| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir meistaraefnunum í Manchester City á Anfield á sunnudaginn og verður flautað til leiks klukkan 16:00. Tekst okkar mönnum að stöðva sigurgöngu City ?
Það er ljóst að fyrir dyrum er gríðarlega erfiður leikur gegn liði sem hefur ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu. Manchester City hafa haft fádæma yfirburði í deildinni til þessa og sitja á toppi deildarinnar með örugga 15 stiga forystu, 20 sigurleiki og aðeins tvö jafntefli sem þýðir að þeir hafa náð í 62 stig. Okkar menn sitja í fjórða sætinu með 44 stig, aðeins tveir leikir hafa tapast en átta endað með jafntefli, tólf leikir hafa unnist. Það þarf svo ekkert að rifja upp fyrri leik liðanna á tímabilinu þar sem City menn fóru með sigur af hólmi á heimavelli, höfum ekki fleiri orð um þann leik.
Eftir sigurinn á Everton hélt Klopp með sína menn til Dubai þar sem menn hvíldu lúin bein eftir desember og janúar törnina. Leikmenn sneru svo aftur til æfinga á Melwood á miðvikudaginn þar sem formlegur undirbúningur fyrir leikinn byrjaði. City menn fengu ekki slíka hvíld því þeir mættu Bristol City á heimavelli á þriðjudagskvöldið. Þar fengu reyndar nokkrir leikmenn hvíld en engu að síður var liðið mjög sterkt hjá þeim.
Philippe Coutinho er farinn á braut og auðvitað er eftirsjá af slíkum leikmanni í liði heimamanna. Auk þess hafði Coutinho gott lag á því að skora gegn City á ferli sínum hjá Liverpool þannig að þeir ljósbláu eru líklega ennþá meira fegnir að mæta honum ekki að þessu sinni. En það þýðir lítið að gráta þá sem eru horfnir á braut og það eru núverandi leikmenn Liverpool sem skipta máli hér. Mohamed Salah hefur náð sér af meiðslum sínum og vonandi mætir hann ferskur til leiks. Þá hefur Alberto Moreno einnig snúið aftur til æfinga að fullu eftir sín meiðsli og Jürgen Klopp gæti mögulega sett hann beint í byrjunarliðið en Andy Robertson hefur svo sannarlega spilað vel í fjarveru Spánverjans og ég tippa á að hann byrji leikinn. Þriðji leikmaðurinn sem hefur svo hafið æfingar á nýju er Daniel Sturridge þannig að meiðslalega séð er liðið á ágætum stað. Fyrirliðinn Jordan Henderson er hinsvegar enn frá sem og Nathaniel Clyne. Að þessu sögðu ættu okkar menn að geta stillt upp nánast sínu sterkasta liði. Gestirnir eru svo með þá Gabriel Jesus, Vincent Kompany og Benjamin Mendy á sínum meiðslalista og munar nú um minna þar en þessir þrír koma ekki til með að ná þessum leik. David Silva hefur svo verið frá undanfarið vegna veikinda nýfædds barns en fréttir segja að hann mæti til leiks.
Það er eiginlega hálf erfitt að spá fyrir um leikinn. Ef horft er í tölfræðina gegn City á Anfield þá er hún heldur betur heimamönnum í hag. City unnu síðast leik í musterinu 3. maí 2003 þegar 1-2 sigur vannst. Þar skoraði Nicolas nokkur Anelka bæði mörk gestanna, það síðara í blálokin og tryggði sigurinn. Milan Baros kom heimaönnum á blað með jöfnunarmarki í seinni hálfleik. Síðan þá hafa liðin spilað 14 leiki á Anfield, Liverpool unnið 10 og fjórir endað með jafntefli. Okkar menn eru auk þess taplausir í síðustu 13 leikjum í deild og alls í síðustu 17 leikjum en eins og áður sagði hafa City ekki enn tapað í deildinni. Eitthvað verður væntanlega undan að láta í þessum leik og þó svo að tölfræðin sé okkar mönnum í hag í innbyrðis viðureignum á Anfield þá eru City menn einfaldlega á öðru og hærra leveli á þessu tímabili. En ef það er eitthvað lið sem gæti sett smá stopp í þessa yfirburði City þá er það Liverpool á Anfield.
Spáin að þessu sinni er sú að liðin skilja jöfn 2-2. Mig dauðlangar að spá Liverpool sigri en tilfinningin er engu að síður sú að það reynist of erfitt að bera sigurorð af City mönnum. Okkar menn leiða 2-1 langt fram í seinni hálfleikinn en City menn troða inn leiðinda jöfnunarmarki á síðustu tíu mínútum leiksins.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er auðvitað markahæstur leikmanna liðsins ennþá með 17 mörk í deildinni og 23 mörk alls.
- Raheem Sterling er markahæstur City manna með 14 mörk í deildinni til þessa.
- Roberto Firmino hefur tekið þátt í flestum leikjum liðsins á tímabilinu eða alls 30 talsins, hann hefur aðeins misst af einum deildarleik.
- Virgil van Dijk spilar að öllum líkindum sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool.
Það er ljóst að fyrir dyrum er gríðarlega erfiður leikur gegn liði sem hefur ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu. Manchester City hafa haft fádæma yfirburði í deildinni til þessa og sitja á toppi deildarinnar með örugga 15 stiga forystu, 20 sigurleiki og aðeins tvö jafntefli sem þýðir að þeir hafa náð í 62 stig. Okkar menn sitja í fjórða sætinu með 44 stig, aðeins tveir leikir hafa tapast en átta endað með jafntefli, tólf leikir hafa unnist. Það þarf svo ekkert að rifja upp fyrri leik liðanna á tímabilinu þar sem City menn fóru með sigur af hólmi á heimavelli, höfum ekki fleiri orð um þann leik.
Eftir sigurinn á Everton hélt Klopp með sína menn til Dubai þar sem menn hvíldu lúin bein eftir desember og janúar törnina. Leikmenn sneru svo aftur til æfinga á Melwood á miðvikudaginn þar sem formlegur undirbúningur fyrir leikinn byrjaði. City menn fengu ekki slíka hvíld því þeir mættu Bristol City á heimavelli á þriðjudagskvöldið. Þar fengu reyndar nokkrir leikmenn hvíld en engu að síður var liðið mjög sterkt hjá þeim.
Philippe Coutinho er farinn á braut og auðvitað er eftirsjá af slíkum leikmanni í liði heimamanna. Auk þess hafði Coutinho gott lag á því að skora gegn City á ferli sínum hjá Liverpool þannig að þeir ljósbláu eru líklega ennþá meira fegnir að mæta honum ekki að þessu sinni. En það þýðir lítið að gráta þá sem eru horfnir á braut og það eru núverandi leikmenn Liverpool sem skipta máli hér. Mohamed Salah hefur náð sér af meiðslum sínum og vonandi mætir hann ferskur til leiks. Þá hefur Alberto Moreno einnig snúið aftur til æfinga að fullu eftir sín meiðsli og Jürgen Klopp gæti mögulega sett hann beint í byrjunarliðið en Andy Robertson hefur svo sannarlega spilað vel í fjarveru Spánverjans og ég tippa á að hann byrji leikinn. Þriðji leikmaðurinn sem hefur svo hafið æfingar á nýju er Daniel Sturridge þannig að meiðslalega séð er liðið á ágætum stað. Fyrirliðinn Jordan Henderson er hinsvegar enn frá sem og Nathaniel Clyne. Að þessu sögðu ættu okkar menn að geta stillt upp nánast sínu sterkasta liði. Gestirnir eru svo með þá Gabriel Jesus, Vincent Kompany og Benjamin Mendy á sínum meiðslalista og munar nú um minna þar en þessir þrír koma ekki til með að ná þessum leik. David Silva hefur svo verið frá undanfarið vegna veikinda nýfædds barns en fréttir segja að hann mæti til leiks.
Það er eiginlega hálf erfitt að spá fyrir um leikinn. Ef horft er í tölfræðina gegn City á Anfield þá er hún heldur betur heimamönnum í hag. City unnu síðast leik í musterinu 3. maí 2003 þegar 1-2 sigur vannst. Þar skoraði Nicolas nokkur Anelka bæði mörk gestanna, það síðara í blálokin og tryggði sigurinn. Milan Baros kom heimaönnum á blað með jöfnunarmarki í seinni hálfleik. Síðan þá hafa liðin spilað 14 leiki á Anfield, Liverpool unnið 10 og fjórir endað með jafntefli. Okkar menn eru auk þess taplausir í síðustu 13 leikjum í deild og alls í síðustu 17 leikjum en eins og áður sagði hafa City ekki enn tapað í deildinni. Eitthvað verður væntanlega undan að láta í þessum leik og þó svo að tölfræðin sé okkar mönnum í hag í innbyrðis viðureignum á Anfield þá eru City menn einfaldlega á öðru og hærra leveli á þessu tímabili. En ef það er eitthvað lið sem gæti sett smá stopp í þessa yfirburði City þá er það Liverpool á Anfield.
Spáin að þessu sinni er sú að liðin skilja jöfn 2-2. Mig dauðlangar að spá Liverpool sigri en tilfinningin er engu að síður sú að það reynist of erfitt að bera sigurorð af City mönnum. Okkar menn leiða 2-1 langt fram í seinni hálfleikinn en City menn troða inn leiðinda jöfnunarmarki á síðustu tíu mínútum leiksins.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er auðvitað markahæstur leikmanna liðsins ennþá með 17 mörk í deildinni og 23 mörk alls.
- Raheem Sterling er markahæstur City manna með 14 mörk í deildinni til þessa.
- Roberto Firmino hefur tekið þátt í flestum leikjum liðsins á tímabilinu eða alls 30 talsins, hann hefur aðeins misst af einum deildarleik.
- Virgil van Dijk spilar að öllum líkindum sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan