| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Vonbrigði
Það var endurtekið efni á Anfield þegar Burnley komu í heimsókn og náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir örfá skot á markið.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp var ekki langt frá því sem spáð var hér fyrir leik en þeir Alexander-Arnold og Robertson komu inn í bakvarðastöðuna. Ragnar Klavan spilaði svo í miðverði með Joel Matip en það kom nokkuð á óvart verð ég að segja þar sem Dejan Lovren hefði nú alveg mátt spila til að reyna að kvitta fyrir mistökin gegn Sevilla. James Milner kom inná miðjuna ásamt Coutinho í stað þeirra Henderson og Wijnaldum og Daniel Sturridge byrjaði í sóknarlínunni í stað Mané.
Hjá Burnley má segja að um hefðbundna uppstillingu var að ræða en Nick Pope stóð í markinu í stað Heaton sem er meiddur. Það kom svo sannarlega ekki á óvart að þessi ágæti Pope spilaði sennilega leik lífsins eins og oft vill gerast þegar þessi staða kemur upp hjá mótherjanum á Anfield.
Liverpool byrjaði leikinn að sjálfsögðu betur og voru miklu meira með boltann en nýttu sér það nú ekki til að komast yfir í leiknum. Burnley voru fyrri til að skora og það gerði Arfield, á 27. mínútu, eftir að samherjar hans höfðu unnið tvo skallabolta þar á undan og Klavan og Matip voru eitthvað að misskilja hvorn annan í varnarleiknum. Ekki í fyrsta sinn sem það gerist.
Sem betur fer voru leikmenn Liverpool ekki lengi að jafna metin en Salah gerði það snyrtilega þrem mínútum síðar. Hann fékk háa sendingu innfyrir, tók vel á móti boltanum og lék honum inná vítateiginn. Flestir bjuggust kannski við því að hann myndi læða boltanum innfyrir á Sturridge sem kom í utaná hlaupið en Salah þrumaði bara að marki og Pope kom engum vörnum við.
Eftir þetta þarf ekki að gera stutta sögu langa... Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu til að skora annað mark og næst komst Solanke þegar hann fékk boltann á markteig, sneri baki í markið en náði skoti sem fór því miður í slána og Pope var svo mættur til að slá boltann í burtu. Rétt þar á undan hefði mögulega verið hægt að dæma víti á Salah þegar hann var felldur í teignum en það hefði verið strangur dómur að mínu mati. Trekk í trekk tóku menn slæmar ákvarðanir uppvið vítateiginn og skutu beint á Pope í markinu eða þrumuðu boltanum svo hátt yfir markið að áhorfendur í efri hluta Anfield Road End stúkunnar máttu hafa sig alla við að verða ekki fyrir boltanum.
Burnley voru svo ekki langt frá því að stela sigrinum en Ben Mee fékk tvisvar sinnum í röð tækifæri til að skalla boltann í markið eftir hornspyrnu en í bæði skiptin var bjargað á línu. Þegar fyrri hornspyrnan vannst voru þeir Emre Can og Ragnar Klavan ekki að tala saman og fóru báðir upp í skallabolta á vítateignum. Joel Matip húðskammaði þá félaga fyrir þetta og áhorfendum á Anfield var ekki skemmt.
Lokatölur leiksins voru 1-1.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Klavan, Robertson, Milner, Can, Coutinho (Solanke, 78. mín.), Sturridge, Salah, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Lovren, Wijnaldum, Henderson.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (30. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Ward, Guðmundsson (Barnes, 60. mín.), Defour (Westwood, 87. mín.), Cork, Brady, Arfield, Wood (Vokes, 87. mín.).
Mark Burnley: Scott Arfield (27. mín.).
Gul spjöld: Pope og Cork.
Áhorfendur á Anfield: 53.231.
Maður leiksins: Mohamed Salah heldur áfram að skora fyrir liðið og vera ógnandi framávið. Hann er nú orðinn markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu og kaupin á honum hafa heldur betur sannað sig strax.
Jurgen Klopp: ,,Þegar maður á svona mörg skot á markið snýst þetta ekki um varnarleik mótherjans. Markvörður þeirra varði nokkrum sinnum mjög vel. Ég er reiður hvað úrslitin varðar en ekki með það hvernig liðið spilaði. Þetta var sennilega besti leikur okkar gegn Burnley síðan ég kom hingað en því miður skoruðum við bara eitt mark."
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 8. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fimm umferðir.
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með fimm mörk í öllum keppnum.
- Liverpool átti 35 marktilraunir í leiknum en aðeins einu sinni síðan tímabilið 2003-4 hefur liðið átt fleiri marktilraunir í deildinni (37 tilraunir í 4-0 sigri á Everton í apríl 2016).
- Liverpool hefur verið með boltann 72% í síðustu þrem leikjum gegn Burnley en aðeins unnið einn þeirra.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp var ekki langt frá því sem spáð var hér fyrir leik en þeir Alexander-Arnold og Robertson komu inn í bakvarðastöðuna. Ragnar Klavan spilaði svo í miðverði með Joel Matip en það kom nokkuð á óvart verð ég að segja þar sem Dejan Lovren hefði nú alveg mátt spila til að reyna að kvitta fyrir mistökin gegn Sevilla. James Milner kom inná miðjuna ásamt Coutinho í stað þeirra Henderson og Wijnaldum og Daniel Sturridge byrjaði í sóknarlínunni í stað Mané.
Hjá Burnley má segja að um hefðbundna uppstillingu var að ræða en Nick Pope stóð í markinu í stað Heaton sem er meiddur. Það kom svo sannarlega ekki á óvart að þessi ágæti Pope spilaði sennilega leik lífsins eins og oft vill gerast þegar þessi staða kemur upp hjá mótherjanum á Anfield.
Liverpool byrjaði leikinn að sjálfsögðu betur og voru miklu meira með boltann en nýttu sér það nú ekki til að komast yfir í leiknum. Burnley voru fyrri til að skora og það gerði Arfield, á 27. mínútu, eftir að samherjar hans höfðu unnið tvo skallabolta þar á undan og Klavan og Matip voru eitthvað að misskilja hvorn annan í varnarleiknum. Ekki í fyrsta sinn sem það gerist.
Sem betur fer voru leikmenn Liverpool ekki lengi að jafna metin en Salah gerði það snyrtilega þrem mínútum síðar. Hann fékk háa sendingu innfyrir, tók vel á móti boltanum og lék honum inná vítateiginn. Flestir bjuggust kannski við því að hann myndi læða boltanum innfyrir á Sturridge sem kom í utaná hlaupið en Salah þrumaði bara að marki og Pope kom engum vörnum við.
Eftir þetta þarf ekki að gera stutta sögu langa... Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu til að skora annað mark og næst komst Solanke þegar hann fékk boltann á markteig, sneri baki í markið en náði skoti sem fór því miður í slána og Pope var svo mættur til að slá boltann í burtu. Rétt þar á undan hefði mögulega verið hægt að dæma víti á Salah þegar hann var felldur í teignum en það hefði verið strangur dómur að mínu mati. Trekk í trekk tóku menn slæmar ákvarðanir uppvið vítateiginn og skutu beint á Pope í markinu eða þrumuðu boltanum svo hátt yfir markið að áhorfendur í efri hluta Anfield Road End stúkunnar máttu hafa sig alla við að verða ekki fyrir boltanum.
Burnley voru svo ekki langt frá því að stela sigrinum en Ben Mee fékk tvisvar sinnum í röð tækifæri til að skalla boltann í markið eftir hornspyrnu en í bæði skiptin var bjargað á línu. Þegar fyrri hornspyrnan vannst voru þeir Emre Can og Ragnar Klavan ekki að tala saman og fóru báðir upp í skallabolta á vítateignum. Joel Matip húðskammaði þá félaga fyrir þetta og áhorfendum á Anfield var ekki skemmt.
Lokatölur leiksins voru 1-1.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Klavan, Robertson, Milner, Can, Coutinho (Solanke, 78. mín.), Sturridge, Salah, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Lovren, Wijnaldum, Henderson.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (30. mín.).
Gult spjald: Emre Can.
Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Ward, Guðmundsson (Barnes, 60. mín.), Defour (Westwood, 87. mín.), Cork, Brady, Arfield, Wood (Vokes, 87. mín.).
Mark Burnley: Scott Arfield (27. mín.).
Gul spjöld: Pope og Cork.
Áhorfendur á Anfield: 53.231.
Maður leiksins: Mohamed Salah heldur áfram að skora fyrir liðið og vera ógnandi framávið. Hann er nú orðinn markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu og kaupin á honum hafa heldur betur sannað sig strax.
Jurgen Klopp: ,,Þegar maður á svona mörg skot á markið snýst þetta ekki um varnarleik mótherjans. Markvörður þeirra varði nokkrum sinnum mjög vel. Ég er reiður hvað úrslitin varðar en ekki með það hvernig liðið spilaði. Þetta var sennilega besti leikur okkar gegn Burnley síðan ég kom hingað en því miður skoruðum við bara eitt mark."
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 8. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fimm umferðir.
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með fimm mörk í öllum keppnum.
- Liverpool átti 35 marktilraunir í leiknum en aðeins einu sinni síðan tímabilið 2003-4 hefur liðið átt fleiri marktilraunir í deildinni (37 tilraunir í 4-0 sigri á Everton í apríl 2016).
- Liverpool hefur verið með boltann 72% í síðustu þrem leikjum gegn Burnley en aðeins unnið einn þeirra.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan