| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fréttir af Danny Ings
Sóknarmaðurinn Danny Ings hefur heldur betur átt erfitt uppdráttar vegna tveggja alvarlegra meiðsla síðan hann gekk til liðs við Liverpool. En hann lætur ekki bilbug á sér finna og hefur æft stíft eftir aðgerð á hné.
Ings setti sér það markmið að synda sem nemur lengd Ermasundsins sem er á milli Englands og Frakklands á meðan endurhæfingunni stendur og nú hefur hann náð því markmiði. Sundlaugin er ekki nema 20 metra löng og er á æfingasvæði Liverpool á Melwood. Ings hefur synt næstum því 1.700 ferðir í lauginni og það sem meira er þá hefur hann aðeins notast við efri helming líkamans þannig að afrekið er töluvert.
Jurgen Klopp er víst hæstánægður með viðhorf Ings og endurhæfingin hefur gengið vonum framar. Hann fékk t.d. grænt ljós á það að byrja að skokka utandyra sem verður að teljast mjög gott. Einnig hefur hann öðlast enn meiri virðingu liðsfélaga sinna og þjálfarateymis félagsins fyrir ótrúlega jákvætt viðhorf og mikinn vilja til að ná sér góðum af núverandi meiðslum.
Ekki er þó búið að nefna neina dagsetningu á endurkomu Ings á knattspyrnuvöllinn og eftir tvö mjög erfið meiðsli á hné er alls óvíst hvort að hann snúi til baka alveg heill heilsu en það verður auðvitað að koma í ljós.
Hvað svo sem verður er ekki hægt að efast um vinnusemi Ings og viljann til að koma sterkur til baka.
Ings setti sér það markmið að synda sem nemur lengd Ermasundsins sem er á milli Englands og Frakklands á meðan endurhæfingunni stendur og nú hefur hann náð því markmiði. Sundlaugin er ekki nema 20 metra löng og er á æfingasvæði Liverpool á Melwood. Ings hefur synt næstum því 1.700 ferðir í lauginni og það sem meira er þá hefur hann aðeins notast við efri helming líkamans þannig að afrekið er töluvert.
Jurgen Klopp er víst hæstánægður með viðhorf Ings og endurhæfingin hefur gengið vonum framar. Hann fékk t.d. grænt ljós á það að byrja að skokka utandyra sem verður að teljast mjög gott. Einnig hefur hann öðlast enn meiri virðingu liðsfélaga sinna og þjálfarateymis félagsins fyrir ótrúlega jákvætt viðhorf og mikinn vilja til að ná sér góðum af núverandi meiðslum.
Ekki er þó búið að nefna neina dagsetningu á endurkomu Ings á knattspyrnuvöllinn og eftir tvö mjög erfið meiðsli á hné er alls óvíst hvort að hann snúi til baka alveg heill heilsu en það verður auðvitað að koma í ljós.
Hvað svo sem verður er ekki hægt að efast um vinnusemi Ings og viljann til að koma sterkur til baka.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan