| Heimir Eyvindarson
Liverpool mætir Englandsmeisturum Leicester á útivelli annað kvöld. Leicester rak Claudio Ranieri í vikunni og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það mun hafa á leik liðsins.
Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum eins og flestu öðru í lífinu. Claudio Ranieri var elskaður og dáður s.l. vor en er nú talin rót vandans sem Leicester hefur átt við að etja í vetur. Það vissu auðvitað allir að Leicester myndi ekki verja titilinn í vetur og fæstir áttu von á því að liðið yrði í toppbaráttunni, en að sama skapi bjuggust sjálfsagt ekki margir við því að liðið yrði í bullandi fallbaráttu.
Jurgen Klopp sagði í vikunni að marg skrýtið hefði gerst á undanförnum mánuðum og setti brottrekstur Ranieri í flokk með Brexit og Trump. En svona er fótboltinn, það er ekki spurt um annað en árangur og hið stórkostlega afrek sem Leicester vann á síðustu leiktíð undir stjórns Ítalans geðþekka er greinilega ekki nóg fyrir eigendur liðsins.
Það varð alveg ljóst þegar Kanté var seldur í sumar að það yrði erfitt að fylla hans skarð og það hefur komið í ljós að liðið saknar hans gríðarlega. Meiðslavandræði, sem á einhvern ótrúlegan hátt þekktust ekki í herbúðum liðsins á síðustu leiktíð, hafa gert liðinu erfitt fyrir og þátttakan í Meistaradeildinni hefur líka valdið auka álagi þannig að það er ansi langsótt að halda því fram að Ranieri hafi verið að klúðra leiktíðinni, en sagan segir að hann hafi verið búinn að missa klefann og þá er kannski skiljanlegt að hann hafi þurft að taka pokann sinn.
Craig Shakespeare, sem var hægri hönd Ranieri, stjórnar liðinu tímabundið þar til annar stjóri fæst. Það hafa ýmis nöfn verið nefnd í því sambandi en við veltum okkur ekki upp úr því í dag. Shakespeare stjórnar liðinu á morgun og vonandi tekst honum ekki að blása lífi í liðið strax í fyrsta leik. Það er nú oft þannig að lið fá aukinn kraft í fyrstu leikjunum eftir stjóraskipti og það væri alveg týpískt ef Leicester myndi hitta á draumaleikinn á móti Liverpool. Vonum að það gerist ekki.
Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield í haust 4-1 og á að vera sigurstranglegra liðið á morgun. Það er ágætis ástand á hópnum hjá okkar mönnum, en að vísu er óvíst hvort Lovren, Henderson og Sturridge geta verið með. Þeir tóku a.m.k ekki þátt í æfingu í gær.
Byrjunarliðið verður örugglega svipað og gegn Tottenham í síðasta leik, en ef Henderson verður ekki með fær Can væntanlega enn einn sjénsinn og ef Lovren verður leikfær tekur hann líklega sæti Lucasar í miðverðinum.
Ég vona að Liverpool sé loksins komið á beinu brautina eftir arfaslaka byrjun á nýju ári. Leikurinn gegn Tottenham var góður og vonandi hefur dvölin á Spáni gert mönnum gott. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 2-0 sigri á morgun. Mörkin koma frá Mané og Lallana.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Englandsmeisturum Leicester á útivelli annað kvöld. Leicester rak Claudio Ranieri í vikunni og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það mun hafa á leik liðsins.
Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum eins og flestu öðru í lífinu. Claudio Ranieri var elskaður og dáður s.l. vor en er nú talin rót vandans sem Leicester hefur átt við að etja í vetur. Það vissu auðvitað allir að Leicester myndi ekki verja titilinn í vetur og fæstir áttu von á því að liðið yrði í toppbaráttunni, en að sama skapi bjuggust sjálfsagt ekki margir við því að liðið yrði í bullandi fallbaráttu.
Jurgen Klopp sagði í vikunni að marg skrýtið hefði gerst á undanförnum mánuðum og setti brottrekstur Ranieri í flokk með Brexit og Trump. En svona er fótboltinn, það er ekki spurt um annað en árangur og hið stórkostlega afrek sem Leicester vann á síðustu leiktíð undir stjórns Ítalans geðþekka er greinilega ekki nóg fyrir eigendur liðsins.
Það varð alveg ljóst þegar Kanté var seldur í sumar að það yrði erfitt að fylla hans skarð og það hefur komið í ljós að liðið saknar hans gríðarlega. Meiðslavandræði, sem á einhvern ótrúlegan hátt þekktust ekki í herbúðum liðsins á síðustu leiktíð, hafa gert liðinu erfitt fyrir og þátttakan í Meistaradeildinni hefur líka valdið auka álagi þannig að það er ansi langsótt að halda því fram að Ranieri hafi verið að klúðra leiktíðinni, en sagan segir að hann hafi verið búinn að missa klefann og þá er kannski skiljanlegt að hann hafi þurft að taka pokann sinn.
Craig Shakespeare, sem var hægri hönd Ranieri, stjórnar liðinu tímabundið þar til annar stjóri fæst. Það hafa ýmis nöfn verið nefnd í því sambandi en við veltum okkur ekki upp úr því í dag. Shakespeare stjórnar liðinu á morgun og vonandi tekst honum ekki að blása lífi í liðið strax í fyrsta leik. Það er nú oft þannig að lið fá aukinn kraft í fyrstu leikjunum eftir stjóraskipti og það væri alveg týpískt ef Leicester myndi hitta á draumaleikinn á móti Liverpool. Vonum að það gerist ekki.
Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield í haust 4-1 og á að vera sigurstranglegra liðið á morgun. Það er ágætis ástand á hópnum hjá okkar mönnum, en að vísu er óvíst hvort Lovren, Henderson og Sturridge geta verið með. Þeir tóku a.m.k ekki þátt í æfingu í gær.
Byrjunarliðið verður örugglega svipað og gegn Tottenham í síðasta leik, en ef Henderson verður ekki með fær Can væntanlega enn einn sjénsinn og ef Lovren verður leikfær tekur hann líklega sæti Lucasar í miðverðinum.
Ég vona að Liverpool sé loksins komið á beinu brautina eftir arfaslaka byrjun á nýju ári. Leikurinn gegn Tottenham var góður og vonandi hefur dvölin á Spáni gert mönnum gott. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 2-0 sigri á morgun. Mörkin koma frá Mané og Lallana.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan