| Sf. Gutt
Draumur sem flestir stuðningsmenn Liverpool ala með sér frá unga aldri rættist hjá Trent Alexander-Arnold á öðrum degi jóla. Hvern dreymir ekki um að skora fyrir framan The Kop? Trent sagði svo frá í viðtali við Liverpoolfc.com eftir 5:0 sigur á Swansea City.
,,Alla stráka dreymir um að skora fyrir framan Kop endann undir flóðljósum og ekki spillir fyrir að boltinn fari í slá og inn. Boltinn hefði auðveldlega getað farið út af slánni og það hefði verið svekkjandi en hann fór inn í markið og þar með rættist draumur. Það var frábært að fá þetta færi og skora fyrir liðið og úrslitin gerðu þetta enn skemmtilegra. Ég veit að margir í fjölskyldunni voru hérna og fólkið hefur örugglega verið stolt að sjá boltann hafna í markinu."
Trent fagnaði markinu innilega eins og skiljanlegt var. Hann segist ekki alveg vitað hvað hann gerði í fagnaðarlátunum.
,,Ef satt skal segja þá þeit ég ekkert hvað ég gerði. Það eina sem ég veit var að ég renndi mér á hnjánum. En ég veit eiginlega ekki hvað gerðist milli þess að boltinn hafnaði í markinu og þangað til ég skokkaði til baka að miðjulínunni. Ég er viss um að ég á eftir að horfa á markið aftur!"
Markið á móti Swansea var ekki það fyrsta sem Trent skorar fyrir Liverpool en hann hafði áður skorað tvö mörk. Þau voru bæði skoruð á útivöllum. En hann hafði dreymt um að skora fyrir framan The Kop frá því hann var lítill og á móti Swansea rættist sá draumur. Fullkomin jólagjöf mætti segja!
TIL BAKA
Draumamark!

Draumur sem flestir stuðningsmenn Liverpool ala með sér frá unga aldri rættist hjá Trent Alexander-Arnold á öðrum degi jóla. Hvern dreymir ekki um að skora fyrir framan The Kop? Trent sagði svo frá í viðtali við Liverpoolfc.com eftir 5:0 sigur á Swansea City.
,,Alla stráka dreymir um að skora fyrir framan Kop endann undir flóðljósum og ekki spillir fyrir að boltinn fari í slá og inn. Boltinn hefði auðveldlega getað farið út af slánni og það hefði verið svekkjandi en hann fór inn í markið og þar með rættist draumur. Það var frábært að fá þetta færi og skora fyrir liðið og úrslitin gerðu þetta enn skemmtilegra. Ég veit að margir í fjölskyldunni voru hérna og fólkið hefur örugglega verið stolt að sjá boltann hafna í markinu."

Trent fagnaði markinu innilega eins og skiljanlegt var. Hann segist ekki alveg vitað hvað hann gerði í fagnaðarlátunum.
,,Ef satt skal segja þá þeit ég ekkert hvað ég gerði. Það eina sem ég veit var að ég renndi mér á hnjánum. En ég veit eiginlega ekki hvað gerðist milli þess að boltinn hafnaði í markinu og þangað til ég skokkaði til baka að miðjulínunni. Ég er viss um að ég á eftir að horfa á markið aftur!"
Markið á móti Swansea var ekki það fyrsta sem Trent skorar fyrir Liverpool en hann hafði áður skorað tvö mörk. Þau voru bæði skoruð á útivöllum. En hann hafði dreymt um að skora fyrir framan The Kop frá því hann var lítill og á móti Swansea rættist sá draumur. Fullkomin jólagjöf mætti segja!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan