| Sf. Gutt
Jólin eru gengin í garð í sveit og bæ. Flestir slaka á eftir annir síðustu daga og vikna en hjá knattspyrnumönnum á Bretlandi hefjast annir sem standa yfir fram á nýtt ár. Ekkert nýtt í því vegna þess að það er löng hefð fyrir jólatörn í ensku knattspyrnunni.

Eftir góða leiki hjá vörn Liverpool kom bakslag á móti Arsenal í síðasta leik fyrir jólin. Reyndar ekki bara vörninni því liðið á að verjast sem heild og Skytturnar skoruðu þrjú mörk og það á tæpum fimm mínútum. Eins tapaði liðið niður góðri forystu og það var líka slæmt. Samt tapaði Liverpool ekki. Hinir spræku framherjar sáu um að liðið skilaði þremur mörkum og jafntefli varð niðurstaðan. Það er ekkert slæmt að fá eitt stig á útivelli á móti Arsenal en tveggja marka forysta í leik á ekki að tapast niður. Samt gott að jafna eftir að hafa lent undir. Líklega var þessi leikur dæmigerður fyrir stöðu liðsins um þessar mundir. Sveiflur upp og niður frá þvi besta og yfir í það sem gerir stuðningsmenn Liverpool arga.
En það er komið að næsta leik. Swansea kemur í heimsókn á Anfield síðdegs á morgun. Þetta skemmtilega lið frá Wales hefur verið í erfiðleikum síðasta rúma árið en náði samt sigri á Anfield snemma á árinu. Nú mætir liðið án framkvæmdastjóra en Paul Clement var rekinn fyrir nokkrum dögum. Að auki situr liðið neðst allra í deildinni. Ætti að vera öruggur heimasigur en núna á Aðventunni mætti Liverpool West Bromwich Albion sem var í svipaðri stöðu og gestirnir fór heim með stig og náðu meira að segja að halda hreinu.
Liverpool þarf að spila betur en í síðustu leikjum og kannski bara að ná betra jafnvægi í leik sinn. Ég trúi ekki öðru en liðið geri það í dag. Liverpool setur Swansea í enn meiri vanda með 4:0 stórsigri. Philippe Coutinho skorar þrennu og Sadio Mané kemst líka á markalistann! Jólin verða rauð í Liverpool!
Gleðileg jól!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin

Jólin eru gengin í garð í sveit og bæ. Flestir slaka á eftir annir síðustu daga og vikna en hjá knattspyrnumönnum á Bretlandi hefjast annir sem standa yfir fram á nýtt ár. Ekkert nýtt í því vegna þess að það er löng hefð fyrir jólatörn í ensku knattspyrnunni.

Eftir góða leiki hjá vörn Liverpool kom bakslag á móti Arsenal í síðasta leik fyrir jólin. Reyndar ekki bara vörninni því liðið á að verjast sem heild og Skytturnar skoruðu þrjú mörk og það á tæpum fimm mínútum. Eins tapaði liðið niður góðri forystu og það var líka slæmt. Samt tapaði Liverpool ekki. Hinir spræku framherjar sáu um að liðið skilaði þremur mörkum og jafntefli varð niðurstaðan. Það er ekkert slæmt að fá eitt stig á útivelli á móti Arsenal en tveggja marka forysta í leik á ekki að tapast niður. Samt gott að jafna eftir að hafa lent undir. Líklega var þessi leikur dæmigerður fyrir stöðu liðsins um þessar mundir. Sveiflur upp og niður frá þvi besta og yfir í það sem gerir stuðningsmenn Liverpool arga.
En það er komið að næsta leik. Swansea kemur í heimsókn á Anfield síðdegs á morgun. Þetta skemmtilega lið frá Wales hefur verið í erfiðleikum síðasta rúma árið en náði samt sigri á Anfield snemma á árinu. Nú mætir liðið án framkvæmdastjóra en Paul Clement var rekinn fyrir nokkrum dögum. Að auki situr liðið neðst allra í deildinni. Ætti að vera öruggur heimasigur en núna á Aðventunni mætti Liverpool West Bromwich Albion sem var í svipaðri stöðu og gestirnir fór heim með stig og náðu meira að segja að halda hreinu.

Liverpool þarf að spila betur en í síðustu leikjum og kannski bara að ná betra jafnvægi í leik sinn. Ég trúi ekki öðru en liðið geri það í dag. Liverpool setur Swansea í enn meiri vanda með 4:0 stórsigri. Philippe Coutinho skorar þrennu og Sadio Mané kemst líka á markalistann! Jólin verða rauð í Liverpool!
Gleðileg jól!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan