| Sf. Gutt
Um langt árabil hefði leikur Liverpool og Leeds Untied verið talinn algjör stórleikur. Leikurinn í kvöld er það vissulega þó svo að Leeds sé ekki lengur í efstu deild. Liðið sem hefur betur fær nefnilega sæti í undanúrslitum í Deildarbikarnum og það er því til mikils að vinna!
Leeds United spilar í næst efstu deild og hefur átt erfitt uppdráttar eftir að liðið missti sæti sitt í efstu deild. Fjölmargir framkvæmdastjórar hafa reynt sig síðustu árin við að rétta þetta mikla félag við en ekkert hefur gengið. Það hafa þó verið batamerki síðustu vikurnar eftir að Gary Monk, sem var framkvæmdastjóri Swansea City, tók við liðinu.
Jürgen Klopp mun örugglega gerar margar breytingar á liði Liverpool frá því í sigrinum á Sunderland á laugardaginn. Svo eru meiðsli í liðshópnum. Philippe Coutinho er auðvitað úr leik næstu vikurnar og Roberto Firmino var líka laskaður eftir leikinn. Adam Lallana hefur misst af síðustu leikjum og Daniel Sturridge var ekki í liðshópnum á móti Sunderland. Jürgen hefði örugglega gert brytingar og varla verða þær færri út af þessum meiðslum. Ungir leikmenn hafa komið við sögu það sem af er í Deildarbikarnum og sú verður örugglega raunin. Samt verður að hafa liðið nógu sterkt svo að Liverpool haldi áfram í keppninni.
Liverpool vinnur þennan leik 2:0 en það þarf að hafa fyrir sigrinum. Divock Origi, sem hefur verið duglegur að skora í keppninni hingað til, skorar bæði mörkin og kemur Liverpool áfram í undanúrslit. Annað dugar ekki!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool v. Leeds United
Um langt árabil hefði leikur Liverpool og Leeds Untied verið talinn algjör stórleikur. Leikurinn í kvöld er það vissulega þó svo að Leeds sé ekki lengur í efstu deild. Liðið sem hefur betur fær nefnilega sæti í undanúrslitum í Deildarbikarnum og það er því til mikils að vinna!
Leeds United spilar í næst efstu deild og hefur átt erfitt uppdráttar eftir að liðið missti sæti sitt í efstu deild. Fjölmargir framkvæmdastjórar hafa reynt sig síðustu árin við að rétta þetta mikla félag við en ekkert hefur gengið. Það hafa þó verið batamerki síðustu vikurnar eftir að Gary Monk, sem var framkvæmdastjóri Swansea City, tók við liðinu.

Jürgen Klopp mun örugglega gerar margar breytingar á liði Liverpool frá því í sigrinum á Sunderland á laugardaginn. Svo eru meiðsli í liðshópnum. Philippe Coutinho er auðvitað úr leik næstu vikurnar og Roberto Firmino var líka laskaður eftir leikinn. Adam Lallana hefur misst af síðustu leikjum og Daniel Sturridge var ekki í liðshópnum á móti Sunderland. Jürgen hefði örugglega gert brytingar og varla verða þær færri út af þessum meiðslum. Ungir leikmenn hafa komið við sögu það sem af er í Deildarbikarnum og sú verður örugglega raunin. Samt verður að hafa liðið nógu sterkt svo að Liverpool haldi áfram í keppninni.

Liverpool vinnur þennan leik 2:0 en það þarf að hafa fyrir sigrinum. Divock Origi, sem hefur verið duglegur að skora í keppninni hingað til, skorar bæði mörkin og kemur Liverpool áfram í undanúrslit. Annað dugar ekki!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan