| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Flottur sigur á Huddersfield
Liverpool vann góðan 3-0 sigur á nýliðum Huddersfield þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleik en útlitið var alls ekki bjart eftir þann fyrri.
Jürgen Klopp hélt tryggð við Simon Mignolet og Dejan Lovren eftir Tottenham leikinn en Emre Can mátti sætta sig við að setjast á bekkinn í stað Gini Wijnaldum. Þegar leikurinn hófst var svo ljóst að Lovren var ekki með og Ragnar Klavan tók sæti hans í vörninni við hlið Joel Matip. Króatinn meiddist víst eitthvað smávægilega í upphitun og ekki var tekin áhætta með að láta hann spila. Daniel Sturridge kom svo inn í byrjunarliðið í fjarveru Coutinho.
Eins og við var að búast voru heimamenn mun meira með boltann en þó var lítil hætta uppvið markið sem skapaðist. Daniel Sturridge átti skot yfir markið úr þröngu færi eftir sendingu frá Milner, reyndar fór boltinn í grasið fyrst og skoppaði svo yfir sem sýnir hvað Sturridge virtist hafa hitt boltann illa. Salah og Firmino léku svo vel saman inní teig en Salah skaut beint á Lössl í markinu. Svona gekk þetta þangað til undir lok hálfleiksins þegar hornspyrna var tekin frá vinstri og skyndilega var búið að dæma vítaspyrnu. Kevin Friend dómari sá þegar Firmino var togaður niður í teignum og benti á punktinn. Flestir bjuggust við því að Milner myndi taka vítið en Salah var sá sem tók boltann og bjó sig undir að taka spyrnuna. Því miður var Lössl vel á verði og spyrnan í raun slök hjá Salah, frákastið vann Henderson og hann skaut að marki en boltinn fór í stöngina. Þarna hélt undirritaður að ekki þyrfti að pæla meira í því hvernig dagur þetta yrði hjá Liverpool. Alltsaman stöngin út og enn einn leikurinn þar sem dauðafærin eru ekki nýtt. Skömmu síðar flautaði Friend dómari svo til hálfleiks.
Þess var þó ekki langt að bíða þangað til að Liverpool skoraði fyrsta mark leiksins þegar búið var að flauta seinni hálfleikinn í gang. Á 50. mínútu kom löng sending upp vinstri kantinn frá Moreno. Varnarmaður Huddersfield skallaði boltann sennilega óvart inn til hægri þar sem Sturridge var einn og óvaldaður og sem betur fer setti hann boltann snyrtilega í markið með vinstri framhjá Lössl sem kom út á móti. Virkilega vel klárað hjá Sturridge þarna. Um það bil átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og það aldrei þessu vant beint úr hornspyrnu. Roberto Firmino var einfaldlega sterkari en sá sem var að passa hann og skallaði í mark af stuttu færi. Liverpool menn voru með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og gestirnir komust varla yfir miðju. Salah gerði vel í vítateignum aðþrengdur af varnarmönnum og náði skoti að marki sem fór í utanverða stöngina. Eina færi gestanna kom þegar þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig. Fyrrum leikmaður félagsins, Thomas Ince þrumaði að marki en skotið fór vel yfir. Liverpool menn fóru í sókn og bættu við marki.
Gini Wijnaldum fékk boltann í teignum og fékk að leika með hann inn til hægri þar sem hann þrumaði boltanum í slána og inn, glæsilega gert hjá Hollendingnum þarna og ljóst að flottur sigur væri í höfn. Fátt markvert gerðist eftir þetta í leiknum og sigrinum siglt í höfn.
Liverpool: Mignolet, Moreno, Matip, Klavan, Gomez, Henderson, Milner, Wijnaldum, Salah (Solanke, 81. mín.), Firmino (Oxlade-Chamberlain, 66. mín.), Sturridge (Can, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Grujic og Woodburn.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (50. mín.), Roberto Firmino (58. mín.) og Gini Wijnaldum (75. mín.).
Huddersfield: Lössl, Smith (Hadergjonaj, 69. mín.), Jorgensen, Schindler, Löwe, van La Parra (Kachunga, 34. mín.), Williams (Mounie 69. mín.), Hogg, Mooy, Ince, Depoitre. Ónotaðir varamenn: Malone, Cranie, Quaner og Green.
Gult spjald: Smith.
Áhorfendur á Anfield: 53.268.
Maður leiksins: Allt liðið spilaði vel í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Ætli það verði ekki Gini Wijnaldum sem er maður leiksins að mínu mati að þessu sinni. Hann kom sterkur inn eins og svo oft áður á heimavelli og skoraði flottasta mark leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Mér líður eins og jólin séu gengin í garð. Þrjú mörk, þrjú stig og við héldum markinu hreinu. Tottenham leikurinn var sá versti á tímabilinu til þessa og maður getur ekki gleymt því, þetta getur gerst. Í fyrsta markinu pressum við þá til að gera mistök, annað markið eftir fast leikatriði minnti mig á jólin. Við áttum mörg góð föst leikatriði í dag. Þriðja markið var einstaklega vel gert og þungu fargi af okkur létt."
Fróðleikur:
- Gini Wijnaldum skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Liverpool misnotaði vítaspyrnu í annað skiptið í röð í deildinni. Síðast gerðist það þegar James Milner lét verja frá sér í leik gegn Southampton á síðustu leiktíð.
- Liverpool og Arsenal eru þau lið sem misnotað hafa flestar vítaspyrnur í sögu úrvalsdeildarinnar eða 34 talsins.
- Roberto Firmino hefur skorað 24 mörk í deildinni síðan hann kom til félagsins árið 2015.
- Firmino skoraði sitt sjöunda mark á leiktíðinni og það þriðja í deildinni.
- Daniel Sturridge hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni og hafa þau bæði komið í deildinni.
Jürgen Klopp hélt tryggð við Simon Mignolet og Dejan Lovren eftir Tottenham leikinn en Emre Can mátti sætta sig við að setjast á bekkinn í stað Gini Wijnaldum. Þegar leikurinn hófst var svo ljóst að Lovren var ekki með og Ragnar Klavan tók sæti hans í vörninni við hlið Joel Matip. Króatinn meiddist víst eitthvað smávægilega í upphitun og ekki var tekin áhætta með að láta hann spila. Daniel Sturridge kom svo inn í byrjunarliðið í fjarveru Coutinho.
Eins og við var að búast voru heimamenn mun meira með boltann en þó var lítil hætta uppvið markið sem skapaðist. Daniel Sturridge átti skot yfir markið úr þröngu færi eftir sendingu frá Milner, reyndar fór boltinn í grasið fyrst og skoppaði svo yfir sem sýnir hvað Sturridge virtist hafa hitt boltann illa. Salah og Firmino léku svo vel saman inní teig en Salah skaut beint á Lössl í markinu. Svona gekk þetta þangað til undir lok hálfleiksins þegar hornspyrna var tekin frá vinstri og skyndilega var búið að dæma vítaspyrnu. Kevin Friend dómari sá þegar Firmino var togaður niður í teignum og benti á punktinn. Flestir bjuggust við því að Milner myndi taka vítið en Salah var sá sem tók boltann og bjó sig undir að taka spyrnuna. Því miður var Lössl vel á verði og spyrnan í raun slök hjá Salah, frákastið vann Henderson og hann skaut að marki en boltinn fór í stöngina. Þarna hélt undirritaður að ekki þyrfti að pæla meira í því hvernig dagur þetta yrði hjá Liverpool. Alltsaman stöngin út og enn einn leikurinn þar sem dauðafærin eru ekki nýtt. Skömmu síðar flautaði Friend dómari svo til hálfleiks.
Þess var þó ekki langt að bíða þangað til að Liverpool skoraði fyrsta mark leiksins þegar búið var að flauta seinni hálfleikinn í gang. Á 50. mínútu kom löng sending upp vinstri kantinn frá Moreno. Varnarmaður Huddersfield skallaði boltann sennilega óvart inn til hægri þar sem Sturridge var einn og óvaldaður og sem betur fer setti hann boltann snyrtilega í markið með vinstri framhjá Lössl sem kom út á móti. Virkilega vel klárað hjá Sturridge þarna. Um það bil átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og það aldrei þessu vant beint úr hornspyrnu. Roberto Firmino var einfaldlega sterkari en sá sem var að passa hann og skallaði í mark af stuttu færi. Liverpool menn voru með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og gestirnir komust varla yfir miðju. Salah gerði vel í vítateignum aðþrengdur af varnarmönnum og náði skoti að marki sem fór í utanverða stöngina. Eina færi gestanna kom þegar þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig. Fyrrum leikmaður félagsins, Thomas Ince þrumaði að marki en skotið fór vel yfir. Liverpool menn fóru í sókn og bættu við marki.
Gini Wijnaldum fékk boltann í teignum og fékk að leika með hann inn til hægri þar sem hann þrumaði boltanum í slána og inn, glæsilega gert hjá Hollendingnum þarna og ljóst að flottur sigur væri í höfn. Fátt markvert gerðist eftir þetta í leiknum og sigrinum siglt í höfn.
Liverpool: Mignolet, Moreno, Matip, Klavan, Gomez, Henderson, Milner, Wijnaldum, Salah (Solanke, 81. mín.), Firmino (Oxlade-Chamberlain, 66. mín.), Sturridge (Can, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Robertson, Grujic og Woodburn.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (50. mín.), Roberto Firmino (58. mín.) og Gini Wijnaldum (75. mín.).
Huddersfield: Lössl, Smith (Hadergjonaj, 69. mín.), Jorgensen, Schindler, Löwe, van La Parra (Kachunga, 34. mín.), Williams (Mounie 69. mín.), Hogg, Mooy, Ince, Depoitre. Ónotaðir varamenn: Malone, Cranie, Quaner og Green.
Gult spjald: Smith.
Áhorfendur á Anfield: 53.268.
Maður leiksins: Allt liðið spilaði vel í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Ætli það verði ekki Gini Wijnaldum sem er maður leiksins að mínu mati að þessu sinni. Hann kom sterkur inn eins og svo oft áður á heimavelli og skoraði flottasta mark leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Mér líður eins og jólin séu gengin í garð. Þrjú mörk, þrjú stig og við héldum markinu hreinu. Tottenham leikurinn var sá versti á tímabilinu til þessa og maður getur ekki gleymt því, þetta getur gerst. Í fyrsta markinu pressum við þá til að gera mistök, annað markið eftir fast leikatriði minnti mig á jólin. Við áttum mörg góð föst leikatriði í dag. Þriðja markið var einstaklega vel gert og þungu fargi af okkur létt."
Fróðleikur:
- Gini Wijnaldum skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Liverpool misnotaði vítaspyrnu í annað skiptið í röð í deildinni. Síðast gerðist það þegar James Milner lét verja frá sér í leik gegn Southampton á síðustu leiktíð.
- Liverpool og Arsenal eru þau lið sem misnotað hafa flestar vítaspyrnur í sögu úrvalsdeildarinnar eða 34 talsins.
- Roberto Firmino hefur skorað 24 mörk í deildinni síðan hann kom til félagsins árið 2015.
- Firmino skoraði sitt sjöunda mark á leiktíðinni og það þriðja í deildinni.
- Daniel Sturridge hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni og hafa þau bæði komið í deildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan