| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fyrsti deildarsigur ársins 2017!
Loksins, loksins kom fyrsti deildarsigur Liverpool á því Herrans ári 2017. Tottenham Hotspur átti aldrei möguleika á Anfield og Liverpool vann sannfærandi sigur 2:0 sem hefði getað verið stærri. Vonandi kemur þessi sigur Rauða hernum á rétta braut eftir hrakfarirnar á á fyrstu vikum ársins.
Jürgen Klopp hafði legið undir gagnrýni eftir afhroðið í Hull en hann gerði samt bara eina breytingu á liðinu. Georginio Wijnaldum kom inn á miðjuna í stað Emre Can. Lucas Leiva hélt sæti sínu sem miðvörður því Dejan Lovren var ekki leikfær. Simon Mignolet stóð í markinu en nokkuð var fjallað um í fjölmiðlum að hann yrði settur út úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í Hull.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar liðin gengu til leiks. Það fór ekki á milli mála að það var allt annað yfirbragð á Liverpool en í síðustu leikjum. Leikmenn Liverpool voru óþekkjanlegir frá síðustu leikjum. Allir voru einbeittir, æddu út um allan völl og pressuðu á leikmenn Tottenham við hvert tækifæri. Þetta bar árangur á 16. mínútu. Liverpool vann boltann á miðjunni. Georginio Wijnaldum sendi fram á Sadio Mané sem rauk inn í vítateginn og skaut boltanum yfir Hugo Lloris rétt utan við markteiginn. Magnað og Rauði herinn lét kné fylgja kviði. Tveimur mínútum seinna náði Sadio boltanum af Eric Dier og tók stefnuna á markið. Hann sendi á Adam Lallana en skot hans fór beint á Hugo. Roberto Firmino tók frákastið en eftur varði Hugo. Sadio var nærstaddur og smellti boltanum upp í þaknetið. Mögnuð afgreiðsla og staðan orðin 2:0!
Enn liðu tvær mínútur og Sadio rændi boltanum hægra megin og æddi inn í vítateiginn. Hugo kom út á móti og bjargaði í horn. Upp úr horninu fékk Sadio boltann utarlega í teignum á sömu slóðum og hann skaut áður og þrumaði að marki en Hugo varði aftur í horn. Sadio fór algjörlega á kostum á þessum kafla og leikmenn Spurs réðu ekkert við hann.
Á 26. mínútu fékk Tottenham loks færi. Joel Matip missti boltann undir sig og Son Heung-Min komst í færi inni á vítateignum en Simon Mignolet beið eftir skotinu og varði vel. Mjög góð og mikilvæg markvarsla. Liverpool hafði öll tök á leiknum fram til leikhlés og Rauðliðar fengu verðskuldað klapp þegar þeir gengu til búningsherbergja.
Gestirnir reyndu að komast inn í leikinn í síðari hálfleik en varð ekkert ágengt. Hvorugt lið fékk opin færi en það var allt því lagi því mörkin hans Sadio fóru langt með að gera út um leikinn. Vörn Liverpool var mjög sterk og Lucas Leiva var öruggur og fékk gott klapp þegar hann skipti við Ragnar Klavan. Sumir höfðu talið Luca veikan hlekk fyrir leikinn.
Liverpool sigldi sigrinum örugglega í höfn og fögnuðurinn í Musterinu var innilegur þegar flautað var til leiksloka. Um leið og sigurinn var staðfestur veltu margir stuðningsmenn Liverpool því fyrir sér af hverju Rauði herinn hafi ekki spilað jafn vel í síðustu leikjum og þessum. En nú er að vona að Rauðliðar mætti einbeittir í hvern einasta leik til vors. Það er aldrei að vita hverju það gæti skilað! Áfram á þessari braut!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Matip, Leiva (Klavan 82. mín.), Milner; Henderson, Wijnaldum, Lallana; Mane (Alexander-Arnold 90. mín.), Firmino og Coutinho (Can 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Sturridge, Moreno og Origi.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (16. og 18. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Joel Matip og James Milner.
Tottenham Hotspur: Lloris; Walker, Dier, Alderweireld, Davies; Dembele (Sissoko 77. mín.), Wanyama; Eriksen (Winks 68. mín.), Alli, Son og Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Janssen, Nkoudou, Trippier og Wimmer.
Gul spjöld: Son Heung-Min, Harry Kane, Harry Winks, Eric Dier og Toby Alderweireld.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.159.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var einfaldlega óviðráðanlegur. Sadio skoraði tvívegis og Hanarnir réðu ekkert við hraða hans og leikni. Stórfengleg framganga!
Jürgen Klopp: Við urðum að sýna einhver viðbrögð og þau voru fullkomin. Sóknarleikur okkar í fyrri hálfleik var stórkostlegur og vörnin sömuleiðs í þeim síðari. Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Það var erfitt að verjast okkur í fyrri hálfleik því við vorum með fjóra eða fimm menn inni í vítateignum. Við spiluðum eins og við gerðum á fyrri hluta leiktíðarinnar.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpol á því Herrans ári 2017.
- Síðasti deildarsigur var 1:0 á Anfield Road gegn Manchester City síðdegis á gamlársdag!
- Sadio Mané er nú búinn að skora 11 mörk á leiktíðinni.
- Það liðu aðeins 138 sekúndur á milli marka Sadio.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu níu deildarleikjum á móti Tottenham.
- Nathaniel Clyne lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Tottenham hafði fyrir þenna leik ekki tapað í síðustu 11 leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Jürgen Klopp hafði legið undir gagnrýni eftir afhroðið í Hull en hann gerði samt bara eina breytingu á liðinu. Georginio Wijnaldum kom inn á miðjuna í stað Emre Can. Lucas Leiva hélt sæti sínu sem miðvörður því Dejan Lovren var ekki leikfær. Simon Mignolet stóð í markinu en nokkuð var fjallað um í fjölmiðlum að hann yrði settur út úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í Hull.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar liðin gengu til leiks. Það fór ekki á milli mála að það var allt annað yfirbragð á Liverpool en í síðustu leikjum. Leikmenn Liverpool voru óþekkjanlegir frá síðustu leikjum. Allir voru einbeittir, æddu út um allan völl og pressuðu á leikmenn Tottenham við hvert tækifæri. Þetta bar árangur á 16. mínútu. Liverpool vann boltann á miðjunni. Georginio Wijnaldum sendi fram á Sadio Mané sem rauk inn í vítateginn og skaut boltanum yfir Hugo Lloris rétt utan við markteiginn. Magnað og Rauði herinn lét kné fylgja kviði. Tveimur mínútum seinna náði Sadio boltanum af Eric Dier og tók stefnuna á markið. Hann sendi á Adam Lallana en skot hans fór beint á Hugo. Roberto Firmino tók frákastið en eftur varði Hugo. Sadio var nærstaddur og smellti boltanum upp í þaknetið. Mögnuð afgreiðsla og staðan orðin 2:0!
Enn liðu tvær mínútur og Sadio rændi boltanum hægra megin og æddi inn í vítateiginn. Hugo kom út á móti og bjargaði í horn. Upp úr horninu fékk Sadio boltann utarlega í teignum á sömu slóðum og hann skaut áður og þrumaði að marki en Hugo varði aftur í horn. Sadio fór algjörlega á kostum á þessum kafla og leikmenn Spurs réðu ekkert við hann.
Á 26. mínútu fékk Tottenham loks færi. Joel Matip missti boltann undir sig og Son Heung-Min komst í færi inni á vítateignum en Simon Mignolet beið eftir skotinu og varði vel. Mjög góð og mikilvæg markvarsla. Liverpool hafði öll tök á leiknum fram til leikhlés og Rauðliðar fengu verðskuldað klapp þegar þeir gengu til búningsherbergja.
Gestirnir reyndu að komast inn í leikinn í síðari hálfleik en varð ekkert ágengt. Hvorugt lið fékk opin færi en það var allt því lagi því mörkin hans Sadio fóru langt með að gera út um leikinn. Vörn Liverpool var mjög sterk og Lucas Leiva var öruggur og fékk gott klapp þegar hann skipti við Ragnar Klavan. Sumir höfðu talið Luca veikan hlekk fyrir leikinn.
Liverpool sigldi sigrinum örugglega í höfn og fögnuðurinn í Musterinu var innilegur þegar flautað var til leiksloka. Um leið og sigurinn var staðfestur veltu margir stuðningsmenn Liverpool því fyrir sér af hverju Rauði herinn hafi ekki spilað jafn vel í síðustu leikjum og þessum. En nú er að vona að Rauðliðar mætti einbeittir í hvern einasta leik til vors. Það er aldrei að vita hverju það gæti skilað! Áfram á þessari braut!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Matip, Leiva (Klavan 82. mín.), Milner; Henderson, Wijnaldum, Lallana; Mane (Alexander-Arnold 90. mín.), Firmino og Coutinho (Can 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Sturridge, Moreno og Origi.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (16. og 18. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Joel Matip og James Milner.
Tottenham Hotspur: Lloris; Walker, Dier, Alderweireld, Davies; Dembele (Sissoko 77. mín.), Wanyama; Eriksen (Winks 68. mín.), Alli, Son og Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Janssen, Nkoudou, Trippier og Wimmer.
Gul spjöld: Son Heung-Min, Harry Kane, Harry Winks, Eric Dier og Toby Alderweireld.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.159.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var einfaldlega óviðráðanlegur. Sadio skoraði tvívegis og Hanarnir réðu ekkert við hraða hans og leikni. Stórfengleg framganga!
Jürgen Klopp: Við urðum að sýna einhver viðbrögð og þau voru fullkomin. Sóknarleikur okkar í fyrri hálfleik var stórkostlegur og vörnin sömuleiðs í þeim síðari. Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Það var erfitt að verjast okkur í fyrri hálfleik því við vorum með fjóra eða fimm menn inni í vítateignum. Við spiluðum eins og við gerðum á fyrri hluta leiktíðarinnar.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpol á því Herrans ári 2017.
- Síðasti deildarsigur var 1:0 á Anfield Road gegn Manchester City síðdegis á gamlársdag!
- Sadio Mané er nú búinn að skora 11 mörk á leiktíðinni.
- Það liðu aðeins 138 sekúndur á milli marka Sadio.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu níu deildarleikjum á móti Tottenham.
- Nathaniel Clyne lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Tottenham hafði fyrir þenna leik ekki tapað í síðustu 11 leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan