| Sf. Gutt

Hvað verður um Emre Can?

Framtíð Emre Can virðist ekki alveg á hreinu. Ekki hefur tekist að framlengja samning hans og Juventus hefur hug á að fá Þjóðverjann. 

Emre á nú eitt ár eftir af samingi sínum við Liverpool og eftir því sem fregnir herma hafa ekki tekist samningar um framlengingu. Að ári gæti hann því farið á frjálsri sölu. Af og til síðustu vikur og mánuði hefur verið talað um að samningaviðræður hafi verið í gangi en hingað til hafa þær ekki leitt til samningsgerðar. 

Juventus, sem vann bæði deild og bikar á Ítalíu á nýliðinni leiktíð, mun hafa áhuga á Emre en hann er ekki til sölu. Forráðamenn Liverpool munu vonast til að nýr samningur verði gerður því Jürgen Klopp vill ekki missa landa sinn frá félaginu. Hann verður því hjá Liverpool næsta keppnistímabil!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan