| Sf. Gutt
Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið í sigrinum frábæra á Manchester City. Hann sagði eftir leikinn að Jürgen Klopp hefði verið að hvetja hann til að skjóta meira.
,,Ég náði að vinna boltann, brunaði fram og svo opnaðist svolítið svæði. Framkvæmdastjórinn hefur verið að hvetja mig til að skjóta meira og sem betur fer fór boltann í markið."
Liverpool varð fyrsta liðið til að vinna sigur á Manchester City í deildinni á þessu keppnistímabili og reyndar hafði City spilað 30 deildarleiki án taps. Alex segir sigurinn þýða að Liverpool hafi minnt á sig.
,,Við minntum skemmtilega á okkur. Þeir hafa verið frábærir alla leiktíðina, liðið þeirra er frábært og þeir sýndu það svo sem í leiknum. Við vissum að við gætum unnið. Ef allir myndu sýna sinn besta leik þá gætum við náð þremur stigum. Það var gott að það skyldi takast. Það skipti svo sem ekki öllu við hverja við vorum að spila. Við vildum bara vinna."
,,Í síðari hálfleik gegnum við berserksgang í fimm, tíu mínútur og það skilaði sér. Þeir fóru illa með okkur nokkrum sinnum enda liðið þeirra frábært. Við lögðum upp með að verjast eins vel og við gætum úti um allan völl, elta þá og svo sækja og spila knattspyrnu eins og við getum þegar tækifæri gæfist."
Þessi áætlun Jürgen Klopp og hans manna gekk prýðilega eftir. Liverpool bætti fyrir skellinn í Manchester í haust og vann glæsilegan sigur í leik tveggja frábærra liða! Rauði herinn minnti hressilega á sig!
TIL BAKA
Skjóttu meira!
Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið í sigrinum frábæra á Manchester City. Hann sagði eftir leikinn að Jürgen Klopp hefði verið að hvetja hann til að skjóta meira.
,,Ég náði að vinna boltann, brunaði fram og svo opnaðist svolítið svæði. Framkvæmdastjórinn hefur verið að hvetja mig til að skjóta meira og sem betur fer fór boltann í markið."
Liverpool varð fyrsta liðið til að vinna sigur á Manchester City í deildinni á þessu keppnistímabili og reyndar hafði City spilað 30 deildarleiki án taps. Alex segir sigurinn þýða að Liverpool hafi minnt á sig.
,,Við minntum skemmtilega á okkur. Þeir hafa verið frábærir alla leiktíðina, liðið þeirra er frábært og þeir sýndu það svo sem í leiknum. Við vissum að við gætum unnið. Ef allir myndu sýna sinn besta leik þá gætum við náð þremur stigum. Það var gott að það skyldi takast. Það skipti svo sem ekki öllu við hverja við vorum að spila. Við vildum bara vinna."
,,Í síðari hálfleik gegnum við berserksgang í fimm, tíu mínútur og það skilaði sér. Þeir fóru illa með okkur nokkrum sinnum enda liðið þeirra frábært. Við lögðum upp með að verjast eins vel og við gætum úti um allan völl, elta þá og svo sækja og spila knattspyrnu eins og við getum þegar tækifæri gæfist."
Þessi áætlun Jürgen Klopp og hans manna gekk prýðilega eftir. Liverpool bætti fyrir skellinn í Manchester í haust og vann glæsilegan sigur í leik tveggja frábærra liða! Rauði herinn minnti hressilega á sig!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan