| Sf. Gutt
Spartak Moskva v Liverpool
Jürgen Klopp er kominn með Rauða herinn þangað sem annar rauður her er gerður út. Liverpool leikur annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Moskvu annað kvöld. Það er heldur bjartara yfir herbúðum Liverpool en fyrir helgi þegar ekki hafði tekist að vinna leik í fjórum síðustu atrennum. Nú eftir sigur í Leicester í mögnuðum spennuleik er aftur komin bjartsýni í leikmenn og stuðningsmenn. Reyndar eru viðvanrandi áhyggjur af varnarleik Liverpool en sóknin lofar góðu. Enn betur fyrst Sadio Mané er eftur til taks. Hann er laus úr þiggja leikja banni en hann gat reyndar alltaf spilað Evrópuleikina. Philippe Coutinho sýndi líka í leikjunum á móti Leicester að hann er að nálgast sitt besta form og það munar um minna.
Spartak er rússneskur meistari en hefur byrjað yfirstandandi leiktíð stirðlega. Það er þó ekki vafi á því að rússneska liðið er erfitt heim að sækja og það verður ekki neinn hægðarleikur að vinna í Moskvu. Liverpool hefur tvívegis mætt Spartak í Moskvu og í fyrri skiptið unnu heimamenn 4:2 en það var í Evrópukeppni bikarhafa leiktíðina 1992/93. Í seinna skiptið tryggði Michael Owen 1:3 sigur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2002. Endurtekning á þeim úrslitum væri vel þegin.
Liðin fjögur í riðli Liverpool eru jöfn eftir fyrstu umferðina í riðlinum. Liverpool hefði átt að vinna Sevilla á Anfield Road en jafntefli varð niðurstaðan. Það var því gott að Maribor og Spartak skyldu líka skilja jöfn. En ef riðillinn verður jafn má ekkert út af bera. Einhverjar breytingar verða á liði Liverpool. Loris Karius kemur í markið enda búið að ákveða að hann spili í Meistaradeildinni. Joe Gomez er í leikbanni þannig að það verður að minnsta kosti ein breyting á vörninni. Svo er mjög líklegt að Sadio Mané komi inn í byrjunarliðið. Hver fer þá út í framlínunni? Varla Philippe Coutinho sem var frábær á laugardaginn á móti Leicester. Ég spái því að Liverpool vinni 1:2 í Moskvu. Sadio Mané og Philippe Coutinho skora. Rauði herinn er kominn á skrið! Hvernig má annað vera í Moskvu?
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Spartak Moskva v Liverpool
Jürgen Klopp er kominn með Rauða herinn þangað sem annar rauður her er gerður út. Liverpool leikur annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Moskvu annað kvöld. Það er heldur bjartara yfir herbúðum Liverpool en fyrir helgi þegar ekki hafði tekist að vinna leik í fjórum síðustu atrennum. Nú eftir sigur í Leicester í mögnuðum spennuleik er aftur komin bjartsýni í leikmenn og stuðningsmenn. Reyndar eru viðvanrandi áhyggjur af varnarleik Liverpool en sóknin lofar góðu. Enn betur fyrst Sadio Mané er eftur til taks. Hann er laus úr þiggja leikja banni en hann gat reyndar alltaf spilað Evrópuleikina. Philippe Coutinho sýndi líka í leikjunum á móti Leicester að hann er að nálgast sitt besta form og það munar um minna.
Spartak er rússneskur meistari en hefur byrjað yfirstandandi leiktíð stirðlega. Það er þó ekki vafi á því að rússneska liðið er erfitt heim að sækja og það verður ekki neinn hægðarleikur að vinna í Moskvu. Liverpool hefur tvívegis mætt Spartak í Moskvu og í fyrri skiptið unnu heimamenn 4:2 en það var í Evrópukeppni bikarhafa leiktíðina 1992/93. Í seinna skiptið tryggði Michael Owen 1:3 sigur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2002. Endurtekning á þeim úrslitum væri vel þegin.
Liðin fjögur í riðli Liverpool eru jöfn eftir fyrstu umferðina í riðlinum. Liverpool hefði átt að vinna Sevilla á Anfield Road en jafntefli varð niðurstaðan. Það var því gott að Maribor og Spartak skyldu líka skilja jöfn. En ef riðillinn verður jafn má ekkert út af bera. Einhverjar breytingar verða á liði Liverpool. Loris Karius kemur í markið enda búið að ákveða að hann spili í Meistaradeildinni. Joe Gomez er í leikbanni þannig að það verður að minnsta kosti ein breyting á vörninni. Svo er mjög líklegt að Sadio Mané komi inn í byrjunarliðið. Hver fer þá út í framlínunni? Varla Philippe Coutinho sem var frábær á laugardaginn á móti Leicester. Ég spái því að Liverpool vinni 1:2 í Moskvu. Sadio Mané og Philippe Coutinho skora. Rauði herinn er kominn á skrið! Hvernig má annað vera í Moskvu?
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan