| Sf. Gutt
Það þurfti kannski ekki að koma á óvart að Liverpool hefði ekki náð að vinna sigur í Newcastle. Rafael Benítez hefur nefnilega aldrei tapað fyrir Liverpool! Hann hefur fimm sinnum stjórnað liðum gegn Liverpool og þrívegis hefur verið jafntefli þannig að úrslitin í dag voru ef til vill ekki óvænt.
Rafael Benítez var skipaður framkvæmdastjóri Liverpool í júní 2004. Þá hafði hann tvívegis stjórnað Valencia á móti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spænska liðið vann 2:0 heima og 0:1 á Anfield Road. Hermt er að yfirmenn Liverpool hafi hrifist af leikstíl Valencia í þessum leikjum.
Á leiktíðinni 2012/13 kom Rafael með Chelsea til Liverpool og liðin skyldu jöfn 2:2. Í þeim leik gerði Luis Suarez afdrifaríka bitatlögu að einum leikmanni Chelsea.
Vorið 2016 kom Rafael á Anfield sem framkvæmdastjóri Newcastle United. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. Þrátt fyrir þessi góðu úrslit féll Newcastle um vorið.
Ekki tókst Liverpool frekar en fyrri daginn í dag að vinna lið sem Rafael Benítez stjórnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli í Newcastle. Spánverjinn kann greinilega tökin á Liverpool hvort sem hann stjórnar liðinu eða andstæðingum.
TIL BAKA
Aldrei tapað gegn Liverpool
Það þurfti kannski ekki að koma á óvart að Liverpool hefði ekki náð að vinna sigur í Newcastle. Rafael Benítez hefur nefnilega aldrei tapað fyrir Liverpool! Hann hefur fimm sinnum stjórnað liðum gegn Liverpool og þrívegis hefur verið jafntefli þannig að úrslitin í dag voru ef til vill ekki óvænt.
Rafael Benítez var skipaður framkvæmdastjóri Liverpool í júní 2004. Þá hafði hann tvívegis stjórnað Valencia á móti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spænska liðið vann 2:0 heima og 0:1 á Anfield Road. Hermt er að yfirmenn Liverpool hafi hrifist af leikstíl Valencia í þessum leikjum.
Á leiktíðinni 2012/13 kom Rafael með Chelsea til Liverpool og liðin skyldu jöfn 2:2. Í þeim leik gerði Luis Suarez afdrifaríka bitatlögu að einum leikmanni Chelsea.
Vorið 2016 kom Rafael á Anfield sem framkvæmdastjóri Newcastle United. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. Þrátt fyrir þessi góðu úrslit féll Newcastle um vorið.
Ekki tókst Liverpool frekar en fyrri daginn í dag að vinna lið sem Rafael Benítez stjórnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli í Newcastle. Spánverjinn kann greinilega tökin á Liverpool hvort sem hann stjórnar liðinu eða andstæðingum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen -
| Heimir Eyvindarson
Fyrsta tapið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Allskonar til að gleðjast yfir -
| Sf. Gutt
Níu skildir eftir heima -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Léttur sigur!
Fréttageymslan