| Sf. Gutt

Síðasta landsleikjahlé ársins er að baki og nú tekur við stíf leikjadagská í ensku knattspyrnunni. Liverpool tók góðan sprett fyrir hlé og vann þrjá leiki í röð. Vel ætti að vera hægt að bæta fjórða sigrinum við en ekkert er fast í hendi. Liverpool er nokkuð á eftir forystuliðinu Manchester City en þó aðeins fjórum stigum frá öðru sæti. Southampton er fyrir neðan miðju og hefur gengið heldur slaklega.
Það ætti því að vera hægt að leiða líkum að því að Liverpool vinni sigur. En Liverpool tókst ekki að vinna Southampton í fjórum leikjum á síðasta keppnistímabili og náði ekki að skora mark ef rétt er munað. Tvívegis í deildinni og svo áttust liðin við í undanúrslitum í Deildarbikarnum þegar Southampton vann báða leikina.
Augu margra munu beinast að Virgil van Dijk í vörn Southampton en það var sá leikmaður sem Liverpool reyndi hvað mest að fá á liðnu sumri. Kvartað var yfir ágengni Liverpool í málinu og svo fór að forráðamenn Southampton höfðu sitt fram með að halda Hollendingnum í sínum röðum. Þar á bæ notuðu menn sömu aðferð og forráðamenn Liverpool þegar Barcelona reyndi að ræna Philippe Coutinho. Báðir eru enn hjá sínum liðum og munu þeir takast á.

Southampton hefur nýjan framkvæmdastjóra frá síðasta keppnistímabili. Nú stjórnar Mauricio Pellegrino liðinu en Argentínumaðurinn lék með Liverpool á leiktíðinni 2004/05. Hann var svo seinna í þjálfaraliði Liverpool á seinni hluta valdartíðar Rafael Benítez. Mauricio þekkir því vel til á Anfield.
Menn hafa verið að hressast hjá Liverpool síðustu daga. Jürgen Klopp stjórnaði æfingu á Melwood í gær og mætti á blaðamannafund í dag eftir að hafa lent á spítala í fyrradag. Hann sagðist hinn hressasti í dag og allt virðist í stakasta lagi. Philippe Coutinho var meiddur fyrir hlé en er kominn í lag og það sama má segja um Sadio Mané sem kom eitthvað stirður frá senegalska landsliðinu. Jordan Henderson fékk frí frá landsleikjum og það skilaði sér í að hann er nú leikfær á nýjan leik. Adam Lallana er líka kominn til heilsu en það er nú ólíklegt að hann verði með á morgun.
Liverpool þarf að halda áfram á sömu braut og áður en landsleikirnir tóku við. Liverpool skoraði tíu mörk í sigurleikjunum þremur og ég spái því að þrjú bætist við í fjórða sigrinum í röð. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Roberto Firmino eitt. Áfram á sömu braut!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Síðasta landsleikjahlé ársins er að baki og nú tekur við stíf leikjadagská í ensku knattspyrnunni. Liverpool tók góðan sprett fyrir hlé og vann þrjá leiki í röð. Vel ætti að vera hægt að bæta fjórða sigrinum við en ekkert er fast í hendi. Liverpool er nokkuð á eftir forystuliðinu Manchester City en þó aðeins fjórum stigum frá öðru sæti. Southampton er fyrir neðan miðju og hefur gengið heldur slaklega.
Það ætti því að vera hægt að leiða líkum að því að Liverpool vinni sigur. En Liverpool tókst ekki að vinna Southampton í fjórum leikjum á síðasta keppnistímabili og náði ekki að skora mark ef rétt er munað. Tvívegis í deildinni og svo áttust liðin við í undanúrslitum í Deildarbikarnum þegar Southampton vann báða leikina.

Augu margra munu beinast að Virgil van Dijk í vörn Southampton en það var sá leikmaður sem Liverpool reyndi hvað mest að fá á liðnu sumri. Kvartað var yfir ágengni Liverpool í málinu og svo fór að forráðamenn Southampton höfðu sitt fram með að halda Hollendingnum í sínum röðum. Þar á bæ notuðu menn sömu aðferð og forráðamenn Liverpool þegar Barcelona reyndi að ræna Philippe Coutinho. Báðir eru enn hjá sínum liðum og munu þeir takast á.

Southampton hefur nýjan framkvæmdastjóra frá síðasta keppnistímabili. Nú stjórnar Mauricio Pellegrino liðinu en Argentínumaðurinn lék með Liverpool á leiktíðinni 2004/05. Hann var svo seinna í þjálfaraliði Liverpool á seinni hluta valdartíðar Rafael Benítez. Mauricio þekkir því vel til á Anfield.

Menn hafa verið að hressast hjá Liverpool síðustu daga. Jürgen Klopp stjórnaði æfingu á Melwood í gær og mætti á blaðamannafund í dag eftir að hafa lent á spítala í fyrradag. Hann sagðist hinn hressasti í dag og allt virðist í stakasta lagi. Philippe Coutinho var meiddur fyrir hlé en er kominn í lag og það sama má segja um Sadio Mané sem kom eitthvað stirður frá senegalska landsliðinu. Jordan Henderson fékk frí frá landsleikjum og það skilaði sér í að hann er nú leikfær á nýjan leik. Adam Lallana er líka kominn til heilsu en það er nú ólíklegt að hann verði með á morgun.

Liverpool þarf að halda áfram á sömu braut og áður en landsleikirnir tóku við. Liverpool skoraði tíu mörk í sigurleikjunum þremur og ég spái því að þrjú bætist við í fjórða sigrinum í röð. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Roberto Firmino eitt. Áfram á sömu braut!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan