| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool fær Burnley í heimsókn í næstu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar, leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma laugardaginn 16. september.
Burnley hafa byrjað tímabilið betur en margir spáðu og hafa jafnmörg stig og okkar menn fyrir þennan leik eða sjö talsins, markatala þeirra er einu marki betri einnig sem þýðir að þeir sitja í sjöunda sætinu á meðan Liverpool vermir áttunda sætið. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara Chelsea á útivelli í fyrsta leik 2-3 og svo náðu þeir góðu jafntefli á útivelli á móti Tottenham 1-1 með jöfnunarmarki í blálokin, þar á milli töpuðu þeir heima fyrir West Bromwich Albion og um síðustu helgi sigruðu þeir lánlaust lið Crystal Palace á heimavelli. Það er því ljóst að þeir mæta á Anfield vitandi það að þeir geta vel náð góðum úrslitum í leiknum.
Það er þó skarð fyrir skildi hjá þeim að markvörður þeirra og fyrirliði, Tom Heaton, meiddist illa á öxl um síðustu helgi og getur ekki spilað þennan leik. Þar missa þeir út einn sinn mikilvægasta mann sem er vissulega vont fyrir þá. Ég get ekki sagt að ég þekki vel til þess hver kemur í liðið í staðinn en þeir Nick Pope og Adam Legzdins eru markverðir í aðalliðshópnum og annarhvor þeirra fær að spila, svo mikið er víst. Einhvernveginn finnst mér eins og að þegar varamarkvörður kemur inn í svona leik á Anfield að það sé bókað mál að hann eigi leik lífsins og haldi hreinu en ég vona að ég hafi innilega rangt fyrir mér. Aðrir á meiðslalistanum eru þeir Nahki Wells, Jeff Hendrick og Dean Marney.
Hvað Liverpool varðar þá er auðvitað ljóst að aðalmaðurinn Sadio Mané er ekki með þar sem hann tekur út sinn fyrsta leik af þriggja leikja banni. Sem fyrr eru svo þeir Adam Lallana og Nathaniel Clyne meiddir. Simon Mignolet kemur líklega í markið á ný og vonandi hrærir Klopp ekki mikið í vörninni þar sem töluverð þörf er á því að menn spili saman sem oftast þar. Ég geri þó ráð fyrir því að vörnin verði ekki óbreytt frá leiknum við Sevilla, held að Andy Robertson komi inn í vinstri bakvörðinn og Joe Gomez fær að víkja fyrir Trent Alexander-Arnold hægra megin. Það verður svo spennandi að sjá hvort að Philippe Coutinho byrji þennan leik en hann virkaði vel ryðgaður þegar hann kom inná gegn Sevilla og honum vantar sárlega fleiri mínútur til að koma sér í gang. Það er líklegast að mínu mati að hann detti beint í stað Mané. Klopp hlýtur að horfa á þennan leik sem mikilvægan uppá það að koma sjálfstrausti aftur í leikmennina og vinna góðan sigur á heimavelli áður en fjögurra leikja útivallartörn hefst í miðri næstu viku.
Það er ekki svo langt síðan að þessi lið mættust á Anfield. Þann 12. mars síðastliðinn unnu okkar menn 2-1 sigur af harðfylgi. Ashley Barnes skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu og spilamennska Liverpool var ekki góð það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Gini Wijnaldum tókst þó að jafna rétt fyrir hálfleik og Emre Can skoraði svo flott mark með skoti fyrir utan teig um miðjan síðari hálfleikinn.
Ég ætla að tippa á sömu úrslit nú því það er vonlaust að spá því að Liverpool haldi markinu hreinu. Kæmi mér heldur ekki á óvart ef Burnley myndu skora fyrsta mark leiksins en þeir rauðu ná að svara því og tryggja sér sigur.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna liðsins í deildinni með 3 mörk.
- Hann er þó ekki markahæstur þegar allir leikir eru taldir með því þeir Roberto Firmino og Mohamed Salah hafa skorað fjögur mörk hvor í öllum keppnum.
- Þeir Sam Vokes og Chris Wood eru báðir með tvö mörk skoruð það sem af er tímabili hjá Burnley.
Burnley hafa byrjað tímabilið betur en margir spáðu og hafa jafnmörg stig og okkar menn fyrir þennan leik eða sjö talsins, markatala þeirra er einu marki betri einnig sem þýðir að þeir sitja í sjöunda sætinu á meðan Liverpool vermir áttunda sætið. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara Chelsea á útivelli í fyrsta leik 2-3 og svo náðu þeir góðu jafntefli á útivelli á móti Tottenham 1-1 með jöfnunarmarki í blálokin, þar á milli töpuðu þeir heima fyrir West Bromwich Albion og um síðustu helgi sigruðu þeir lánlaust lið Crystal Palace á heimavelli. Það er því ljóst að þeir mæta á Anfield vitandi það að þeir geta vel náð góðum úrslitum í leiknum.
Það er þó skarð fyrir skildi hjá þeim að markvörður þeirra og fyrirliði, Tom Heaton, meiddist illa á öxl um síðustu helgi og getur ekki spilað þennan leik. Þar missa þeir út einn sinn mikilvægasta mann sem er vissulega vont fyrir þá. Ég get ekki sagt að ég þekki vel til þess hver kemur í liðið í staðinn en þeir Nick Pope og Adam Legzdins eru markverðir í aðalliðshópnum og annarhvor þeirra fær að spila, svo mikið er víst. Einhvernveginn finnst mér eins og að þegar varamarkvörður kemur inn í svona leik á Anfield að það sé bókað mál að hann eigi leik lífsins og haldi hreinu en ég vona að ég hafi innilega rangt fyrir mér. Aðrir á meiðslalistanum eru þeir Nahki Wells, Jeff Hendrick og Dean Marney.
Hvað Liverpool varðar þá er auðvitað ljóst að aðalmaðurinn Sadio Mané er ekki með þar sem hann tekur út sinn fyrsta leik af þriggja leikja banni. Sem fyrr eru svo þeir Adam Lallana og Nathaniel Clyne meiddir. Simon Mignolet kemur líklega í markið á ný og vonandi hrærir Klopp ekki mikið í vörninni þar sem töluverð þörf er á því að menn spili saman sem oftast þar. Ég geri þó ráð fyrir því að vörnin verði ekki óbreytt frá leiknum við Sevilla, held að Andy Robertson komi inn í vinstri bakvörðinn og Joe Gomez fær að víkja fyrir Trent Alexander-Arnold hægra megin. Það verður svo spennandi að sjá hvort að Philippe Coutinho byrji þennan leik en hann virkaði vel ryðgaður þegar hann kom inná gegn Sevilla og honum vantar sárlega fleiri mínútur til að koma sér í gang. Það er líklegast að mínu mati að hann detti beint í stað Mané. Klopp hlýtur að horfa á þennan leik sem mikilvægan uppá það að koma sjálfstrausti aftur í leikmennina og vinna góðan sigur á heimavelli áður en fjögurra leikja útivallartörn hefst í miðri næstu viku.
Það er ekki svo langt síðan að þessi lið mættust á Anfield. Þann 12. mars síðastliðinn unnu okkar menn 2-1 sigur af harðfylgi. Ashley Barnes skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu og spilamennska Liverpool var ekki góð það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Gini Wijnaldum tókst þó að jafna rétt fyrir hálfleik og Emre Can skoraði svo flott mark með skoti fyrir utan teig um miðjan síðari hálfleikinn.
Ég ætla að tippa á sömu úrslit nú því það er vonlaust að spá því að Liverpool haldi markinu hreinu. Kæmi mér heldur ekki á óvart ef Burnley myndu skora fyrsta mark leiksins en þeir rauðu ná að svara því og tryggja sér sigur.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna liðsins í deildinni með 3 mörk.
- Hann er þó ekki markahæstur þegar allir leikir eru taldir með því þeir Roberto Firmino og Mohamed Salah hafa skorað fjögur mörk hvor í öllum keppnum.
- Þeir Sam Vokes og Chris Wood eru báðir með tvö mörk skoruð það sem af er tímabili hjá Burnley.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan