| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins heimasigur á Crystal Palace
Eftir þrjú deildartöp í röð fyrir Crystal Palace náði Liverpool loksins að leggja Ernina að velli á Anfield. Sadio Mané skoraði markið sem færði Liverpool 1:0 sigur.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir Evrópusigurinn í Þýskalandi og hafði örugglega seinni leikinn í huga. Andy Robertson kom inn í liðið í fyrsta sinn og Daniel Sturridge leiddi sókina eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Joe Gomez lék sem hægri bakvörður. Fyrir leikinn var þeirra sem voru myrtir í Barcelona fyrr í vikunni minnst.
Það varð strax ljóst hvernig þessi leikur myndi vera. Liverpool sótti og Crystal Palace lá í vörn. Eftir stundarfjórðung kom fyrsta færið. Andy sendi stórgóða sendingu frá vinstri. Wayne Hennessey missti af fyrirgjöfinni en Joel Matip náði ekki að skalla í markið sem var autt. Á 35. mínútu skapaðist aftur hætta eftir fyrirgjöf frá Andy, sem átti frábæran leik, en Sadio Mané náði ekki valdi á boltanum og ekkert varð úr. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks átti Roberto Firmino fast skot sem Wayne náði að slá frá. Palace náði í kjölfarið hraðaupphlaupi sem lauk með góðu skoti Jason Puncheon sem Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark í leikhléi.
Georginio Wijnaldum fékk fyrsta færi síðari hálfleiks á 54. mínútu en Wayne henti sér niður og varði fyrir framan Kop stúkuna. Mínútu seinna fékk Palace dauðafæri. Ruben Loftus-Cheek braust upp hægra megin, lék á Ragnar Klavan og renndi boltanum út í vítateiginn á Christian Benteke en hann mokaði boltanum hátt yfir sem var eins gott. Þetta var í eina skiptið í leiknum sem Christian sást nema þá þegar hann var bókaður!
Liverpool sótti áfram og Jordan Henderson átti langskot rétt áður en klukkutími var liðinn af leiknum en Wayne, sem var magnaður í markinu, var enn einu sinni vel á verði. Um tíu mínútum seinna gerði Liverpool harða atlögu að marki Palace. Georginio var of seinn að skjóta í upplögðu færi og boltinn hrökk til og frá áður en Sadio skaut en landsliðsmarkvörður Wales náði boltanum.
Loksins komst Liverpool yfir eftir 73 mínútur. Sadio Mané fékk boltann utan við vítateiginn og hugðist brjótast í gegn með aðstoð Robertson. Það tókst ekki og leikmaður Palace náði boltanum. Dominic Solanke, sem var nýkominn inn á, vann í framhaldinu tæklingu og við það hrökk boltinn til Sadio sem skoraði af miklu öryggi úr miðjum teig. Mikill fögnuður braust út á Anfield og leikmönnum Liverpool var greinilega létt.
Undir lokinn hefði Liverpool átt að bæta við en sem fyrr var Wayne til varnar. Hann varði vel frá Dominic mínútu fyrir leikslok eftir snögga sókn og í viðbótartíma sló hann skot frá Robertson yfir. Hann sá svo við bogaskoti Mohamed Salah áður en yfir lauk. Stuðningsmenn og leikmenn Liverpool fögnuðu sigrinum í sólinni þegar leikurinn var flautaður af. Sanngjarn sigur sem hefði átt að vera stærri. En mestu skipti að ná stigunum sem voru í boði og stöðva þriggja ára sigurgöngu Palace á Anfield sem var orðin óþolandi!
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Klavan, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum (Solanke 71. mín.), Mane, Firmino (Lovren 90. mín.) og Sturridge (Salah 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Flanagan, Can og Origi.
Mark Liverpool: Sadio Mané (73. mín.)
Gult spjald: Jordan Henderson.
Crystal Palace: Hennessey, Fosu-Mensah, Dann, Tomkins, Ward, Milivojevic (Kaikai 77. mín.), Puncheon (McArthur 73. mín.), Van Aanholt (Schlupp 84. mín.), Loftus-Cheek, Townsend og Benteke. Ónotaðir varamenn: Speroni, Cabaye, Eyenga Lokilo og Kelly.
Gul spjöld: Jason Puncheon, Patrick Van Aanholt, Christian Benteke.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.138.
Maður leiksins: Andrew Robinson. Skotinn ungi átti frábæra frumraun. Hann var kvikur, sókndjarfur og átti stórgóðar fyrirgjafir. Ein besta frumraun nýliða hjá Liverpool á seinni árum. Hann nær vonandi að halda áfram á sömu braut og geri hann svo er búið að skipa í stöðu vinstri bakvarðar til næstu ára!
Jürgen Klopp: Það er ekki nokkur vafi á því að knattspyrnan gat verið betri í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með að við skoruðum og sköpuðum okkur færi í síðari hálfleik.
- Liverpool vann sinn fyrsta deildarsigur á leiktíðinni.
- Liverpool vann heimasigur á Crystal Palace eftir töp síðustu þrjár leiktíðir.
- Sadio Mané skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
- Daniel Sturridge lék sinn 120. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 60 mörk.
- Leikurinn var á hefðbundnum leiktíma á Englandi. Laugardagur klukkan þrjú að staðartíma!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar á liðinu eftir Evrópusigurinn í Þýskalandi og hafði örugglega seinni leikinn í huga. Andy Robertson kom inn í liðið í fyrsta sinn og Daniel Sturridge leiddi sókina eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Joe Gomez lék sem hægri bakvörður. Fyrir leikinn var þeirra sem voru myrtir í Barcelona fyrr í vikunni minnst.
Það varð strax ljóst hvernig þessi leikur myndi vera. Liverpool sótti og Crystal Palace lá í vörn. Eftir stundarfjórðung kom fyrsta færið. Andy sendi stórgóða sendingu frá vinstri. Wayne Hennessey missti af fyrirgjöfinni en Joel Matip náði ekki að skalla í markið sem var autt. Á 35. mínútu skapaðist aftur hætta eftir fyrirgjöf frá Andy, sem átti frábæran leik, en Sadio Mané náði ekki valdi á boltanum og ekkert varð úr. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks átti Roberto Firmino fast skot sem Wayne náði að slá frá. Palace náði í kjölfarið hraðaupphlaupi sem lauk með góðu skoti Jason Puncheon sem Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark í leikhléi.
Georginio Wijnaldum fékk fyrsta færi síðari hálfleiks á 54. mínútu en Wayne henti sér niður og varði fyrir framan Kop stúkuna. Mínútu seinna fékk Palace dauðafæri. Ruben Loftus-Cheek braust upp hægra megin, lék á Ragnar Klavan og renndi boltanum út í vítateiginn á Christian Benteke en hann mokaði boltanum hátt yfir sem var eins gott. Þetta var í eina skiptið í leiknum sem Christian sást nema þá þegar hann var bókaður!
Liverpool sótti áfram og Jordan Henderson átti langskot rétt áður en klukkutími var liðinn af leiknum en Wayne, sem var magnaður í markinu, var enn einu sinni vel á verði. Um tíu mínútum seinna gerði Liverpool harða atlögu að marki Palace. Georginio var of seinn að skjóta í upplögðu færi og boltinn hrökk til og frá áður en Sadio skaut en landsliðsmarkvörður Wales náði boltanum.
Loksins komst Liverpool yfir eftir 73 mínútur. Sadio Mané fékk boltann utan við vítateiginn og hugðist brjótast í gegn með aðstoð Robertson. Það tókst ekki og leikmaður Palace náði boltanum. Dominic Solanke, sem var nýkominn inn á, vann í framhaldinu tæklingu og við það hrökk boltinn til Sadio sem skoraði af miklu öryggi úr miðjum teig. Mikill fögnuður braust út á Anfield og leikmönnum Liverpool var greinilega létt.
Undir lokinn hefði Liverpool átt að bæta við en sem fyrr var Wayne til varnar. Hann varði vel frá Dominic mínútu fyrir leikslok eftir snögga sókn og í viðbótartíma sló hann skot frá Robertson yfir. Hann sá svo við bogaskoti Mohamed Salah áður en yfir lauk. Stuðningsmenn og leikmenn Liverpool fögnuðu sigrinum í sólinni þegar leikurinn var flautaður af. Sanngjarn sigur sem hefði átt að vera stærri. En mestu skipti að ná stigunum sem voru í boði og stöðva þriggja ára sigurgöngu Palace á Anfield sem var orðin óþolandi!
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Klavan, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum (Solanke 71. mín.), Mane, Firmino (Lovren 90. mín.) og Sturridge (Salah 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Flanagan, Can og Origi.
Mark Liverpool: Sadio Mané (73. mín.)
Gult spjald: Jordan Henderson.
Crystal Palace: Hennessey, Fosu-Mensah, Dann, Tomkins, Ward, Milivojevic (Kaikai 77. mín.), Puncheon (McArthur 73. mín.), Van Aanholt (Schlupp 84. mín.), Loftus-Cheek, Townsend og Benteke. Ónotaðir varamenn: Speroni, Cabaye, Eyenga Lokilo og Kelly.
Gul spjöld: Jason Puncheon, Patrick Van Aanholt, Christian Benteke.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.138.
Maður leiksins: Andrew Robinson. Skotinn ungi átti frábæra frumraun. Hann var kvikur, sókndjarfur og átti stórgóðar fyrirgjafir. Ein besta frumraun nýliða hjá Liverpool á seinni árum. Hann nær vonandi að halda áfram á sömu braut og geri hann svo er búið að skipa í stöðu vinstri bakvarðar til næstu ára!
Jürgen Klopp: Það er ekki nokkur vafi á því að knattspyrnan gat verið betri í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með að við skoruðum og sköpuðum okkur færi í síðari hálfleik.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn fyrsta deildarsigur á leiktíðinni.
- Liverpool vann heimasigur á Crystal Palace eftir töp síðustu þrjár leiktíðir.
- Sadio Mané skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
- Daniel Sturridge lék sinn 120. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 60 mörk.
- Leikurinn var á hefðbundnum leiktíma á Englandi. Laugardagur klukkan þrjú að staðartíma!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan