst að bæta mig í einu og það er að skora meira. Mér tókst það á síðasta keppnistímabili og nú stefni ég að því að bæta mig enn meira. Liðið skiptir mestu en það hjálpar liðinu ef ég skora mörk. Ég er ekki bara ánægður með að skora tvö mörk því liðið spilaði vel og við náðum þremur stigum eins og við ætluðum okkur."
,,Okkur líður vel. Þetta var erfður leikur en við spiluðum vel í síðari hálfleik. Þetta er fyrsta skrefið sem við tökum. Það er gott fyrir sjálfstraustið okkar að vinna á útisigur gegn einum af helstu keppinautum okkar."
Philippe hefur nú skorað 30 mörk fyrir Liverpool frá því hann kom til félagsins í ársbyrjun 2013. Margir telja að hann ætti að vera búinn að skora fleiri mörk og vonandi bætist vel við til loka leiktíðarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan