| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli á Emirates
Kunnuglegt stef mátti sjá þegar leikmenn Liverpool köstuðu frá sér tveggja marka forystu á skömmum tíma gegn Arsenal. Það náðist þó að bjarga jafntefli, lokatölur 3-3.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar frá leiknum við Bournemouth, þeir Sadio Mané og Emre Can komu inní byrjunarliðið í stað Oxlade-Chamberlain og Wijnaldum. Það þurfti þó að gera breytingu snemma leiks þegar fyrirliðinn Henderson meiddist og James Milner kom inná í hans stað. Þessar breytingar settu þó ekki strik í reikninginn hvað frammistöðu gestanna varðar í fyrri hálfleik. Liverpool menn voru mun betri og fyrsta færi leiksins féll þeim í skaut þegar Salah og Coutinho sendu sín á milli fyrir utan teig og Coutinho skaut á markið en boltinn fór framhjá. Fleiri færi litu dagsins ljós en ekki náðist að koma boltanum í markið fyrr en á 26. mínútu. Salah fékk flotta sendingu upp hægri kantinn, hann sendi fyrir markið og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni og skoppaði upp í loftið. Philippe Coutinho, sem hafði tekið hlaupið inná teig var fyrstur til að átta sig og skallaði boltann skemmtilega yfir Cech í markinu. Virkilega vel gert og markinu að sjálfsögðu vel fagnað.
Eftir þetta héldu yfirburðir Liverpool á vellinum áfram. Firmino átti þrumuskot úr vítateignum sem fór rétt yfir markið og rétt fyrir hálfleik hefði staðan átt að vera orðin 0-2 þegar Salah komst einn í gegn en Cech varði skot hans, frákastið féll til Mané sem hugðist klippa boltann beint í markið en skotið fór yfir. Salah fékk svo annað fínt færi skömmu síðar en skot hans var því miður ekki nógu gott.
Aðeins sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar staðan var orðin 0-2. Firmino sendi á Salaha sem skeiðaði upp völlinn í átt að marki. Þegar hann nálgaðist teiginn skaut hann að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Arsenal og í fjærhorninu endaði hann. Eftir þetta fóru í hönd ansi skrautlegar tæpar sex mínútur, að minnsta kosti fyrir okkur Liverpool menn. Arsenal skoruðu þrjú mörk á þessum tíma og voru skyndilega komnir 3-2 yfir ! Fyrst skoraði Sanchez eftir sendingu frá hægri. Gomez var sofandi á fjærstönginni og áttaði sig ekki á hlaupinu hjá Chile manninum sem skallaði boltann framhjá Mignolet. Örskömmu síðar þrumaði Xhaka að marki af löngu færi og þar hefði Mignolet átt að gera betur og að minnsta kosti ná að slá boltann yfir markið. En hann náði hrienlega bara ekkert að bregðast við þessu skoti að neinu ráði og í netinu hafnaði boltinn. Ruglið var svo fullkomnað skömmu síðar þegar Lacazette og Özil léku saman í teignum sem endaði með því að Özil sendi boltann í markið.
Liverpool menn voru vissulega slegnir eftir þessar mínútur en vöru þó fljótir að koma sér í gírinn aftur og vildu greinilega ekki tapa leiknum. Mané átti gott viðstöðulaust skot að marki sem Cech varði vel. Nítján mínútum fyrir leikslok kom svo jöfnunarmarkið frá Firmino. Brasilíumaðurinn skaut að marki úr teignum en Cech kom hendi á boltann. Það var sem betur fer ekki nóg og boltinn skoppaði svo í autt markið. Eftir þetta gerðist fátt markvert kannski fyrir utan skot frá Salah í hliðarnetið rétt fyrir leikslok. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli í enn einum leiknum þar sem Liverpool kastar frá sér góðri stöðu.
Arsenal: Cech, Bellerín, Koscielny, Monreal (Mustafi, 45. mín.), Maitland-Niles, Wilshere, Xhaka, Iwobi (Welbeck, 78. mín.), Özil, Sánchez (Walcott, 89. mín.), Lacazette. Ónotaðir varamenn: Ospina, Kolasinac, Coquelin, El Neny.
Mörk Arsenal: Sánchez (53. mín.), Xhaka (56. mín.) og Özil (58. mín.).
Gult spjald: Iwobi.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Klavan, Lovren, Robertson, Henderson (Milner, 13. mín.), Can, Coutinho (Oxlade-Chamberlain, 84. mín.), Mané (Wijnaldum, 80. mín.), Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Alexander-Arnold, Lallana, Solanke.
Mörk Liverpool: Coutinho (26. mín.), Salah (52. mín.) og Firmino (71. mín.).
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 59.409.
Maður leiksins: Roberto Firmino fær nafnbótina að þessu sinni, hann var gríðarlega vinnusamur eins og svo oft áður og skoraði mikilvægt mark sem tryggði stig eftir enn eina hrun hörmungina.
Jürgen Klopp: ,,Seinni hálfleikur var ekki mikið verri en sá fyrri, við skoruðum mark númer tvö sem var frábært einstaklingsframtak. Heilt yfir áttum við fleiri færi þannig að já auðvitað er þetta ekki nógu gott að hafa ekki unnið leikinn. Það voru þarna fimm mínútur sem gerist ansi oft að við eigum við augljós vandamál að stríða sem lið og einstaklingar, það var þannig með öll mörkin. En eftir þessar fimm mínútur brugðumst við betur við stöðunni og áttum stigið að minnsta kosti skilið þegar upp var staðið.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 15. deildarmark á tímabilinu.
- Roberto Firmino skoraði sitt 7. deildarmark og Coutinh skoraði sitt 6. mark í deildinni.
- Þetta var jafnframt 150. deildarleikur Coutinho fyrir félagið og hefur hann skorað í þeim alls 40 mörk.
- Eftir leikinn og þessa umferð í deildinni sitja okkar menn í 4. sæti með 35 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar frá leiknum við Bournemouth, þeir Sadio Mané og Emre Can komu inní byrjunarliðið í stað Oxlade-Chamberlain og Wijnaldum. Það þurfti þó að gera breytingu snemma leiks þegar fyrirliðinn Henderson meiddist og James Milner kom inná í hans stað. Þessar breytingar settu þó ekki strik í reikninginn hvað frammistöðu gestanna varðar í fyrri hálfleik. Liverpool menn voru mun betri og fyrsta færi leiksins féll þeim í skaut þegar Salah og Coutinho sendu sín á milli fyrir utan teig og Coutinho skaut á markið en boltinn fór framhjá. Fleiri færi litu dagsins ljós en ekki náðist að koma boltanum í markið fyrr en á 26. mínútu. Salah fékk flotta sendingu upp hægri kantinn, hann sendi fyrir markið og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni og skoppaði upp í loftið. Philippe Coutinho, sem hafði tekið hlaupið inná teig var fyrstur til að átta sig og skallaði boltann skemmtilega yfir Cech í markinu. Virkilega vel gert og markinu að sjálfsögðu vel fagnað.
Eftir þetta héldu yfirburðir Liverpool á vellinum áfram. Firmino átti þrumuskot úr vítateignum sem fór rétt yfir markið og rétt fyrir hálfleik hefði staðan átt að vera orðin 0-2 þegar Salah komst einn í gegn en Cech varði skot hans, frákastið féll til Mané sem hugðist klippa boltann beint í markið en skotið fór yfir. Salah fékk svo annað fínt færi skömmu síðar en skot hans var því miður ekki nógu gott.
Aðeins sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar staðan var orðin 0-2. Firmino sendi á Salaha sem skeiðaði upp völlinn í átt að marki. Þegar hann nálgaðist teiginn skaut hann að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Arsenal og í fjærhorninu endaði hann. Eftir þetta fóru í hönd ansi skrautlegar tæpar sex mínútur, að minnsta kosti fyrir okkur Liverpool menn. Arsenal skoruðu þrjú mörk á þessum tíma og voru skyndilega komnir 3-2 yfir ! Fyrst skoraði Sanchez eftir sendingu frá hægri. Gomez var sofandi á fjærstönginni og áttaði sig ekki á hlaupinu hjá Chile manninum sem skallaði boltann framhjá Mignolet. Örskömmu síðar þrumaði Xhaka að marki af löngu færi og þar hefði Mignolet átt að gera betur og að minnsta kosti ná að slá boltann yfir markið. En hann náði hrienlega bara ekkert að bregðast við þessu skoti að neinu ráði og í netinu hafnaði boltinn. Ruglið var svo fullkomnað skömmu síðar þegar Lacazette og Özil léku saman í teignum sem endaði með því að Özil sendi boltann í markið.
Liverpool menn voru vissulega slegnir eftir þessar mínútur en vöru þó fljótir að koma sér í gírinn aftur og vildu greinilega ekki tapa leiknum. Mané átti gott viðstöðulaust skot að marki sem Cech varði vel. Nítján mínútum fyrir leikslok kom svo jöfnunarmarkið frá Firmino. Brasilíumaðurinn skaut að marki úr teignum en Cech kom hendi á boltann. Það var sem betur fer ekki nóg og boltinn skoppaði svo í autt markið. Eftir þetta gerðist fátt markvert kannski fyrir utan skot frá Salah í hliðarnetið rétt fyrir leikslok. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli í enn einum leiknum þar sem Liverpool kastar frá sér góðri stöðu.
Arsenal: Cech, Bellerín, Koscielny, Monreal (Mustafi, 45. mín.), Maitland-Niles, Wilshere, Xhaka, Iwobi (Welbeck, 78. mín.), Özil, Sánchez (Walcott, 89. mín.), Lacazette. Ónotaðir varamenn: Ospina, Kolasinac, Coquelin, El Neny.
Mörk Arsenal: Sánchez (53. mín.), Xhaka (56. mín.) og Özil (58. mín.).
Gult spjald: Iwobi.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Klavan, Lovren, Robertson, Henderson (Milner, 13. mín.), Can, Coutinho (Oxlade-Chamberlain, 84. mín.), Mané (Wijnaldum, 80. mín.), Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Alexander-Arnold, Lallana, Solanke.
Mörk Liverpool: Coutinho (26. mín.), Salah (52. mín.) og Firmino (71. mín.).
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 59.409.
Maður leiksins: Roberto Firmino fær nafnbótina að þessu sinni, hann var gríðarlega vinnusamur eins og svo oft áður og skoraði mikilvægt mark sem tryggði stig eftir enn eina hrun hörmungina.
Jürgen Klopp: ,,Seinni hálfleikur var ekki mikið verri en sá fyrri, við skoruðum mark númer tvö sem var frábært einstaklingsframtak. Heilt yfir áttum við fleiri færi þannig að já auðvitað er þetta ekki nógu gott að hafa ekki unnið leikinn. Það voru þarna fimm mínútur sem gerist ansi oft að við eigum við augljós vandamál að stríða sem lið og einstaklingar, það var þannig með öll mörkin. En eftir þessar fimm mínútur brugðumst við betur við stöðunni og áttum stigið að minnsta kosti skilið þegar upp var staðið.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 15. deildarmark á tímabilinu.
- Roberto Firmino skoraði sitt 7. deildarmark og Coutinh skoraði sitt 6. mark í deildinni.
- Þetta var jafnframt 150. deildarleikur Coutinho fyrir félagið og hefur hann skorað í þeim alls 40 mörk.
- Eftir leikinn og þessa umferð í deildinni sitja okkar menn í 4. sæti með 35 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan