| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðasti útileikur tímabilsins er gegn West Ham á London Stadium og hefst leikurinn kl. 13:15 sunnudaginn 14. maí. Gríðarlega mikilvægt er fyrir okkar menn að tapa ekki stigum í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar.
Nú þegar Arsenal gera sig líklega til að komast upp í topp fjóra í deildinni mega Jurgen Klopp og leikmenn hans ekki misstíga sig í þessum leik en það verður að segjast að gengi Liverpool gegn West Ham hefur ekki verið gott undanfarin misseri. Þetta er í fyrsta skipti sem Liverpool mætir til leiks á nýja heimavelli West Ham en síðustu tveir leikir gegn þeim í London hafa tapast, vonandi nær Liverpool góðum sigri í fyrstu heimsókn sinni á þennan glæsilega leikvang. Eins og flestir muna gerðu liðin 2-2 jafntefli á Anfield fyrr á leiktíðinni, á síðasta tímabili unnu West Ham svo 2-0 sigur, nánar tiltekið þann 2. janúar 2016. Af síðustu sex útileikjum gegn Hömrunum hafa þrír unnist og þrír tapast. Liðin mættust svo einnig í FA bikarnum á síðasta tímabili þar sem 0-0 jafntefli var niðurstaðan á Anfield og West Ham unnu svo 2-1 á sínum heimavelli með marki á síðustu andartökum framlengingar. Það er því þannig að ekki hefur tekist að vinna sigur á West Ham í síðustu fimm leikjum og nú er ljóst að sú tölfræði þarf að breytast.
Hvað meiðsli í herbúðum okkar manna varðar ætti Adam Lallana nú að vera klár til að byrja leikinn en hann sat á bekknum gegn Southampton í síðasta leik og kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Sem fyrr eru svo þeir Sadio Mané, Danny Ings og Jordan Henderson meiddir en útlitið er þó eitthvað bjartara með fyrirliðann þó svo að hann nái ekki þessum leik. Það kom svo fram á blaðamannafundi Klopp fyrir leikinn að þeir Lucas og Firmino eru tæpir fyrir leikinn og það ræðst af því hvort þeir nái að æfa í dag (föstudag) og laugardag fyrir leik, hvort þeir verði með eða ekki. Það væri skarð fyrir skildi ef þessir tveir verða ekki með.
Heimamenn eiga við töluverð meiðsli að stríða í sínum leikmannahóp. Alls eru 8 leikmenn meiddir hjá þeim og aðeins er líklegt að Arthur Masuaku verði klár í slaginn. Andy Carroll fyrrum leikmaður Liverpool er einnig meiddur og ég vona innilega að hann verði ekki með í þessum leik þar sem hann er jú alltaf gríðarlega ógnandi í skallaboltum og föst leikatriði ekki sterkasta hlið í varnarleik Liverpool. Carroll er víst að stríða við meiðsli í nára og ekki er búið að setja neina dagsetningu á hvenær hann er klár í slaginn á ný, þó svo að maður óski engum leikmanni það að vera meiddur þá mætti hann alveg missa af þessum leik. Aðrir leikmenn á meiðslalistanum eru Kouyate, D. Sakho, Antonio, Obiang, Agbonna og Tore og eins og áður sagði verður enginn af þeim klár í þennan leik eftir því sem næst verður komist.
En þrátt fyrir mikil meiðsli hjá West Ham náðu þeir að vinna góðan 1-0 sigur á Tottenham í síðustu umferð og komu þau úrslit nokkuð á óvart. Slaven Bilic stjóri Hamranna hefur svo í gegnum tíðina reynst erfiður við að eiga fyrir Liverpool og hann hefur aðeins tapað einum leik fyrir Liverpool á sínum ferli sem stjóri, það var þegar hann mætti með Besiktas á Anfield í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar 2015. Liverpool vann með marki frá Mario Balotelli úr vítaspyrnu en seinni leikurinn tapaðist 1-0 og fór í vítaspyrnukeppni þar sem Besiktas sigruðu. Það er því ljóst að leikurinn verður mjög erfiður og ég verð að segja að bjartsýnin er ekki gríðarlega mikil fyrir þennan leik.
Spáin tekur því eitthvað mið af því að þessu sinni. Úrslitin verða ekki okkar mönnum að skapi en ég held að lokatölur verði 2-2 og það verður svo að koma í ljós hversu mikilvægt þetta stig verður þegar upp er staðið. Leikurinn má alls ekki tapast því þá er útlitið um að enda í topp fjórum orðið ansi dökkt.
Vonum auðvitað það besta !
Fróðleikur:
- Sadio Mané er enn markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með 13 mörk og komu þau öll í deildinni.
- Roberto Firmino kemur þar næstur með 11 mörk í deildinni og 12 alls á tímabilinu.
- Divock Origi hefur tekið þátt í flestum leikjum á tímabilinu það sem af er eða alls 41 leik.
- Nathaniel Clyne hefur þó spilað flesta deildarleiki eða 35 talsins.
- Michail Antonio er markahæstur leikmanna West Ham á tímabilinu með 9 mörk.
- Liverpool eru í 3. sæti deildarinnar með 70 stig eftir 36 leiki.
- West Ham eru í 12. sæti með 42 stig eftir 36 leiki.
Nú þegar Arsenal gera sig líklega til að komast upp í topp fjóra í deildinni mega Jurgen Klopp og leikmenn hans ekki misstíga sig í þessum leik en það verður að segjast að gengi Liverpool gegn West Ham hefur ekki verið gott undanfarin misseri. Þetta er í fyrsta skipti sem Liverpool mætir til leiks á nýja heimavelli West Ham en síðustu tveir leikir gegn þeim í London hafa tapast, vonandi nær Liverpool góðum sigri í fyrstu heimsókn sinni á þennan glæsilega leikvang. Eins og flestir muna gerðu liðin 2-2 jafntefli á Anfield fyrr á leiktíðinni, á síðasta tímabili unnu West Ham svo 2-0 sigur, nánar tiltekið þann 2. janúar 2016. Af síðustu sex útileikjum gegn Hömrunum hafa þrír unnist og þrír tapast. Liðin mættust svo einnig í FA bikarnum á síðasta tímabili þar sem 0-0 jafntefli var niðurstaðan á Anfield og West Ham unnu svo 2-1 á sínum heimavelli með marki á síðustu andartökum framlengingar. Það er því þannig að ekki hefur tekist að vinna sigur á West Ham í síðustu fimm leikjum og nú er ljóst að sú tölfræði þarf að breytast.
Hvað meiðsli í herbúðum okkar manna varðar ætti Adam Lallana nú að vera klár til að byrja leikinn en hann sat á bekknum gegn Southampton í síðasta leik og kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Sem fyrr eru svo þeir Sadio Mané, Danny Ings og Jordan Henderson meiddir en útlitið er þó eitthvað bjartara með fyrirliðann þó svo að hann nái ekki þessum leik. Það kom svo fram á blaðamannafundi Klopp fyrir leikinn að þeir Lucas og Firmino eru tæpir fyrir leikinn og það ræðst af því hvort þeir nái að æfa í dag (föstudag) og laugardag fyrir leik, hvort þeir verði með eða ekki. Það væri skarð fyrir skildi ef þessir tveir verða ekki með.
Heimamenn eiga við töluverð meiðsli að stríða í sínum leikmannahóp. Alls eru 8 leikmenn meiddir hjá þeim og aðeins er líklegt að Arthur Masuaku verði klár í slaginn. Andy Carroll fyrrum leikmaður Liverpool er einnig meiddur og ég vona innilega að hann verði ekki með í þessum leik þar sem hann er jú alltaf gríðarlega ógnandi í skallaboltum og föst leikatriði ekki sterkasta hlið í varnarleik Liverpool. Carroll er víst að stríða við meiðsli í nára og ekki er búið að setja neina dagsetningu á hvenær hann er klár í slaginn á ný, þó svo að maður óski engum leikmanni það að vera meiddur þá mætti hann alveg missa af þessum leik. Aðrir leikmenn á meiðslalistanum eru Kouyate, D. Sakho, Antonio, Obiang, Agbonna og Tore og eins og áður sagði verður enginn af þeim klár í þennan leik eftir því sem næst verður komist.
En þrátt fyrir mikil meiðsli hjá West Ham náðu þeir að vinna góðan 1-0 sigur á Tottenham í síðustu umferð og komu þau úrslit nokkuð á óvart. Slaven Bilic stjóri Hamranna hefur svo í gegnum tíðina reynst erfiður við að eiga fyrir Liverpool og hann hefur aðeins tapað einum leik fyrir Liverpool á sínum ferli sem stjóri, það var þegar hann mætti með Besiktas á Anfield í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar 2015. Liverpool vann með marki frá Mario Balotelli úr vítaspyrnu en seinni leikurinn tapaðist 1-0 og fór í vítaspyrnukeppni þar sem Besiktas sigruðu. Það er því ljóst að leikurinn verður mjög erfiður og ég verð að segja að bjartsýnin er ekki gríðarlega mikil fyrir þennan leik.
Spáin tekur því eitthvað mið af því að þessu sinni. Úrslitin verða ekki okkar mönnum að skapi en ég held að lokatölur verði 2-2 og það verður svo að koma í ljós hversu mikilvægt þetta stig verður þegar upp er staðið. Leikurinn má alls ekki tapast því þá er útlitið um að enda í topp fjórum orðið ansi dökkt.
Vonum auðvitað það besta !
Fróðleikur:
- Sadio Mané er enn markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með 13 mörk og komu þau öll í deildinni.
- Roberto Firmino kemur þar næstur með 11 mörk í deildinni og 12 alls á tímabilinu.
- Divock Origi hefur tekið þátt í flestum leikjum á tímabilinu það sem af er eða alls 41 leik.
- Nathaniel Clyne hefur þó spilað flesta deildarleiki eða 35 talsins.
- Michail Antonio er markahæstur leikmanna West Ham á tímabilinu með 9 mörk.
- Liverpool eru í 3. sæti deildarinnar með 70 stig eftir 36 leiki.
- West Ham eru í 12. sæti með 42 stig eftir 36 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan