| Sf. Gutt
Liverpool v Plymouth
Eitt af hefðbundnum verkum í upphafi árs er að hefja leik í FA bikarnum. Keppnin er ekki jafn mikið í hávegum höfð og fyrr á árum en gamli bikarinn hefur samt yfir sér dýrðarljóma og það er alltof langt síðan Liverpool vann hann síðast. Margir framkvæmdastjórar hafa á þessari öld ,,vanvirt" keppnina með því að tefla ekki fram sínum sterkustu liðum. Ástæðan hefur yfirleitt verið sú að menn hafa metið það sem svo að mikilvægara sé að hafa bestu mennina eins hvílda og hægt er þegar deildarleikir eru annars vegar og bikarkeppnirnar tvær látnar mæta afgangi þannig að ekki hefur verið hikað við að skipta síðasta byrjunarliði alveg út. Sumir framkvæmdastjórar Liverpool hafa fallið í þessa gryfju og má nefna Rafael Benítez sem oft breytti liðinu mikið fyrir bikarleiki.
Jürgen Klopp hefur breytt liðinu sínu mikið fyrir bikarleikina frá því hann tók við en það hefur ekki komið að sök í Deildarbikarum. Liðið fór í úrslit á síðustu leiktíð og er nú í undanúrslitum. Á síðustu leitíð var mikið leikjaálag á Liverpool í janúar og sama er uppi á teningnum í ár. Jólatörnin var líka erfið og nokkrir leikmenn eru lemstraðir eftir hana. Það er því öruggt að Jürgen á eftir að breyta liðinu mikið fyrir leikinn á morgun.
Þó svo að miklar breytingar gefi neðrideildarliðunum kost á að ná óvæntum úrslitum þá er ekki hægt að neita því að það verður spennandi að sjá unga leikmenn spreyta sig. Trúlega verða Ben Woodburn, Kevin Stewart, Ovie Ejaria, Trent Alexander-Arnold og fleiri í liðinu. Loris Karius verður líklega í markinu og svo gæti Joe Gomez, sem hefur verið meiddur í rúmlega ár komið aftur til leiks. Svona mætti áfram telja en vonandi standa þeir sem valdir verða í liðið sig og gefa framkvæmdastjóranum áminningu um að þeir geti komið oftar til álita í aðalliðið. Svo eru auðvitað nokkrir leikmenn aðalliðsins úr leik vegna meiðsla og má nefna Philippe Coutinho, Jordan Henderson, James Milner, Joel Matip, James Milner og Daniel Sturridge. Sadio Mané er svo farinn í Afríkukeppnina.
Plymouth er meðal efstu liða í fjórðu efstu deild og þess vegna er efalaust sjálfstraust í liðinu. Árangur Liverpool það sem af er leiktíðar er mjög góður þó svo að liðið hafi tapað dýrmætum stigum fyrir liðum í neðri hluta deildarinnar og rökstyðja má að liðið ætti að vera með aðeins fleiri stig. En það er aðeins eitt lið með fleiri stig í deildinni og svo er Liverpool að fara að spila í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Magnaður árangur ef satt skal segja. Vonandi nær liðið líka sem lengst í FA bikarnum sem vannst síðast 2006 eftir ótrúlegan úrslitaleik sem fékk viðurnefnið ,,Gerrard úrslitaleikurinn". Hver man ekki eftir þeirri sigurstund og myndi ekki vilja aðra slíka núna í vor?
Það er uppselt á Anfield þannig að það er ekki spurning að áhuginn á þessari elstu bikarkeppni heimsins er enn fyrir hendi. Þrátt fyrir að miklar breytingar verði gerðar á liðinu þá vinnur Liverpool 3:0 sigur á Plymouth. Divock Origi skorar tvö mörk og Ben Woodburn eitt. Stemmningin heldur áfram!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Plymouth
Eitt af hefðbundnum verkum í upphafi árs er að hefja leik í FA bikarnum. Keppnin er ekki jafn mikið í hávegum höfð og fyrr á árum en gamli bikarinn hefur samt yfir sér dýrðarljóma og það er alltof langt síðan Liverpool vann hann síðast. Margir framkvæmdastjórar hafa á þessari öld ,,vanvirt" keppnina með því að tefla ekki fram sínum sterkustu liðum. Ástæðan hefur yfirleitt verið sú að menn hafa metið það sem svo að mikilvægara sé að hafa bestu mennina eins hvílda og hægt er þegar deildarleikir eru annars vegar og bikarkeppnirnar tvær látnar mæta afgangi þannig að ekki hefur verið hikað við að skipta síðasta byrjunarliði alveg út. Sumir framkvæmdastjórar Liverpool hafa fallið í þessa gryfju og má nefna Rafael Benítez sem oft breytti liðinu mikið fyrir bikarleiki.
Jürgen Klopp hefur breytt liðinu sínu mikið fyrir bikarleikina frá því hann tók við en það hefur ekki komið að sök í Deildarbikarum. Liðið fór í úrslit á síðustu leiktíð og er nú í undanúrslitum. Á síðustu leitíð var mikið leikjaálag á Liverpool í janúar og sama er uppi á teningnum í ár. Jólatörnin var líka erfið og nokkrir leikmenn eru lemstraðir eftir hana. Það er því öruggt að Jürgen á eftir að breyta liðinu mikið fyrir leikinn á morgun.
Þó svo að miklar breytingar gefi neðrideildarliðunum kost á að ná óvæntum úrslitum þá er ekki hægt að neita því að það verður spennandi að sjá unga leikmenn spreyta sig. Trúlega verða Ben Woodburn, Kevin Stewart, Ovie Ejaria, Trent Alexander-Arnold og fleiri í liðinu. Loris Karius verður líklega í markinu og svo gæti Joe Gomez, sem hefur verið meiddur í rúmlega ár komið aftur til leiks. Svona mætti áfram telja en vonandi standa þeir sem valdir verða í liðið sig og gefa framkvæmdastjóranum áminningu um að þeir geti komið oftar til álita í aðalliðið. Svo eru auðvitað nokkrir leikmenn aðalliðsins úr leik vegna meiðsla og má nefna Philippe Coutinho, Jordan Henderson, James Milner, Joel Matip, James Milner og Daniel Sturridge. Sadio Mané er svo farinn í Afríkukeppnina.
Plymouth er meðal efstu liða í fjórðu efstu deild og þess vegna er efalaust sjálfstraust í liðinu. Árangur Liverpool það sem af er leiktíðar er mjög góður þó svo að liðið hafi tapað dýrmætum stigum fyrir liðum í neðri hluta deildarinnar og rökstyðja má að liðið ætti að vera með aðeins fleiri stig. En það er aðeins eitt lið með fleiri stig í deildinni og svo er Liverpool að fara að spila í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Magnaður árangur ef satt skal segja. Vonandi nær liðið líka sem lengst í FA bikarnum sem vannst síðast 2006 eftir ótrúlegan úrslitaleik sem fékk viðurnefnið ,,Gerrard úrslitaleikurinn". Hver man ekki eftir þeirri sigurstund og myndi ekki vilja aðra slíka núna í vor?
Það er uppselt á Anfield þannig að það er ekki spurning að áhuginn á þessari elstu bikarkeppni heimsins er enn fyrir hendi. Þrátt fyrir að miklar breytingar verði gerðar á liðinu þá vinnur Liverpool 3:0 sigur á Plymouth. Divock Origi skorar tvö mörk og Ben Woodburn eitt. Stemmningin heldur áfram!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan