| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli gegn Newcastle
Liverpool sótti Newcastle heim norður í land og lokatölur urðu 1-1 í enn einum leiknum þar sem færanýting Liverpool manna var léleg.
Daniel Sturridge leiddi sóknarlínuna að þessu sinni og Roberto Firmino settist á bekkinn. Sadio Mané sneri aftur í deildinni eftir þriggja leikja bann en að öðru leyti var liðið skipað eins og við var búist fyrirfram.
Fyrstu mínútur fyrri hálfleiks einkenndust af stöðubaráttu og langskotum Newcastle manna sem Mignolet átti ekki í vandræðum með að verja. Eftir korters leik komst Sturridge svo í ágæta stöðu inná teignum en skot hans var vel blokkað af varnarmanni Newcastle. Á 23 mínútu voru gestirnir svo ansi nálægt því að skora þegar Wijnaldum náði góðu skoti úr skrýtinni stöðu á teignum en boltinn fór í stöngina, þar barst hann út í teiginn þar sem varnarmenn Newcastle köstuðu sér fyrir skotin sem komu á markið og þetta endaði með því að Sadio Mané skaut framhjá. Ótrúlegt að boltinn skyldi ekki fara í markið þarna.
Sex mínútum síðar lá svo boltinn í markinu þegar Coutinho tók boltann niður fyrir utan teig, lék aðeins í átt að marki og þrumaði boltanum svo í markið. Þetta hefur sést oft áður og vonandi sjáum við þetta mun oftar hjá töframanninum Coutinho. Virkilega vel gert !
En eins og svo oft áður þurftum við ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarki. Á 36. mínútu jafnaði Joselu fyrir heimamenn. Hann fékk sendingu innfyrir og var kominn einn í gegn. Matip gerði vel að elta hann uppi og tæklaði boltann en beint í fótinn á Joselu og þaðan rúllaði boltinn framhjá Mignolet í markinu og í fjærhornið. Matip virkilega óheppinn þarna því hann gerði allt rétt en heppnin svo sannarlega með Newcastle mönnum þarna. Eftir þetta sóttu gestirnir meira og hefðu með réttu átt að fá vítaspyrnu. Aukaspyrna var tekin rétt fyrir utan vítateiginn við endalínuna vinstra megin og þar var Joel Matip haldið af varnarmanni en annar varnarmaður Newcastle skallaði boltann aftur fyrir markið. Hornspyrnan var tekin og þar var Lovren hent í grasið en dómarinn dæmdi ekki neitt. Martin Skrtel hefði verið stoltur af þessum varnarleik en hann var jú helst þekktur fyrir það að halda mönnum ískyggilega mikið í föstum leikatriðum. Staðan í hálfleik 1-1.
Seinni hálfleikur var svo einstefna Liverpool eins og svo oft áður. Besta færi leiksins féll Sturridge í skaut þegar varnarmaður hitti ekki boltann þegar hann reyndi að hreinsa frá. Sturridge var kominn einn gegn markmanni en skaut boltanum í fótinn á honum. Salah fylgdi á eftir og lyfti boltanum yfir markið þegar það virtist auðveldara að hitta á markið. Saga Liverpool á þessu tímabili í hnotskurn. Í stuttu máli sagt náðu gestirnir ekki að bæta við marki og undir lokin hefðu heimamenn getað skorað þegar þeir fengu hornspyrnu. Boltinn barst til Diame á markteig en Lovren náði að komast fyrir skotið.
Lokatölur 1-1 og enn og aftur eru stuðningsmenn Liverpool pirraðir yfir úrslitum sinna manna.
Newcastle: Elliot, Yedlin, Lascelles, Clark, Manquillo, Shelvey, Merino (Hayden, 74. mín.), Ritchie, Pérez (Diamé, 90. mín.), Atsu, Joselu (Gayle, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Murphy, Lejeune, Darlow, Gámez.
Mark Newcastle: Joselu (36. mín.).
Gult spjald: Pérez.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren, Moreno, Wijnaldum, Henderson, Coutinho, Salah (Oxlade-Chamberlain 84. mín.), Sturridge (Firmino, 74. mín.), Mané (Solanke 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Milner, Klavan, Can.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (29. mín.).
Gult spjald: Joe Gomez.
Áhorfendur á St James' Park: 52.303.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er maður leiksins því enn og aftur sýnir hann snilli sína með langskotum fyrir utan vítateiginn.
Jurgen Klopp: ,,Ég er vonsvikinn, pirraður, hvað sem þú vilt heyra. Við skoruðum frábært mark og sköpuðum góð færi. Við skutum yfir markið þó svo að það væri tómt. Við skorum vanalega úr þessum færum og ég sá ekki eitt færi sem Newcastle fékk eftir að þeir höfðu skorað úr eina færi sínu í leiknum til þessa. Manni finnst það ekki sanngjarnt en ef maður hjálpar sér ekki sjálfur þá hjálpar manni enginn."
Fróðleikur:
- Philippe Coutinho hefur skorað 17 mörk fyrir utan vítateig í úrvalsdeildinni en það er þremur mörkum meira en nokkur annar leikmaður hefur gert síðan í febrúar 2013.
- Coutinho skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu og annað mark sitt í deildinni.
- Joe Gomez spilaði sinn 10. deildarleik fyrir félagið.
- Jordan Henderson spilaði sinn 250. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Daniel Sturridge leiddi sóknarlínuna að þessu sinni og Roberto Firmino settist á bekkinn. Sadio Mané sneri aftur í deildinni eftir þriggja leikja bann en að öðru leyti var liðið skipað eins og við var búist fyrirfram.
Fyrstu mínútur fyrri hálfleiks einkenndust af stöðubaráttu og langskotum Newcastle manna sem Mignolet átti ekki í vandræðum með að verja. Eftir korters leik komst Sturridge svo í ágæta stöðu inná teignum en skot hans var vel blokkað af varnarmanni Newcastle. Á 23 mínútu voru gestirnir svo ansi nálægt því að skora þegar Wijnaldum náði góðu skoti úr skrýtinni stöðu á teignum en boltinn fór í stöngina, þar barst hann út í teiginn þar sem varnarmenn Newcastle köstuðu sér fyrir skotin sem komu á markið og þetta endaði með því að Sadio Mané skaut framhjá. Ótrúlegt að boltinn skyldi ekki fara í markið þarna.
Sex mínútum síðar lá svo boltinn í markinu þegar Coutinho tók boltann niður fyrir utan teig, lék aðeins í átt að marki og þrumaði boltanum svo í markið. Þetta hefur sést oft áður og vonandi sjáum við þetta mun oftar hjá töframanninum Coutinho. Virkilega vel gert !
En eins og svo oft áður þurftum við ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarki. Á 36. mínútu jafnaði Joselu fyrir heimamenn. Hann fékk sendingu innfyrir og var kominn einn í gegn. Matip gerði vel að elta hann uppi og tæklaði boltann en beint í fótinn á Joselu og þaðan rúllaði boltinn framhjá Mignolet í markinu og í fjærhornið. Matip virkilega óheppinn þarna því hann gerði allt rétt en heppnin svo sannarlega með Newcastle mönnum þarna. Eftir þetta sóttu gestirnir meira og hefðu með réttu átt að fá vítaspyrnu. Aukaspyrna var tekin rétt fyrir utan vítateiginn við endalínuna vinstra megin og þar var Joel Matip haldið af varnarmanni en annar varnarmaður Newcastle skallaði boltann aftur fyrir markið. Hornspyrnan var tekin og þar var Lovren hent í grasið en dómarinn dæmdi ekki neitt. Martin Skrtel hefði verið stoltur af þessum varnarleik en hann var jú helst þekktur fyrir það að halda mönnum ískyggilega mikið í föstum leikatriðum. Staðan í hálfleik 1-1.
Seinni hálfleikur var svo einstefna Liverpool eins og svo oft áður. Besta færi leiksins féll Sturridge í skaut þegar varnarmaður hitti ekki boltann þegar hann reyndi að hreinsa frá. Sturridge var kominn einn gegn markmanni en skaut boltanum í fótinn á honum. Salah fylgdi á eftir og lyfti boltanum yfir markið þegar það virtist auðveldara að hitta á markið. Saga Liverpool á þessu tímabili í hnotskurn. Í stuttu máli sagt náðu gestirnir ekki að bæta við marki og undir lokin hefðu heimamenn getað skorað þegar þeir fengu hornspyrnu. Boltinn barst til Diame á markteig en Lovren náði að komast fyrir skotið.
Lokatölur 1-1 og enn og aftur eru stuðningsmenn Liverpool pirraðir yfir úrslitum sinna manna.
Newcastle: Elliot, Yedlin, Lascelles, Clark, Manquillo, Shelvey, Merino (Hayden, 74. mín.), Ritchie, Pérez (Diamé, 90. mín.), Atsu, Joselu (Gayle, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Murphy, Lejeune, Darlow, Gámez.
Mark Newcastle: Joselu (36. mín.).
Gult spjald: Pérez.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren, Moreno, Wijnaldum, Henderson, Coutinho, Salah (Oxlade-Chamberlain 84. mín.), Sturridge (Firmino, 74. mín.), Mané (Solanke 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Milner, Klavan, Can.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (29. mín.).
Gult spjald: Joe Gomez.
Áhorfendur á St James' Park: 52.303.
Maður leiksins: Philippe Coutinho er maður leiksins því enn og aftur sýnir hann snilli sína með langskotum fyrir utan vítateiginn.
Jurgen Klopp: ,,Ég er vonsvikinn, pirraður, hvað sem þú vilt heyra. Við skoruðum frábært mark og sköpuðum góð færi. Við skutum yfir markið þó svo að það væri tómt. Við skorum vanalega úr þessum færum og ég sá ekki eitt færi sem Newcastle fékk eftir að þeir höfðu skorað úr eina færi sínu í leiknum til þessa. Manni finnst það ekki sanngjarnt en ef maður hjálpar sér ekki sjálfur þá hjálpar manni enginn."
Fróðleikur:
- Philippe Coutinho hefur skorað 17 mörk fyrir utan vítateig í úrvalsdeildinni en það er þremur mörkum meira en nokkur annar leikmaður hefur gert síðan í febrúar 2013.
- Coutinho skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu og annað mark sitt í deildinni.
- Joe Gomez spilaði sinn 10. deildarleik fyrir félagið.
- Jordan Henderson spilaði sinn 250. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan