| Sf. Gutt
Leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool var létt þegar langþráður 2:0 sigur á Tottenham var í höfn í gær. Ekki að undra því þetta var fyrsti deildarsigurinn á árinu. Sadio Mané, sem skoraði bæði mörkin og átti stórleik, sagði sigurinn frábæran í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Þetta var frábært. Við erum í skýjunum með að hafa náð þremur stigum. Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar en það getur allt gerst í knattspyrnunni. Mestu skiptir að við náðum að sýna öflug viðbrögð og nú ætlum við að reyna að halda áfram á sömu braut."
,,Mestu skipti að ná svona góðri byrjun. Eftir að við komust í 2:0 spiluðum við þétt og allir lögðust á eitt. Við höfum alltaf verið að gera okkar besta á vellinum. Það er mikið verk framundan. Við ætlum að einbeita okkur að einum leik í einu til loka leiktíðarinnar."
Sadio Mané átti algjöran stórleik á móti Tottenham og sá um mörkin eins og fyrr segir. Hann sagðist vera ánægður með að skora en það skipti ekki máli hverjir færu á markalistann.
,,Ég er mjög ánægður með að skora. Það var stórgott fyrir liðið. Ég er sóknarmaður og þeir verða að skora til að hjálpa liðinu sínu að vinna. Ég skoraði í dag en á morgun gæti það verið Firmino og hinn daginn Philippe. Stigin þrjú skipta þó mestu máli."
Sadio Mané hefur sannarlega skilað sínu á leiktíðinni. Hann er markahæstur Rauðliða með 11 mörk og það munaði um fjarveru hans þegar hann var að keppa á Afríkumótinu. En nú er Senegalinn kominn heim og vonandi á hann eftir að bæta við mörgum mörkum til vors.
TIL BAKA
Þetta var frábært!

Leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool var létt þegar langþráður 2:0 sigur á Tottenham var í höfn í gær. Ekki að undra því þetta var fyrsti deildarsigurinn á árinu. Sadio Mané, sem skoraði bæði mörkin og átti stórleik, sagði sigurinn frábæran í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Þetta var frábært. Við erum í skýjunum með að hafa náð þremur stigum. Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar en það getur allt gerst í knattspyrnunni. Mestu skiptir að við náðum að sýna öflug viðbrögð og nú ætlum við að reyna að halda áfram á sömu braut."
,,Mestu skipti að ná svona góðri byrjun. Eftir að við komust í 2:0 spiluðum við þétt og allir lögðust á eitt. Við höfum alltaf verið að gera okkar besta á vellinum. Það er mikið verk framundan. Við ætlum að einbeita okkur að einum leik í einu til loka leiktíðarinnar."
Sadio Mané átti algjöran stórleik á móti Tottenham og sá um mörkin eins og fyrr segir. Hann sagðist vera ánægður með að skora en það skipti ekki máli hverjir færu á markalistann.
,,Ég er mjög ánægður með að skora. Það var stórgott fyrir liðið. Ég er sóknarmaður og þeir verða að skora til að hjálpa liðinu sínu að vinna. Ég skoraði í dag en á morgun gæti það verið Firmino og hinn daginn Philippe. Stigin þrjú skipta þó mestu máli."

Sadio Mané hefur sannarlega skilað sínu á leiktíðinni. Hann er markahæstur Rauðliða með 11 mörk og það munaði um fjarveru hans þegar hann var að keppa á Afríkumótinu. En nú er Senegalinn kominn heim og vonandi á hann eftir að bæta við mörgum mörkum til vors.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga!
Fréttageymslan