| Sf. Gutt
Það þurfti kannski ekki að koma á óvart að Liverpool hefði ekki náð að vinna sigur í Newcastle. Rafael Benítez hefur nefnilega aldrei tapað fyrir Liverpool! Hann hefur fimm sinnum stjórnað liðum gegn Liverpool og þrívegis hefur verið jafntefli þannig að úrslitin í dag voru ef til vill ekki óvænt.
Rafael Benítez var skipaður framkvæmdastjóri Liverpool í júní 2004. Þá hafði hann tvívegis stjórnað Valencia á móti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spænska liðið vann 2:0 heima og 0:1 á Anfield Road. Hermt er að yfirmenn Liverpool hafi hrifist af leikstíl Valencia í þessum leikjum.
Á leiktíðinni 2012/13 kom Rafael með Chelsea til Liverpool og liðin skyldu jöfn 2:2. Í þeim leik gerði Luis Suarez afdrifaríka bitatlögu að einum leikmanni Chelsea.
Vorið 2016 kom Rafael á Anfield sem framkvæmdastjóri Newcastle United. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. Þrátt fyrir þessi góðu úrslit féll Newcastle um vorið.
Ekki tókst Liverpool frekar en fyrri daginn í dag að vinna lið sem Rafael Benítez stjórnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli í Newcastle. Spánverjinn kann greinilega tökin á Liverpool hvort sem hann stjórnar liðinu eða andstæðingum.
TIL BAKA
Aldrei tapað gegn Liverpool

Það þurfti kannski ekki að koma á óvart að Liverpool hefði ekki náð að vinna sigur í Newcastle. Rafael Benítez hefur nefnilega aldrei tapað fyrir Liverpool! Hann hefur fimm sinnum stjórnað liðum gegn Liverpool og þrívegis hefur verið jafntefli þannig að úrslitin í dag voru ef til vill ekki óvænt.

Rafael Benítez var skipaður framkvæmdastjóri Liverpool í júní 2004. Þá hafði hann tvívegis stjórnað Valencia á móti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spænska liðið vann 2:0 heima og 0:1 á Anfield Road. Hermt er að yfirmenn Liverpool hafi hrifist af leikstíl Valencia í þessum leikjum.

Á leiktíðinni 2012/13 kom Rafael með Chelsea til Liverpool og liðin skyldu jöfn 2:2. Í þeim leik gerði Luis Suarez afdrifaríka bitatlögu að einum leikmanni Chelsea.

Vorið 2016 kom Rafael á Anfield sem framkvæmdastjóri Newcastle United. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. Þrátt fyrir þessi góðu úrslit féll Newcastle um vorið.
Ekki tókst Liverpool frekar en fyrri daginn í dag að vinna lið sem Rafael Benítez stjórnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli í Newcastle. Spánverjinn kann greinilega tökin á Liverpool hvort sem hann stjórnar liðinu eða andstæðingum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl!
Fréttageymslan