| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool heimsækir Arsenal á Emirates leikvanginn í kvöld föstudagskvöldið 22. desember og hefjast leikar klukkan 19:45.
Eftir góðan útisigur á Bournemouth um síðustu helgi væri gott að bæta við þremur stigum gegn liði sem verður í baráttunni við okkar menn um að vera í topp fjórum í lok leiktíðar. Einu stigi og einu sæti munar á liðunum fyrir þennan leik og það væri gott að geta komist aðeins lengra frá Skyttunum með sigri á þeirra heimavelli. Það má auðvitað búast við erfiðum leik, Arsenal hafa ekki sótt gull í greipar Liverpool í undanförnum leikjum þessara liða og vilja ábyggilega selja sig dýrt fyrir framan sína eigin stuðningsmenn og sýna hvað í þeim býr. Liverpool hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna í deildinni, tveir af þessum leikjum fóru fram á Anfield og margir muna svo eftir skemmtilegum 4-3 sigri í fyrsta leik síðasta tímabils þar sem Sadio Mané fór hamförum. Þar á undan höfðu reyndar Liverpool menn verið í basli með Arsenal á Emirates, áður en sigurinn vannst í fyrra höfðu tveir leikir tapast og tveir endað með jafntefli.
Jürgen Klopp heldur væntanlega áfram að breyta liðinu því eins og venjulega er þétt spilað um jólin. Hann á þó ekki marga valkosti þegar kemur að vinstri bakvarðastöðunni vegna meiðsla Alberto Moreno og Andy Robertson mun ábyggilega byrja. Þeir Ragnar Klavan og Dejan Lovren skipa svo væntanlega miðvarðastöðurnar, Joel Matip er klár í slaginn samkvæmt því sem Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn en ég held að hann byrji ekki þó ég voni það innilega. Hvort þeir Joe Gomez eða Trent Alexander-Arnold byrji í hægri bakverði skal ósagt látið en ég hallast þó frekar að Gomez þar. Miðjuna er alltaf erfitt að giska á, Emre Can er kominn úr leikbanni og ég geri því ráð fyrir að hann fari beint í liðið og verði þar ásamt Wijnaldum og Henderson en það er auðvitað alltaf möguleiki á því að Coutinho spili þar eða Oxlade-Chamberlain þar sem hann stóð sig jú mjög vel gegn Bournemouth. En fremstu þrír ættu að mínu mati að vera Mané, Salah og Firmino. Heimamenn glíma svo við einhver meiðslavandræði, þeir Giroud og Ramsey verða líklega ekki með og Cazorla ekki heldur enda hefur hann verið lengi frá.
Eins og áður sagði má búast við erfiðum leik en jafnframt skemmtilegum þar sem leikstíll Arsenal ætti að henta okkar mönnum ágætlega. Þeir vilja spila knattspyrnu og liggja ekki mikið til baka, sérstaklega ekki á sínum eigin heimavelli. Það ætti að opna svæði fyrir hlauparana Mané og Salah svo einhverjir séu nefndir og liðið hefur sýnt það og sannað á leiktíðinni að þegar svæði opnast eru menn oft fljótir að refsa. Vonandi verður það uppá teningnum í kvöld.
Spáin að þessu sinni er þó sú að liðin skilji jöfn 2-2. Heimamenn skora fyrst en Liverpool svarar með tveim mörkum, um miðjan seinni hálfleikinn jafna svo Arsenal metin og þrátt fyrir góð færi á báða bóga skilja liðin jöfn. Ég vona innilega að Klopp og hans menn vinni sigur í leiknum en eitthvað segir mér að Arsenal menn mæti sterkir til leiks minnugir 4-0 útreiðarinnar fyrr á tímabilinu og vilji alls ekki tapa þessum leik.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er sem fyrr markahæstur á tímabilinu með 14 mörk í deild, bæði hjá Liverpool og allra leikmanna í deildini.
- Alexandre Lacazette er markahæstur leikmanna Arsenal á tímabilinu með 8 mörk og öll hafa þau komið í deildinni.
- Philippe Coutinho spilar að öllum líkindum sinn 150. deildarleik fyrir félagið
Eftir góðan útisigur á Bournemouth um síðustu helgi væri gott að bæta við þremur stigum gegn liði sem verður í baráttunni við okkar menn um að vera í topp fjórum í lok leiktíðar. Einu stigi og einu sæti munar á liðunum fyrir þennan leik og það væri gott að geta komist aðeins lengra frá Skyttunum með sigri á þeirra heimavelli. Það má auðvitað búast við erfiðum leik, Arsenal hafa ekki sótt gull í greipar Liverpool í undanförnum leikjum þessara liða og vilja ábyggilega selja sig dýrt fyrir framan sína eigin stuðningsmenn og sýna hvað í þeim býr. Liverpool hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna í deildinni, tveir af þessum leikjum fóru fram á Anfield og margir muna svo eftir skemmtilegum 4-3 sigri í fyrsta leik síðasta tímabils þar sem Sadio Mané fór hamförum. Þar á undan höfðu reyndar Liverpool menn verið í basli með Arsenal á Emirates, áður en sigurinn vannst í fyrra höfðu tveir leikir tapast og tveir endað með jafntefli.
Jürgen Klopp heldur væntanlega áfram að breyta liðinu því eins og venjulega er þétt spilað um jólin. Hann á þó ekki marga valkosti þegar kemur að vinstri bakvarðastöðunni vegna meiðsla Alberto Moreno og Andy Robertson mun ábyggilega byrja. Þeir Ragnar Klavan og Dejan Lovren skipa svo væntanlega miðvarðastöðurnar, Joel Matip er klár í slaginn samkvæmt því sem Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn en ég held að hann byrji ekki þó ég voni það innilega. Hvort þeir Joe Gomez eða Trent Alexander-Arnold byrji í hægri bakverði skal ósagt látið en ég hallast þó frekar að Gomez þar. Miðjuna er alltaf erfitt að giska á, Emre Can er kominn úr leikbanni og ég geri því ráð fyrir að hann fari beint í liðið og verði þar ásamt Wijnaldum og Henderson en það er auðvitað alltaf möguleiki á því að Coutinho spili þar eða Oxlade-Chamberlain þar sem hann stóð sig jú mjög vel gegn Bournemouth. En fremstu þrír ættu að mínu mati að vera Mané, Salah og Firmino. Heimamenn glíma svo við einhver meiðslavandræði, þeir Giroud og Ramsey verða líklega ekki með og Cazorla ekki heldur enda hefur hann verið lengi frá.
Eins og áður sagði má búast við erfiðum leik en jafnframt skemmtilegum þar sem leikstíll Arsenal ætti að henta okkar mönnum ágætlega. Þeir vilja spila knattspyrnu og liggja ekki mikið til baka, sérstaklega ekki á sínum eigin heimavelli. Það ætti að opna svæði fyrir hlauparana Mané og Salah svo einhverjir séu nefndir og liðið hefur sýnt það og sannað á leiktíðinni að þegar svæði opnast eru menn oft fljótir að refsa. Vonandi verður það uppá teningnum í kvöld.
Spáin að þessu sinni er þó sú að liðin skilji jöfn 2-2. Heimamenn skora fyrst en Liverpool svarar með tveim mörkum, um miðjan seinni hálfleikinn jafna svo Arsenal metin og þrátt fyrir góð færi á báða bóga skilja liðin jöfn. Ég vona innilega að Klopp og hans menn vinni sigur í leiknum en eitthvað segir mér að Arsenal menn mæti sterkir til leiks minnugir 4-0 útreiðarinnar fyrr á tímabilinu og vilji alls ekki tapa þessum leik.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er sem fyrr markahæstur á tímabilinu með 14 mörk í deild, bæði hjá Liverpool og allra leikmanna í deildini.
- Alexandre Lacazette er markahæstur leikmanna Arsenal á tímabilinu með 8 mörk og öll hafa þau komið í deildinni.
- Philippe Coutinho spilar að öllum líkindum sinn 150. deildarleik fyrir félagið
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan