| Sf. Gutt
Á dögunum var Knattspyrnumaður ársins fyrir árið 2016 kjörinn í Wales. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk tvær viðurkenningar í kjörinu. Hann var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum landsliðsins og eins af stuðningsmönnum þess. Góðar viðurkenningar eftir magnaða framgöngu með Wales á Evrópumótinu í sumar en þá var hann valinn í úrvalslið mótsins.
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid var kosinn Knattspyrnumaður árins sjötta árið í röð. Gareth er búinn að bera höfuð og herðar yfir leikmenn í Wales síðustu árin. Hann varð Evrópumeistari með Real í vor í annað sinn frá því hann fór til Spánar. Á meðfylgjandi mynd skorar Gareth fyrir Liverpool í leik við Tottenham á leiktíðinni 2012/13!
Joe Allen fór auðvitað til Stoke City í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka lykilmaður í liði Wales og er búinn að spila 32 landsleiki. Hann hefur aðeins náð að skora einu sinni það sem af er landsliðsferlinum.
TIL BAKA
Joe fékk tvenn verðlaun

Á dögunum var Knattspyrnumaður ársins fyrir árið 2016 kjörinn í Wales. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk tvær viðurkenningar í kjörinu. Hann var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum landsliðsins og eins af stuðningsmönnum þess. Góðar viðurkenningar eftir magnaða framgöngu með Wales á Evrópumótinu í sumar en þá var hann valinn í úrvalslið mótsins.

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid var kosinn Knattspyrnumaður árins sjötta árið í röð. Gareth er búinn að bera höfuð og herðar yfir leikmenn í Wales síðustu árin. Hann varð Evrópumeistari með Real í vor í annað sinn frá því hann fór til Spánar. Á meðfylgjandi mynd skorar Gareth fyrir Liverpool í leik við Tottenham á leiktíðinni 2012/13!

Joe Allen fór auðvitað til Stoke City í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka lykilmaður í liði Wales og er búinn að spila 32 landsleiki. Hann hefur aðeins náð að skora einu sinni það sem af er landsliðsferlinum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan