| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Leicester á Anfield Road á morgun. Leicester er það lið í deildinni sem hefur valdið Jürgen Klopp mestum vandræðum frá því að hann tók við Liverpool.
Liverpool og Leicester hafa mæst tvisvar á leiktíðinni, Liverpool sigraði 3-2 í deildinni en lá eftirminnilega 2-0 í deildabikarnum. Báðir leikirnir fóru fram á Filbert Street.
Frá því að Jürgen Klopp tók við Liverpool hefur liðið þrisvar tapað fyrir Leicester. Ekkert annað lið hefur vafist jafn mikið fyrir Klopp og hans mönnum. Jamie Vardy hefur reynst okkar mönnum alveg sérstaklega skeinuhættur en hann hefur skorað sex af síðustu átta mörkum sem Leicester hefur gert gegn Liverpool. Kemur svosem ekkert sérstaklega á óvart.
Þá er ekki síður umhugsunarvert að stjóri Leicester Claude Puel hefur ágæta sögu á Anfield, en hann hefur stýrt Lyon og Southampton til sigurs þar. Ef hann stýrir Leicester til sigurs á morgun kemst hann upp að hlið Martin O´Neill sem hefur landað sigri á Anfield með þremur ólíkum liðum, Leicester, Celtic og Aston Villa. Við skulum vona að það fari ekki að gerast.
En að nútímanum. Leicester hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir að Puel tók við liðinu og er sem stendur í 8. sæti deildarinnar. Sem fyrr er fullt af ágætis fótboltamönnum í Leicester liðinu og fara þar Mahrez og Vardy fremstir í flokki, ásamt Schmeichel og Maguire.
Það hefur verið gott skrið á Liverpool og liðið getur endað árið með 15. leiknum í röð án taps. Það er ekki síður freistandi að enda haustið á því að fá ekki á sig mark á Anfield, en mörkin hingað til eru einungis þrjú, sem er alveg þrælgott.
Það ætti að vera góður andi í herbúðum Liverpool núna, liðinu gengur nokkuð vel, situr í fjórða sætinu dýrmæta og dýrasti varnarmaður sögunnar er um það bil að renna í hlaðið. Það er ekkert á yfirborðinu sem segir manni annað en það að allt ætti að vera á bullandi uppleið, en undir niðri eru kannski einhver ósköp í gangi. Enn er óvíst hvað verður um Coutinho og Can og þrálátar sögusagnir eru uppi um að það komi risatilboð í Salah strax um áramótin.
Ég get ekki lokið þessari upphitun án þess að minnast aðeins á Eistann Ragnar Klavan, en ég hafði uppi um hann stór orð í haust. Sagðist aldrei geta skilið það hvernig mönnum datt í hug að kaupa hann. Ég verð að éta sokk, hatt og staf sýnist mér því fáir ef nokkrir hafa verið traustari í vörninni undanfarið en Klavan. Ef ég ætti að velja partner með Van Dijk, út frá frammistöðunni undanfarið yrði Eistinn mitt fyrsta val. Það er alveg ótrúleg staða. En svona getur maður nú verið óttalega vitlaus.
Og þá að leiknum sjálfum. Ég er einhvernveginn alltaf stressaður fyrir Leicester leiki og það er engin breyting á því núna. Ég ætla ekkert að eyða púðri í að giska á hvaða liði Klopp stillir upp, hann mun þurfa að rótera ansi grimmt í þessari viku þar sem liðið spilar strax á nýarsdag (gegn Burnley) og svo á föstudaginn gegn Everton.
Ég er svartsýnn og spái 1-3 tapi. Bið ykkur að afsaka það.
YNWA!
Liverpool og Leicester hafa mæst tvisvar á leiktíðinni, Liverpool sigraði 3-2 í deildinni en lá eftirminnilega 2-0 í deildabikarnum. Báðir leikirnir fóru fram á Filbert Street.
Frá því að Jürgen Klopp tók við Liverpool hefur liðið þrisvar tapað fyrir Leicester. Ekkert annað lið hefur vafist jafn mikið fyrir Klopp og hans mönnum. Jamie Vardy hefur reynst okkar mönnum alveg sérstaklega skeinuhættur en hann hefur skorað sex af síðustu átta mörkum sem Leicester hefur gert gegn Liverpool. Kemur svosem ekkert sérstaklega á óvart.
Þá er ekki síður umhugsunarvert að stjóri Leicester Claude Puel hefur ágæta sögu á Anfield, en hann hefur stýrt Lyon og Southampton til sigurs þar. Ef hann stýrir Leicester til sigurs á morgun kemst hann upp að hlið Martin O´Neill sem hefur landað sigri á Anfield með þremur ólíkum liðum, Leicester, Celtic og Aston Villa. Við skulum vona að það fari ekki að gerast.
En að nútímanum. Leicester hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir að Puel tók við liðinu og er sem stendur í 8. sæti deildarinnar. Sem fyrr er fullt af ágætis fótboltamönnum í Leicester liðinu og fara þar Mahrez og Vardy fremstir í flokki, ásamt Schmeichel og Maguire.
Það hefur verið gott skrið á Liverpool og liðið getur endað árið með 15. leiknum í röð án taps. Það er ekki síður freistandi að enda haustið á því að fá ekki á sig mark á Anfield, en mörkin hingað til eru einungis þrjú, sem er alveg þrælgott.
Það ætti að vera góður andi í herbúðum Liverpool núna, liðinu gengur nokkuð vel, situr í fjórða sætinu dýrmæta og dýrasti varnarmaður sögunnar er um það bil að renna í hlaðið. Það er ekkert á yfirborðinu sem segir manni annað en það að allt ætti að vera á bullandi uppleið, en undir niðri eru kannski einhver ósköp í gangi. Enn er óvíst hvað verður um Coutinho og Can og þrálátar sögusagnir eru uppi um að það komi risatilboð í Salah strax um áramótin.
Ég get ekki lokið þessari upphitun án þess að minnast aðeins á Eistann Ragnar Klavan, en ég hafði uppi um hann stór orð í haust. Sagðist aldrei geta skilið það hvernig mönnum datt í hug að kaupa hann. Ég verð að éta sokk, hatt og staf sýnist mér því fáir ef nokkrir hafa verið traustari í vörninni undanfarið en Klavan. Ef ég ætti að velja partner með Van Dijk, út frá frammistöðunni undanfarið yrði Eistinn mitt fyrsta val. Það er alveg ótrúleg staða. En svona getur maður nú verið óttalega vitlaus.
Og þá að leiknum sjálfum. Ég er einhvernveginn alltaf stressaður fyrir Leicester leiki og það er engin breyting á því núna. Ég ætla ekkert að eyða púðri í að giska á hvaða liði Klopp stillir upp, hann mun þurfa að rótera ansi grimmt í þessari viku þar sem liðið spilar strax á nýarsdag (gegn Burnley) og svo á föstudaginn gegn Everton.
Ég er svartsýnn og spái 1-3 tapi. Bið ykkur að afsaka það.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan