| Heimir Eyvindarson

Síðast þegar Liverpool tapaði 5-0

Síðast þegar Liverpool tapaði 5-0 stjórnaði Bill Shankly mótherjunum. Síðan eru liðin 59 ár.

Stórtapið gegn Manchester City á laugardaginn hefur gefið mönnum tilefni til að kafa ofan í sögubækurnar, sem kemur kannski ekki á óvart þegar Liverpool er annars vegar.

Liverpool Echo hefur flett því upp að síðasta 5-0 tap Liverpool hafi komið gegn Huddersfield þann 4. október 1959. Þá voru bæði liðin í 2. deild. Stjóri Huddersfield á þessum tíma var enginn annar en Bill Shankly. Rúmu ári síðar tók Shankly svo við Liverpool.

Rétt eins og í leiknum á laugardaginn missti annað liðið mann af velli snemma leiks, en einn leikmanna Huddersfield meiddist og í þá tíð voru engar skiptingar leyfðar. Það kom greinilega ekki að sök. 

Það fylgir sögunni hjá Liverpool Echo að Liverpool hafi tekið sig rækilega saman í andlitinu eftir skellinn gegn lærisveinum Shankly og unnið næstu 5 leiki á eftir. Við skulum vona að sú saga endurtaki sig. Og helst gott betur. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan