| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Joel Matip ekki á Afríkumótið
Joel Matip hefur tjáð landsliðsþjálfara Kamerún að hann gefi ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi Afríkumót í knattspyrnu sem hefst í janúar 2017.
Matip hefur ekki spilað fyrir landslið Kamerún í rúmlega ár en hann átti í einhverjum deilum við fyrrum þjálfara landsliðsins. Ákvörðun hans vakti engu að síður ekki mikla kátínu hjá núverandi þjálfara, Hugo Broos.
Afríkumótið fer fram í Gabon og hefst 14. janúar næstkomandi og stendur til 5. febrúar en Matip ætlar sér ekki að missa af mikilvægum leikjum með Liverpool á þessu tímabili.
,,Ég vil segja að ég mun einbeita mér að Liverpool," sagði Matip í viðtali við breska dagblaðið Telegraph.
,,Það er langt í janúarmánuð núna en hugmynd mín er semsagt þessi. Á síðasta ári átti ég við meiðsli að stríða. Auka leikir og ferðalög hefðu gert mér erfiðara fyrir. Ég þurfti að hlusta á líkama minn og hann sagði mér að landsleikjahlé væri rétti tíminn til að hvíla."
,,Ég talaði við landsliðsþjálfara Kamerún og hann var ekki ánægður en ég verð að gera það sem er rétt til að vera 100% viss um að ég meiðist ekki aftur, sérstaklega á mikilvægum tímapunkti á ferli mínum hjá Liverpool."
Matip mun væntanlega standa í ströngu í kvöld þegar liðið mætir Diego Costa og félögum í Chelsea á Stamford Bridge.
,,Ef andstæðingur reynir að tala við mig á meðan leik stendur þá er mér nákvæmlega sama," bætir Matip við. ,,Ég held að enginn leikmaður sé eins og Costa. Það er alltaf slagur gegn stóru liðunum og maður verður að vera tilbúinn í baráttuna."
Matip hefur ekki spilað fyrir landslið Kamerún í rúmlega ár en hann átti í einhverjum deilum við fyrrum þjálfara landsliðsins. Ákvörðun hans vakti engu að síður ekki mikla kátínu hjá núverandi þjálfara, Hugo Broos.
Afríkumótið fer fram í Gabon og hefst 14. janúar næstkomandi og stendur til 5. febrúar en Matip ætlar sér ekki að missa af mikilvægum leikjum með Liverpool á þessu tímabili.
,,Ég vil segja að ég mun einbeita mér að Liverpool," sagði Matip í viðtali við breska dagblaðið Telegraph.
,,Það er langt í janúarmánuð núna en hugmynd mín er semsagt þessi. Á síðasta ári átti ég við meiðsli að stríða. Auka leikir og ferðalög hefðu gert mér erfiðara fyrir. Ég þurfti að hlusta á líkama minn og hann sagði mér að landsleikjahlé væri rétti tíminn til að hvíla."
,,Ég talaði við landsliðsþjálfara Kamerún og hann var ekki ánægður en ég verð að gera það sem er rétt til að vera 100% viss um að ég meiðist ekki aftur, sérstaklega á mikilvægum tímapunkti á ferli mínum hjá Liverpool."
Matip mun væntanlega standa í ströngu í kvöld þegar liðið mætir Diego Costa og félögum í Chelsea á Stamford Bridge.
,,Ef andstæðingur reynir að tala við mig á meðan leik stendur þá er mér nákvæmlega sama," bætir Matip við. ,,Ég held að enginn leikmaður sé eins og Costa. Það er alltaf slagur gegn stóru liðunum og maður verður að vera tilbúinn í baráttuna."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan