| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er gegn Newcastle United á útivelli og verður flautað til leiks klukkan 15:30 sunnudaginn 1. október. Hjá Newcastle er fyrrum stjóri Liverpool, Rafa Benítez og ætti það að vekja upp skemmtilegar minningar.
Benítez tók við Newcastle í mars árið 2016 og átti að bjarga þeim frá falli úr úrvalsdeildinni en það tókst ekki. Hann gerði liðið svo að meisturum í næst efstu deild í fyrra, eins og margir bjuggust reyndar við og Newcastle því komið fljótt aftur í hóp þeirra bestu á Englandi. Hann náði að mæta Liverpool sem stjóri Newcastle í apríl árið 2016 þar sem hann gerði góða ferð á Anfield og náði 2-2 jafntefli. Við skulum vona að nú takist Liverpool að leggja Benítez að velli.
Frekar lélegur september mánuður verður að baki þegar liðin mætast sem er gott þar sem okkar menn náðu aðeins í einn sigur í mánuðinum. Það var þó mikilvægur sigur í baráttunni í deildinni og á erfiðum útivelli í þokkabót. Leikurinn við Newcastle verður fjórði útileikur liðsins í röð og við tekur svo landsleikjahlé. Spilamennska liðsins var þó ekki alslæm í september en það vantaði sárlega að nýta færin. Varnarleikurinn er svo auðvitað alltaf í umræðunni en gegn Spartak Moskvu var hann í góðu lagi og það má alveg halda áfram á sunnudaginn kemur. Vonandi verður ekkert um frekari hæringar í vörninni en auðvitað kemur Simon Mignolet aftur í markið þar sem um deildarleik er að ræða. Það er svo spurning hvort að Alexander-Arnold haldi stöðu sinni sem hægri bakvörður en mér finnst nú líklegra að Joe Gomez komi inn aftur eftir að hafa tekið út leikbann í Meistaradeildinni. Þeir Matip og Lovren verða svo að ná að spila þennan leik, það er eiginlega ekki í boði að tefla fram Ragnar Klavan enn einu sinni, því miður.
Newcastle hafa byrjað tímabilið ágætlega og sitja í 10. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 6 leiki. Liverpool er í fimmta sæti með 11 stig og það væri afar slæmt að tapa stigum í þessum leik því toppliðin virðast ekki misstíga sig þessa dagana og það væri ágætt að nýta tækifærið og klífa ofar í töflunni og mögulega saxa á bilið, sérstaklega þegar Chelsea og Manchester City mætast innbyrðis í þessari umferð. Í gegnum söguna hefur Liverpool ekki átt góðu gengi að fagna á heimavelli Newcastle. Ekki hefur tekist að vinna sigur í síðustu þrem leikjum, einn hefur farið jafntefli og tveir tapast. Það var í apríl 2013 þegar okkar menn unnu síðast sigur þarna og var það 6-0 stórsigur en í heildina litið hafa liðin mæst 22 sinnum í Newcastle. Heimamenn hafa unnið 10 leiki, 5 hafa endað með jafntefli og Liverpool unnið 7.
Engin ný meiðslavandræði ættu að vera í leikmannahóp gestanna og það styttist vonandi í endurkomu Adam Lallana og Nathaniel Clyne. Hjá Newcastle eru þrír leikmenn frá, Florian Lejeune, Paul Dummett og Massadio Haidara og glíma þeir allir við langtíma meiðsli þannig að ekki sjáum við þá skokka um grænt gras St James's Park að þessu sinni. Aleksandar Mitrovic framherji Newcastle er svo laus úr þriggja leikja banni og kemur ferskur inn. Það má svo ekki gleyma því að okkar maður Sadio Mané snýr einnig aftur til leiks eftir bann sömuleiðis og er það fagnaðarefni útaf fyrir sig. Vonandi tekst honum að reima á sig skotskóna ásamt hinu magnaða þríeyki Coutinho, Firmino og Salah. Nú þurfa menn heldur betur að fara að nýta færin sín og loka sjoppunni hinumegin því maður er orðinn vel þreyttur á því að mótherjinn skori mark úr sínu fyrsta skoti á mark Liverpool.
Þetta verður hörkuleikur þar sem Rafa Benítez fær væntanlega góðar kveðjur frá stuðningsmönnum Liverpool. Við skulum samt segja að það verði þeir rauðu sem gangi ánægðir af velli í lok leiks eftir 1-2 sigur þar sem sigurmarkið verður skorað seint í síðari hálfleik.
Eins og áður sagði tekur svo við landsleikjahlé og við bíðum öll spennt eftir því að deildin hefjist á ný því þá mæta Manchester United í heimsókn á Anfield. En klárum Newcastle fyrst !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með fjögur mörk það sem af er.
- Næstur honum kemur Sadio Mané með þrjú mörk.
- Varnarmaðurinn og fyrirliði Newcastle Jamaal Lascelles er markahæstur þeirra með tvö mörk í deildinni.
- Sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic hefur einnig skorað tvö mörk á tímabilinu en annað þeirra kom í Deildarbikarnum.
Benítez tók við Newcastle í mars árið 2016 og átti að bjarga þeim frá falli úr úrvalsdeildinni en það tókst ekki. Hann gerði liðið svo að meisturum í næst efstu deild í fyrra, eins og margir bjuggust reyndar við og Newcastle því komið fljótt aftur í hóp þeirra bestu á Englandi. Hann náði að mæta Liverpool sem stjóri Newcastle í apríl árið 2016 þar sem hann gerði góða ferð á Anfield og náði 2-2 jafntefli. Við skulum vona að nú takist Liverpool að leggja Benítez að velli.
Frekar lélegur september mánuður verður að baki þegar liðin mætast sem er gott þar sem okkar menn náðu aðeins í einn sigur í mánuðinum. Það var þó mikilvægur sigur í baráttunni í deildinni og á erfiðum útivelli í þokkabót. Leikurinn við Newcastle verður fjórði útileikur liðsins í röð og við tekur svo landsleikjahlé. Spilamennska liðsins var þó ekki alslæm í september en það vantaði sárlega að nýta færin. Varnarleikurinn er svo auðvitað alltaf í umræðunni en gegn Spartak Moskvu var hann í góðu lagi og það má alveg halda áfram á sunnudaginn kemur. Vonandi verður ekkert um frekari hæringar í vörninni en auðvitað kemur Simon Mignolet aftur í markið þar sem um deildarleik er að ræða. Það er svo spurning hvort að Alexander-Arnold haldi stöðu sinni sem hægri bakvörður en mér finnst nú líklegra að Joe Gomez komi inn aftur eftir að hafa tekið út leikbann í Meistaradeildinni. Þeir Matip og Lovren verða svo að ná að spila þennan leik, það er eiginlega ekki í boði að tefla fram Ragnar Klavan enn einu sinni, því miður.
Newcastle hafa byrjað tímabilið ágætlega og sitja í 10. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 6 leiki. Liverpool er í fimmta sæti með 11 stig og það væri afar slæmt að tapa stigum í þessum leik því toppliðin virðast ekki misstíga sig þessa dagana og það væri ágætt að nýta tækifærið og klífa ofar í töflunni og mögulega saxa á bilið, sérstaklega þegar Chelsea og Manchester City mætast innbyrðis í þessari umferð. Í gegnum söguna hefur Liverpool ekki átt góðu gengi að fagna á heimavelli Newcastle. Ekki hefur tekist að vinna sigur í síðustu þrem leikjum, einn hefur farið jafntefli og tveir tapast. Það var í apríl 2013 þegar okkar menn unnu síðast sigur þarna og var það 6-0 stórsigur en í heildina litið hafa liðin mæst 22 sinnum í Newcastle. Heimamenn hafa unnið 10 leiki, 5 hafa endað með jafntefli og Liverpool unnið 7.
Engin ný meiðslavandræði ættu að vera í leikmannahóp gestanna og það styttist vonandi í endurkomu Adam Lallana og Nathaniel Clyne. Hjá Newcastle eru þrír leikmenn frá, Florian Lejeune, Paul Dummett og Massadio Haidara og glíma þeir allir við langtíma meiðsli þannig að ekki sjáum við þá skokka um grænt gras St James's Park að þessu sinni. Aleksandar Mitrovic framherji Newcastle er svo laus úr þriggja leikja banni og kemur ferskur inn. Það má svo ekki gleyma því að okkar maður Sadio Mané snýr einnig aftur til leiks eftir bann sömuleiðis og er það fagnaðarefni útaf fyrir sig. Vonandi tekst honum að reima á sig skotskóna ásamt hinu magnaða þríeyki Coutinho, Firmino og Salah. Nú þurfa menn heldur betur að fara að nýta færin sín og loka sjoppunni hinumegin því maður er orðinn vel þreyttur á því að mótherjinn skori mark úr sínu fyrsta skoti á mark Liverpool.
Þetta verður hörkuleikur þar sem Rafa Benítez fær væntanlega góðar kveðjur frá stuðningsmönnum Liverpool. Við skulum samt segja að það verði þeir rauðu sem gangi ánægðir af velli í lok leiks eftir 1-2 sigur þar sem sigurmarkið verður skorað seint í síðari hálfleik.
Eins og áður sagði tekur svo við landsleikjahlé og við bíðum öll spennt eftir því að deildin hefjist á ný því þá mæta Manchester United í heimsókn á Anfield. En klárum Newcastle fyrst !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með fjögur mörk það sem af er.
- Næstur honum kemur Sadio Mané með þrjú mörk.
- Varnarmaðurinn og fyrirliði Newcastle Jamaal Lascelles er markahæstur þeirra með tvö mörk í deildinni.
- Sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic hefur einnig skorað tvö mörk á tímabilinu en annað þeirra kom í Deildarbikarnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan