| Sf. Gutt
Tilkynnt var í dag að Ben Woodburn hefði gert nýjan langtímasamning við Liverpool. Ben er nýorðinn 18 vetra, en hann á afmæli 15. október, og þar með gat hann skrifað undir atvinnumannasamning.
,,Ég er í skýjunum. Það fylgir því ótrúleg tilfinning að hsfagert nýjan samning við Liverpool. Ég vil vera eins lengi og ég get hjá félaginu. Þegar samningurinn bauðst komst ekkert annað að hjá mér en að skrifa undir. Tilfinningin er góð. Voanndi get ég núna sýnt framvkæmdastjóranum hvað í mér býr."
,,Ég þarf að bæta margt. Ég þarf bara að leggja mig fram og reyna að bæta mig á æfingum á hverjum degi. Það skilar sér vonandi í framförum. Ég þarf að bæta varnarleikinn og reyna að skora svolítið meira."
Síðasta árið hefur verið heldur betur viðburðaríkt fyrir Ben. Fyrir einu ári varð hann yngsti markaskorari í sögu Liverpool þegar hann sló met Michael Owen með því að skora í 2:0 Deildarbikarsigri á móti Leeds United. Núna í haust varð hann svo yngsti markaskorari Wales þegar hann skoraði sigurmarkið 1:0 á móti Austurríki.
Ben Woodburn, sem hefur skorað eitt mark í tíu leikjum fyrir aðalliðið, er með efnilegri leikmönnum Liverpool á seinni árum og vonandi nær að hann að uppfylla þær væntingar sem til hans eru gerðar. Takist það gæti hann orðið frábær leikmaður!
TIL BAKA
Ben Woodburn gerir nýjan samning
Tilkynnt var í dag að Ben Woodburn hefði gert nýjan langtímasamning við Liverpool. Ben er nýorðinn 18 vetra, en hann á afmæli 15. október, og þar með gat hann skrifað undir atvinnumannasamning.
,,Ég er í skýjunum. Það fylgir því ótrúleg tilfinning að hsfagert nýjan samning við Liverpool. Ég vil vera eins lengi og ég get hjá félaginu. Þegar samningurinn bauðst komst ekkert annað að hjá mér en að skrifa undir. Tilfinningin er góð. Voanndi get ég núna sýnt framvkæmdastjóranum hvað í mér býr."
,,Ég þarf að bæta margt. Ég þarf bara að leggja mig fram og reyna að bæta mig á æfingum á hverjum degi. Það skilar sér vonandi í framförum. Ég þarf að bæta varnarleikinn og reyna að skora svolítið meira."
Síðasta árið hefur verið heldur betur viðburðaríkt fyrir Ben. Fyrir einu ári varð hann yngsti markaskorari í sögu Liverpool þegar hann sló met Michael Owen með því að skora í 2:0 Deildarbikarsigri á móti Leeds United. Núna í haust varð hann svo yngsti markaskorari Wales þegar hann skoraði sigurmarkið 1:0 á móti Austurríki.
Ben Woodburn, sem hefur skorað eitt mark í tíu leikjum fyrir aðalliðið, er með efnilegri leikmönnum Liverpool á seinni árum og vonandi nær að hann að uppfylla þær væntingar sem til hans eru gerðar. Takist það gæti hann orðið frábær leikmaður!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan