| Sf. Gutt
Hollendingurinn Georginio Wijnaldum fór meiddur af velli í landsleik í vikunni. Nú er komið í ljós að hann er meiddur á mjöðm. Fyrst var talið að hann hefði tognað aftan í læri. Georginio er nú í umsjá læknaliðs Liverpool. Ekki er víst að hann verði tiltækur þegar Liverpool mætir Manchester United á mánudagskvöldið en þó ekki útilokað.
Georginio hefur ekki alveg staðið undir væntingum, að margra mati, eftir hann kom frá Newcastle United í sumar. Hann hefur þó verið fastamaður í liðinu og verið vaxandi og vonandi jafnar hann sig sem fyrst.
Þeir Nathaniel Clyne og Dejan Lovren eru farnir að æfa eftir meiðsli en báðir fengu frí í landsleikjahrotunni. Þeir gætu verið til taks í næsta leik. Ólíklegt er talið að Adam Lallana verði búinn að jafna sig en hann tognaði í nára á móti Swansea City í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.
TIL BAKA
Georginio Wijnaldum meiddur á mjöðm

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum fór meiddur af velli í landsleik í vikunni. Nú er komið í ljós að hann er meiddur á mjöðm. Fyrst var talið að hann hefði tognað aftan í læri. Georginio er nú í umsjá læknaliðs Liverpool. Ekki er víst að hann verði tiltækur þegar Liverpool mætir Manchester United á mánudagskvöldið en þó ekki útilokað.

Georginio hefur ekki alveg staðið undir væntingum, að margra mati, eftir hann kom frá Newcastle United í sumar. Hann hefur þó verið fastamaður í liðinu og verið vaxandi og vonandi jafnar hann sig sem fyrst.
Þeir Nathaniel Clyne og Dejan Lovren eru farnir að æfa eftir meiðsli en báðir fengu frí í landsleikjahrotunni. Þeir gætu verið til taks í næsta leik. Ólíklegt er talið að Adam Lallana verði búinn að jafna sig en hann tognaði í nára á móti Swansea City í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan